Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MISTÖK hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar og óvarleg vinnubrögð lögreglu voru undanfari þess að gert var áhlaup á lögreglu- stöðina á Hverfisgötu á laugardag. Annars vegar fékk Haukur Hilm- arsson aðgerðasinni enga boðun í af- plánun, vegna mannlegra mistaka hjá innheimtumiðstöðinni. Það kom fram í fréttatilkynningu þaðan í gær. Boðun á að senda skv. 71. gr. laga um fullnustu refsinga. Hún var ekki send. Það skýrir að hluta til hörð við- brögð aðstandenda Hauks. Þeim sýndist ákvörðun lögreglu vera geð- þóttaákvörðun. Verulega illa tímasett handtaka Í öðru lagi tók lögregla ekki mið af stemningu í samfélaginu, þegar hún handtók þekktan mótmælanda daginn fyrir skipulögð mótmæli. Sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð og margir sagt hana hafa annar- legan tilgang. Hörður Torfason mót- mælandi segist m.a. setja stórt spurningarmerki við þessa hand- töku. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, neitar því ekki að handtakan hafi verið illa tíma- sett. „Ég get alveg tekið undir að þetta hefði mátt vera með öðrum hætti. Hins vegar var þessi maður ekki undir neinu sérstöku eftirliti hjá okkur. Þess vegna fór bara með hann eins og alla aðra sem eru eft- irlýstir. Þetta fór ekki í neina sér- meðferð upp á mitt borð eða ann- arra embættismanna,“ segir Stefán. Hann segir fráleitt að handtakan hafi verið gerð til að kæfa niður mótmæli. Hefði ekki þurft að gerast Um fimm hundruð manns fóru að lögreglustöðinni eftir fundinn á Austurvelli og kröfðust þess að Haukur yrði látinn laus. Eftir um klukkustundarlöng mótmæli magn- aðist reiðin svo tekið var til við að grýta húsið og brjóta upp útidyrnar. Þrjár rúður brotnuðu og komst fólk- ið að innri hurð anddyrisins. Þar tóku 15-20 lögreglumenn á móti, klæddir hlífðarbúnaði fyrir óeirðir. Þeir sprautuðu piparúða yfir hóp- inn, ruddu anddyrið og stóðu svo vörð fyrir utan. Nokkrir leituðu sér læknishjálpar í framhaldinu, vegna piparúðans. Á sama tíma greiddi ónefndur aðili sekt Hauks, sem var tilefni fangelsisvistarinnar, svo hon- um var sleppt út. Hörður Torfason, skipuleggjandi útifundanna á Austurvelli, fordæmir allt ofbeldi. Hins vegar segir hann að þetta hefði ekki þurft að gerast. Lögregla hafi í engu svarað mót- mælendum og enginn komið út til að skýra málin. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, sem leiddi mótmælin, segir engan einn hafa hvatt til húsbrotsins. Smátt og smátt hafi æsingurinn magnast upp. Hún hafi ekki átt frumkvæðið að því, en ef reiði fólks í þessu samfélagi sé hunsuð grípi það einfaldlega til ráða af þessu tagi. Reyndu að frelsa mann úr varðhaldi  500 manns mótmæltu handtöku á aðgerðasinna fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu  Lauk með brotnum rúðum, húsbroti, piparúða og stimpingum  Mannleg mistök voru undanfari Morgunblaðið/Júlíus Í HNOTSKURN »Haukur Hilmarsson varskráður eftirlýstur af hálfu innheimtumiðstöðv- arinnar á Blönduósi hinn 11. nóvember sl. »Þriggja vikna fyrirvari áafplánun á ekki við um sektardóma. Skv. lögum er þó skylt að senda hinum dæmda tilkynningu. Það fórst fyrir. Sindri Við- arsson sagn- fræðinemi sagði að dagar fá- fræði og sandkassa- leikja í stjórnmálum væru taldir. Sindri sagðist vilja betra sam- félag, byggt á jöfnuði. „Við ætl- um að byggja betra samfélag og þeim skilaboðum þurfum við að bera áleiðs, þeim sem heima sitja og bera þrælslund í hjarta gagnvart stjórnvöldum.“ „Höf- um réttlæti í huga en ekki hefnd. Höfum náungakærleik í hjartastað og kaupum það síð- asta sem keypt verður í langan tíma; betra samfélag sem bygg- ist á jöfnuði en ekki spillingu, það byggist á jöfnum auði en ekki flokksskírteinum, það byggist á samhjálp liðinna alda.“ Gerður Pálma atvinnurekandi sagði Ísland nú í heimspress- unni sem aldrei fyrr og ekki af góðu, en sú ímynd sem listafólk hefði skapað gegnum árin væri enn sterkari í hugum heimsins. Réttlæti, ekki hefnd Katrín Oddsdóttir laganemi sagði í ræðu að þjóðin hefði verið svipt rétt- inum til að fara með mál sitt fyrir dómstóla, þjóðin hefði ekki fengið og myndi aldrei fá tæki- færi til að láta reyna á sínar hliðar. Hún sagði Geir Haarde ekki hafa viljað láta kúga sig, en hins vegar vera opinn fyrir því að láta kúga íslensku þjóð- ina. Hún rifjaði líka upp kjörorð Sjálfstæðisflokksins fyrir síð- ustu kosningar. „Þegar öllu er á botninn hvolft er það traust efnahagsstjórn sem er stærsta velferðarmálið. Nú hefur öllu verið á botninn hvolft. Okkur öllum hefur verið hvolft á botn- inn og stærsta velferðarmálið í augnablikinu er að koma þeim frá, sem klúðruðu efnahags- stjórninni og hafa hvorki sýnt iðrun né vilja til að endurskoða þau gildi sem þeir höfðu að leiðarljósi,“ sagði Katrín. Á botninn hvolft Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ENN fjölgar í vikulegum mótmæl- um á Austurvelli. Fyrir viku voru þar um 6.000 manns en núna á laug- ardaginn voru þar ívið fleiri, líklega upp undir 7.000. Austurvöllur fylltist af fólki og þurfti Hörður Torfason, listamaður og skipuleggjandi mót- mælanna, að biðja fólk að færa sig nær og þjappa svo fleiri kæmust inn á völlinn. „Ég er búinn að vera þarna á laug- ardögum í sjö vikur. Frá því við vor- um þarna fjögur eða fimm hefur orð- ið gríðarleg breyting,“ segir Hörður. Kannski þarf stærri vettvang Hann metur núna eftir hvern fund hvort Austurvöllur dugi enn til sem fundarstaður. Hann útilokar ekki að fundurinn verði fluttur á aðra stað- setningu þegar fram í sækir ef fólki fjölgar enn. Næsti fundur hefur samt verið boðaður á sama stað. Fólk bryddaði upp á ýmsu. Stytt- an af Jóni Sigurðssyni var klædd í femínísk-bleikan upphlut og skott- húfu, sem táknmynd fyrir slakan ár- angur af forystu karla á undan- förnum árum. Alþingishúsið var auglýst sem „til sölu“ og „selt“ Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Engir árekstrar urðu meðal fólks og sam- skipti við lögreglu voru góð. Auk þessa voru fluttar ræður þar sem nokkrar manneskjur kynntu sinn skilning á kreppunni. Morgunblaðið/Júlíus Mótmælin fylltu Austurvöll í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.