Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 6
dáð og framúrskarandi snarræði, bæði fullorð- inna og barna, eins og t. d. sú saga, er 3 menn hlupu um borð í skip eitt, sem lá við Imperial Oil Pear og kviknað hafði í, sleptu öllum land- festum og létu það reka út á fjörðinn og opnuðu þar fyrir botnlokurnar og sökktu því, til þses að það ylli ekki enn meira tjóni. Einnig var þar önnur saga um hetjudáð og snarræði lítillar 9 ára stúlku. Húsið, sem hún bjó í með móður sinni, hrundi að nokkru við sprenginguna og lærbrotn- aði konan við það á báðum lærum og um leið kviknaði í húsinu. Þetta var alveg niður við höfn- ina. Tók þá litla stúlkan til, náði sér í kaðal, brá mig-------og þar með er draumurinn búinn! Hvað á ég að gera?“ Lawton sagði, að það vissi hann ekki, og skipstjóri tautaði illskulega, að honum væri víst nokkuð sama, hvað úr þessu yrði. En svo byrjaði hann að athuga stýrimann sinn — hátt og lágt. „Þar hafði ég það!“ tilkynnti hann sigri hrósandi. ,,Þér verðið skipstjórinn og farið í einkennisbúninginn minn. Ég stelst í land!“ Lawton stýrimaður drap tittlinga og var orðlaus, en skipstjóri hélt áfram að útskýra hið snjalla áform sitt með breiðu brosi. „Augnablik“, sagði stýrimaður loks. „En ef hann spyr nú eftir mér — ég meina stýrimanninum? Hvar erum við þá?“ Pottle skipstjóri veifaði hendinni gegn svo smávægi- legri mótbáru: „Auðvitað hefi ég sent stýrimanninn í land i erind- um skipsins. Verið þér nú ekki að þessu, Lawton, ég veit, að yður mun farast þetta prýðilega. Þér hafið svo oft framkvæmt skipstjórastörf hér um borð!“ Það fór að létta yfir stýrimanninum. „Ég held að það væri bezt að ég prófaði jakkann yðar fyrst“, sagði hann. Að því undanskildu, að jakkinn var dálítið víður mið- skips, fór hann Lawton prýðilega, og hinir tveir sam- særismenn voru önnum kafnir við að dást að þessu, þeg- ar tilkynnt var, að herra Smith forstjóri væri kominn um borð. Það kom óðagot á Lawton, og hann fór að reyna að hafa sig úr skipstjórajakkanum, en skipstjóri hjálpaði honum jáfnharðan í hann aftur. „Við erum orðnir of seinir", endurtók Lawton í sí- fellu. „Ég held nú síður“, sagði skipstjóri og gerði síðasta átakið, sem þurfti til þess að koma stýrimanninum í jakkann aftur. „Þér verðið að bjarga þessu, stýri- maður!“ Lawton snerist á hæli og sá, að skipstjóri var flúinn af vígvellinum, og hafði tekið stýrimannsjakkann með sér á flóttanum. „Fari hann í grængolandi-----“ tautaði stýrimaður í bræði sinni, því að nú sá hann, að héðgn af varð ekki VÍKINGUR honum undir herðar móður sinnar og dró hana því næst út úr rústunum út á götuna. Var þetta afrek litlu stúlkunnar mjög rómað í blöðunum og að verðleikum. Voru fleiri slíkar sögur, er ég ekki man að segja frá. í stuttu máli sagt, allt það, er fyrir augun bar, er við virtum þetta fyrir okkur á fjórða degi, bar vott um svo átakanlegt slys, að slíks eru víst fá dæmi. Slíkir atburðir, sem þessir, verða öllum mönnum minnisstæðir, og þó auðvitað fyrst og fremst þeim, er verða fyrir sorgum og tjóni af þeim sökum. Á. S. snúið við. Nauðugur viljugur varð hann að vera Pottle skipstjóri, hvað sem á dyndi. Svo gekk hann út á þilfar og heilsaði herra Smith með meistaralegri skipstjórakveðju. „Velkominn um borð, herra minn“, sagði hann hjart- anlega — — og svo einblíndi hann í forundran á þennan margumtalaða herra Smith. Því að • hvorugt augað var ,,blátt“, og nef hans var í fullkomlega eðli- legu ásigkomulagi! En hann var reifaður um hendina. Það var auðséð, að herra Smith líkaði þessi ,,skoðun“ hálf-illa. „Ef yðu,r er svona starsýnt á hendina á mér, skip- stjóri, þá er bezt að ég segi yður það strax, að ég datt á þilfarinu í gærkvöldi". Lawton vísaði veg inn í skipstjóraklefann. Hlátur- inn sauð í honum. Þetta var þó likt skipstjóranum, að ljúga upp heilum slagsmálasögum! Það sá ekki mikið á þessum herra Smith eftir allt saman. „Whisky, heíra Smith?“ spurði hann kurteislega. „Nei“, hreytti hinn út úr sér. „Ég kom hingað til að frétta af sjóferð yðar, skipstjóri. Er allt í lagi?“ „Allt í stakasta lagi, herra“, svaraði Lawton. „Eng- in ofhleðsla, engin óhöpp, engin veikindi------------“. Hr. Smith spurði svo ótal spurnínga, sem Lawton leysti greiðlega úr. Svo fór hann að spyrja um stýri- mennina. „Prýðilegir náungar“, svaraði Lawton. „Einkum og sér í lagi er þó fyrsti stýrimaður réglulegt þing. Hann er alveg óþreytandi“. „Það er naumast að þér hrósið honum“, sagði for- stjórinn þurrlega. „Hann á það líka skilið. Ég get óhræddur trúað hon- um fyrir skipinu i hvaða veðri sem er“. Herra Smith kinkaði kolli og bað Lawton að sýna sér skipið. Lawton stökk upp og ætlaði að fara að vísa Smith leið, þegar hann sá þvílíka sjón, að honum lá við yfir- liði. Hann hafði haldið, að skipstjói'i væri kominn í land fyrir löngu. En þarna var hann Ijóslifandi. Hann stóð úti á þilfarinu, á nærbuxunum, og var að spyrja annan stýrimann hvernig hann gæti ætlazt til þess, að hann færi í land svona fáklæddur! FRH. Á BLS. 16. 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.