Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 41 Elsku pabbi minn. Það er svo stutt síð- an þú sagðir við mig að þegar þú mundir hressast ætlaðir þú að koma til mín í Hveragerði og hitta hundana mína og sjá hvernig ég byggi, en því miður varð ekki af því. Á svona stundu eins og nú verða þær spurningar áleitnari sem áður ég spurði sjálfa mig oft og mörgum sinnum en fékk aldrei nein svör við. Ég vil segja þér pabbi minn að enginn hefur enn í dag gefið mér eins gott og traust faðmlag og þú gafst mér alltaf í hvert skipti sem við hittumst, þú varst alltaf svo hlýr, traustur og góður. Þegar ég kom á afmælisdaginn minn upp á spítala til þín sagðir þú við mig: „Ég var að hugsa til þín bara fyrir nokkrum sekúndum og vissi að þú kæmir að finna mig í dag, mikið er gott að þú komst.“ Við spjölluðum og hlógum svolítið og ég fann svo vel hvað þér þótti vænt um mig og hvað það var þér mikils virði að mér liði vel og allt væri í lagi. Þetta var það besta við þennan afmælisdag. Ég vil þakka þér og Erlu fyrir mig og börnin mín og vil að þið vitið að mér þykir mikið vænt um þær stundir sem ég hef átt með ykkur. Ég var svo stolt á afmælinu hennar Dúu minnar og í fermingu Krist- mundar Axels þegar ég sá ykkur öll koma og gleðjast með okkur, en það var alltaf svo gott að finna að ég ætti ykkur að þó svo að ég hefði óskað að sambandið hefði verið meira og öðruvísi oft á tíðum. Elsku Erla mín, Bobba og dætur, Sigrún og fjölskylda, Linda, Íris og fjölskylda ég sendi ykkur mínar bestu hugsanir og samúðarkveðjur og bið algóðan guð að halda sinni verndarhendi yfir ykkur. „Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til þess að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli.“ Ég elska þig pabbi minn. Elísabet (Dottý). Góður lærimeistari og veiðifélagi, KK, er fallinn frá. Fyrir okkur sem komum fram sem ný kynslóð fluguveiðimanna á síðari hluta 20. aldar var KK einn af þeim „stóru“. Heppnin var með okk- ur. KK setti upp Litlu fluguna, verslun með fluguhnýtingaefni í lít- illi kompu í blokk á Laugarnesi. Þetta yfirlætislausa nafn á versl- uninni endurspeglaði ef til vill fer- metrafjöldann, en fráleitt þá stóru drauma sem hún skóp, miklu sögur sem þar voru sagðar og það víðsýni sem fékkst við mjóar hillur. Það varð hluti af þroskaskeiði nýrra veiðimanna að sækja á þessar upp- eldisstöðvar og sjúga í sig fróðleik og vinsemd. KK sat við borðið og kaffikannan alltaf volg, ekki vantaði neftóbaksdósina og einatt einhver fróðleiksbrunnur í persónu veiði- manns að sötra honum til samlætis, tilbúinn að miðla. Litla flugan var stórverslun í huga. Þetta var á þeim dögum að hægt var að sækja fróðleik og sögur til lærimeistara í tveimur smáholum í borginni: Litlu flugunni hans KK og bílskúrnum á Flókagötunni hjá Kol- beini og Steina. Fínt var það plan sem dró mann eftir hádegi á laug- ardögum á annan staðinn og svo hinn, oft undir því yfirskini að mann vantaði hnýtingaefni. Raunverulega ástæðan var að fá að bera upp spurningar sem lengi höfðu brunnið á ungu veiðihjarta, eða hlýða Kristján Kristjánsson ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Syðstakoti í Mið- neshreppi 5. sept- ember 1925. Hann lést á heimili sínu 2. júní síðastliðinn. Út- för Kristjáns fór fram frá Graf- arvogskirkju 12. júní síðastliðinn. álengdar á þegar ein- hverjir snillingar jusu úr viskubrunnum eða sögðu sögur. Það gat tekið mann óratíma að skoða önglapakka ef ævintýrin drógust á langinn. Svo keypti maður smáræði og sagði eins og meðal annarra orða: Hvern- ig er það annars Kristján, þarna í Sog- inu þar sem við vorum í fyrra, fer maður út ofan við steininn eða beint út af honum? Þarna var komið upplegg í drauma fyrir næsta sum- ar og ekki hætt fyrr en búið var að fá fram hvaða flugu ætti að nota við þær tilteknu aðstæður. Oftast var svarið Black Ghost. Ég var svo heppinn að veiða í nokkur skipti með KK. Þá var eins og vinalega fasið, ljúfa röddin og blíða viðmótið sem maður þekkti svo vel frá Litlu flugunni kæmist í fullkomið samhengi. Þetta rann allt svo látlaust eins og fallegur streng- ur sem ber flugu fyrir fisk. Eins þegar KK og Erla komu á þorrablót Ármanna hin síðari ár, brosið inni- legt og góðlegt og þau bæði hvers manns yndi. KK hnýtti fallegar flugur. Honum þótti vænt um þegar ég sagði hverj- um sem vildi heyra frá því að ég stoppaði í bensínsjoppu í Borgar- firði til að fylla tank, en varð litið upp á vegg þar sem var til sölu flugnaspjald frá Litlu flugunni. Keypti, meira til að efla sjálfstraust og veiðilán en af því mig vantaði flugur. Þetta spjald varð spjald sög- unnar úr Selá, þegar KK-flugurnar björguðu því sem bjargað varð. Skömmu síðar var ég að veiðum í Laxá í Mývatnssveit. Björt sól skein í heiði og áin rann blá um græna bakka eins og við KK höfðum svo oft talað um að væri fallegt. Ég var með félaga og sá eitthvað hvítt liggja við fætur mér í lyngi. Beygði mig eftir flugu sem einhver hafði misst og skoðaði: „KK var hér,“ sagði ég félaganum. Þetta var und- urfögur Black Ghost, hnýtt á öngul númer sex, með matuka-væng úr fjöðrum og kinnar af frumskógar- hana. Ég hefði átt að ramma hana inn. En hún er innrömmuð á vegg minninganna sem ég á margar af þessum góðu mönnum sem leiddu mig og ótal fleiri inn á veiðilend- urnar; KK var sannarlega einn af þeim stóru. Bestu kveðjur til fjölskyldunnar frá okkur Guðrúnu. Stefán Jón Hafstein. Elsku besti afi minn er farinn frá okkur. Þó svo að afi hefði verið búinn að vera veikur og ég hefði haft tíma til að undirbúa mig fyrir andlátið þá finnst mér mjög erfitt að kveðja afa. Ég hef alltaf verið mikið hjá afa og ömmu og hafa þau bæði hjálpað mér mikið í lífinu og stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég á afa mikið að þakka og það er það sem ég hugsa um þessa dagana. Undanfarin ár þá beið afi alltaf þolinmóður í stólnum sínum eftir að fá áð vita hvert hann væri að fara eða gera á meðan amma skipulagði. Hann var kannski ekkert yfir sig hrifinn alltaf hreint með ákvarðanir frúarinnar, en hann vildi fyrst og síðast vera í samvistum við ömmu, sama hvar. Hann var ekki heldur par hrifinn af reglubundnum vinnu- ferðum ömmu, Höddu og mömmu erlendis, en þegar þær voru vænt- anlegar aftur varð hann alltaf léttari í lund og gerði sig sætan og fínan fyrir ömmu, nú síðast í febrúar. Amma og afi, ásamt mömmu, hafa síðastliðin ár farið flestar helg- ar í Syðstakot í Sandgerði en þar átti afi landskika. Hann var alinn upp þar og það skipti hann og okkur í fjölskyldunni máli að vera á hans æskuslóðum. Ég held að afa hafi þótt vænt um að okkur í fjölskyld- unni sé staðurinn hans kær. Það verður skrítið að koma í Syðstakot, enginn afi í sófanum að fá sér í nef- ið. Það er gott að fjölskyldan hittist á æskuslóðum afa og þannig lifir minningin um hann. Það eru margir kostir sem afi hafði eins og það að tala ekki illa um annað fólk, rífast ekki við neinn, bíða rólegur eftir að röðin kæmi að honum og það sem ég dáðist einna mest af í fari afa var það æðruleysi sem hann virtist búa yfir. Hann tók öllu af þvílíkri yfirvegun, allt fram á síðustu stundu. Kvöldið sem afi dó dreymdi mig að Pétur frændi tæki á móti afa og vildi hann sýna honum nýja staðinn. Ég trúi því að við hittumst öll síðar en því kemst ég að seinna. Elsku amma, þinn missir er mikill og ég vona að við í fjölskyldunni getum hjálpað þér í gegnum sorg- ina. Guð blessi minningu KK afa. Erla Sigurðardóttir. Hljómsveitarstjórinn og flugu- veiðistjórinn Kristján Kristjánsson er látinn. Við systkinin minnumst hans með ást og þakklæti. Við vor- um ung, þegar við fengum að búa hjá þeim elskulegu hjónum, Erlu Wigelund og KK, og nutum þar gestrisni og hlýju þeirra. Um það leyti var Kristján löngu hættur í KK sextettinum margfræga og þau Erla ráku Verðlistann við Lauga- læk, gegnt æskuheimili okkar. Það var ekki að spyrja að því, að við fengum að vera hluti af fjölskyldu þeirra, jafnvel þótt að um formlegan skyldleika væri ekki að ræða. Þau voru ófá matarboðin sem við fórum í, ásamt móður okkar Ingibjörgu, og hún endurgalt þau boð sem KK og Erla þáðu með þökkum. KK var skemmtilegur maður á slíkum stundum, og sagði sögur, sérstak- lega úr veiði og af fluguhnýtingum sem hann stundaði í Litlu flugunni sinni við Laugarnesveg. Hann reyndi jafnvel að kenna okkur systkinunum að hnýta flugur, en lít- ið varð úr því að við næðum sér- stökum árangri á því sviði. Seinna þegar við stofnuðum fjöl- skyldur og eignuðumst börn, var jafnan gaman að koma og hitta KK á heimili þeirra Erlu við Laugalæk, og spjalla um daginn og veginn. Hann sat gjarna í hægindastólnum sínum, með tækið og hljóðbækurnar innan seilingar, og opinn faðm. KK var líka óþreytandi að koma í barnaafmæli, með Erlu og Bobbu dóttur þeirra, jafnvel þótt hann væri farinn að missa sjón, og svona líka rólegur í krakkahasarnum öll- um. Það mátti vel merkja undir það síðasta að hann var orðinn vegmóð- ur og aðdáunarvert hvernig Erla og fjölskyldan sinntu honum fram í andlátið. Við vottum elsku Erlu samúð okkar, sem og fjölskyldunni allri, þakklát fyrir vináttu og kærleik sem KK átti ómælda. Guðrún og Þorsteinn J. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR ÓLAFSSON klæðskerameistari, Víðilundi 18d, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 24. júní kl. 13.30. Guðbjörg Anna Árnadóttir, Halldóra Kristín Gunnarsdóttir, Árni Leósson, Kolbrún Ingólfsdóttir, Kristján Vilhelmsson, Árni Evert Ingólfsson, Margrét Ingólfsdóttir, Friðbjörn Georgsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Tryggvi Þórarinsson, Lína Björk Ingólfsdóttir, Dagmann Ingvason og afabörnin öll. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG Þ. GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12. júní á Landspítalanum Fossvogi. Útförin verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 23. júní kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðbjörn Sigvaldason, Jónína M. Árnadóttir, Kristján Jóhann Sigvaldason, Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, Gísli Freyr Guðbjörnsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTI SÆMUNDSSON, til heimilis á Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut, laugardaginn 7. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 15.00. Guðríður Ottadóttir, Lúðvík Eiðsson, Anna Ottadóttir, Hilmar Smith, Auður Ottadóttir, Ágúst Bjarnason, Eyrún Ottadóttir, Erik Jonsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín og frænka okkar, HANNA ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. júní kl. 13.00. Kristín Guðmundsdóttir og systkinabörn. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.