Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skinfaxi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skinfaxi

						SPOR UNGMENNAFÉLAGANNA
Ungmenncifélögin á íslandi hafa
allt frá því snemma á síðustu öld
tekið mikinn þátt í uppbyggingu
félags- og íþróttaaðstöðu í sinni
heimabyggð. Jón M. ívarsson ,
sagnfræðinemi, glímukóngur og
ungmennafélagi vinnur nú að
verkefninu Spor ungmenna-
félaga. Jón sat fyrir svörum hjá
Skinfaxa. Ut á hvað gengur
verkefnið?
Það gengur út á að rekja spor
ungmennafélaganna síðustu öldina!
Reyndar er verkefnið að skrásetja
verklegar framkvæmdir þeirra. Húsin
sem þau byggðu sér, sundlaugarnar,
íþróttavelli og skógræktarreiti fyrst
og fremst.
Hvernig miðar - hver er staðan í
dag?
Þetta er mikið verk og miklu meira en
nokkur getur ímyndað sér. Nú er ég
til dæmis búinn að fara yfir skýrslur
ungmennafélaga til UMFÍ frá upphafi
til ársins 2002. Þessar skýrslur eru
nærri 14 þúsund talsins svo þetta er
nú ekkert áhlaupaverk. Úr hverri
einustu skýrslu koma upplýsingar um
störf félaganna og allt er þetta skráð
með vísun í heimildir svo hægt sé að
staðfesta þær ef með þar. Sumt er
náttúrlega glatað en mér sýnist að
það verði hægt að ná mestum hluta
sögunnar í hús.
Hver eru næstu spor?
Það er að halda áfram í heimilda-
söfnuninni. Hafa svo samband við
heimamenn í héraði og láta þá
yfirfara heimildirnar og bæta við þar
sem þeir vita betur. Svo er geysivel
þegið ef einhverjir vita um sögulegar
staðreyndir að þeir setji þær á blað
og komi þeim til mín eða UMFÍ.
Allavega að láta vita af þeim hingað.
Hvernig komu ungmennafélagar
helst að uppbyggingu í sinni
heimabyggð?
Ungmennafélög voru stofnuð í
næstum hverri sveit á íslandi. Flest
þeirra byggðu sér fundahús á sínum
fyrstu árum snemma á 20. öld. Það
var varla til svo fátækt félag að það
byggði sér ekki þak yfir höfuðið.
Þetta   var   bylting    í   félagsmálum
Hreppslaug í Borgarfirði er dæmi um spor ungmennafélaganna.
Spor ungmennarelaganna
sveitanna á sínum tíma. Ótrúlega
mörg þeirra byggðu sér sundlaugar,
alls staðar þar sem heitar laugar var
að finna og meira segja í köldu vatni.
Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti
fyrst og menn lærðu að synda í
þessum torflaugum þó vatnið væri
brúnt af mold! Upp úr 1930 fara
sum félög að koma sér upp steyptum
sundlaugum af ótrúlegum dugnaði
og sumar voru meira að segja
yfirbyggðar eins og t.d. sundskáli
Svarfdæla í Eyjafirði og Umf.
Reykhverfings í S-Þingeyjarsýslu.
Fómennt félag ó Reykjanesi við
ísafjarðardjúp, Umf. Huld, lyfti
grettistaki við byggingu sundlaugar
þar og svona mætti lengi telja.
Hvernig var staðið að
uppbyggingu á aðsföðu?
Þessi gömlu fundahús (þá var ekki
búið að finna upp nafnið
félagsheimili) voru undantekningar-
laust byggð í sjálfboðavinnu
ungmennafélaganna sem notuðu
frítímann á kvöldin og sunnudagana
til að vinna fyrir félagið sitt. Það voru
fyrst og fremst ungmennafélögin í
hverri sveit sem áttu frumkvæðið að
þessum byggingum. Stundum voru
kvenfélögin með í verkinu og oftast
nær hreppsfélögin. Þó eru heilmörg
dæmi um ungmennafélög sem
byggðu húsins sín og fjármögnuðu
þau ein og óstudd. Þau voru
náttúrlega skuldug þegar húsin voru
komin upp og þá voru dansleikir og
íþróttamót helsta fjáröflunarleiðin.
Bögglauppboð   og   hlutaveltur  voru
líka vinsæl og allt safnaði þetta í sjóð
félaganna sem voru óþreytandi við
þessi verkefni. Seinna þegar lögin
um félagsheimili komu til, skömmu
fyrir miðja 20. öld þá kom ríkið inn í
fjármögnun húsanna. Þó voru menn
líka farnir að byggja geysilega stór
og vönduð hús og það er eiginlega
ótrúlegt hvað lítil og meðalstór
ungmennafélög hafa byggt glæsileg
samkomuhús í sveitum landsins.
Hefur þessi vinna - uppbygging á
félagsaðstöðu, eitthvað breyst frá
því sem áður var?
Hún hefur gjörbreyst. Síðustu
áratugina er það frekar
undantekning ef ungmennafélög
eiga stærsta hlutann í byggingu
félagsheimila eða íþróttavalla, ég
tala nú ekki um sundlaugar. Þetta
hefur færst yfir til sveitarfélaganna
sem eðlilegt er enda eru nú gerðar
miklu meiri kröfur um hús og velli en
áður var. I dag er ekki mikið um að
ungmennafélögin standi fyrir fjár-
frekum framkvæmdum. Frekar að
þau beiti sér fyrir viðhaldi bygging-
anna og umhirðu trjáreitanna. Það
er líka heilmikið verkefni oft á tíðum
og stundum meira en félögin ráða
við. Nú er verið að sameina
sveitarfélög um allt land. Margir litlir
hreppar hafa slegið sér saman og
líklega sameinast félögin í þessum
hreppum smám saman í fram-
haldinu. Þess vegna er nauðsynlegt
að ná til sögunnar meðan þessi félög
eru í fullu fjöri. Það er ekki eftir neinu
að bíða.
UMFÍ - Ræktun lýðs og lands
12
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32