Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Drangnr og Drangaferðir
Eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal.
Þegar landnámsmennirnir
komu að nema landið, var það
með all misjöfnum svip að ytra
útliti. Sums staðar var sléttlent
og langt til fjalla, svo sem á
Suðurlandi. Annarsstaðar var
landið vogskorið og f jöll og f jalla-
drangar gengu í sjó fram, milli
fjallanna voru dalir með skógi-
vöxnum hlíðum. Þá spunnust ör-
nefnin í ótal myndum um staði
þá er landneminn hafði helgað
sér og heitir svo víða enn þann
dag í dag. Það er landsfeðurnir
skírðu á landnámsöld.
Annað er jafngamalt, og það
eru þjóðsögurnar um ýmsa staði
er sérkennilegir þóttu. Álfar og
tröll voru samofin þjóðtrúnni
Sagan um Drangey með Karli og
Kerlingu á Skagafirði er alkunn
og við líði enn í dag. Tröllkarl
og kerling hans leiddu kú sína
um fjörðinn, en döguðu þar uppi
og urðu að steini. Slík var þjóð-
trúin til forna.
Reynlsdrangnr.
Reynisfjall í Mýrdal gengur í
sjó fram. Sunnan undir því rísa
Reynisdrangar hafa verið þar
tindóttir. Um þá er sú þjóðsaga,
að stærsti drangurinn, sem
„Langhamar" heitir, sé skip í
álögum, konungsskip með kon-
ungsson og konungsdóttur í brúð-
kaupsferð. Segir sagan að skipið
hafi ætlað á Þórshöfn, sem er
sunnanundir Reynisfjalli, en
tröllkarl og tröllskessa óðu út í
sjóinn og tóku skipið. Kom þá sól
uppi í austri og varð allt að
steini, tröll og skip.
Þjóðsaga þessi er sjálfsagt
jafngömul landsbyggðinni, að
minnsta kosti er það víst að
Reynisdrangar hafa verið þar
sem þeir eru allt frá landsnáms-
192
Höfundur greinarinnar.
tíð, þar mun engin breyting hafa
á orðið. Reynisdrangar heita ann-
ars þessum nöfnum. Langhamar
(skipið), Landdrangur (karlinn),
Mjóidrangur, stundum einnig
nefndur Skessudrangur (skess-
an), og Drangstubbur viðSkessu-
drang, sem Steðji heitir.
1 Reynisdröngum er allmikið
fuglavarp, og fóru Reynishverf-
ignar þangað í egg ver um ó-
munatíð. Þar verpir fýll, lundi,
og langvía, (svartfugl). Svart-
fuglinn verpir um sex vikur af
sumri, og það voru svartfugla-
eggin, sem sózt var eftir, því eins
og kunnugt er eru þau hið mesta
hnossgæti.
En það var nú ekki alltaf að
gaf í drangana, því að hafgangur
er þar tíðast, en ládautt þurfti
að vera svo að drangafæri væri.
Venjulegast var farið á bát,
(sexæring) út í dranga, fóru þá
þeir einir er öllu voru vanir og
kunnugleika höfðu til að bera um
allt það er drangagöngunni við-
vék. Upp í dranga fóru venjulega
3 menn, voru það allt þaulvanir
fullhugar, var svo mann fram af
manni. Fyrst var venjulega farið
í Langhamar, þar var allmikil
eggjataka, sérstaklega eftir að
Einar Brandsson á Reyni kleif
upp á Háabæli, er það á þriðja •
tindinum næst landi. Einar lagði
sig í mikla hættu þá er hann
kleif upp á Bælið, sagði hann
síðar að hann gæti ekki snúið
við aftur. Hann var með háf og
færi bundið um sig miðjan. En
upp komst hann, en það sagði
hann að hefði verið verst þá er
hann kom upp að brúninni, að þá
flaug svo mikið af svartfugli í
háfinn.
Einar Brandsson lagði síðan
veg upp á Háabæli, festi þar
járnkeðju og rak fleyga í bergið.
Eftir það var auðvelt að komast
upp á Bælið, og var svo um langt
árabil, en svo hrapaði keðjan af,
og síðan hefir enginn stigið þang-
að fæti. Háabæli var aðal bælið á
Langhamri, auk þess voru svo
hellar, sem svartfuglinn verpti í
svo nokkru nam.
Landdrangur er næstur landi,
innan við Langhamar. Það varð
að hafa tré um 8 á]na langt til
þess að komast yfir gjögur neðst
í drangnum. Fóru það ekki nema
færustu menn. En eftir að upp í
dranginn var komið, var umferð
auðveld í kringum hann. Þar
verpti svartfuglinn á bælum á víð
og dreif um dranginn. En land-
megin á drangnum er stórt svart-
fuglabæli. Þangað hefir aðeins
einu sinni verið farið svo að vit-
að sé. Var það Einar Finnboga-
son í Þórisholti, sem það þrek-
virki vann. En hann fór það að-
eins einu sinni, svo var leiðin
torveld og hættuleg.
VlKINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200
Blašsķša 201
Blašsķša 201
Blašsķša 202
Blašsķša 202
Blašsķša 203
Blašsķša 203
Blašsķša 204
Blašsķša 204
Blašsķša 205
Blašsķša 205
Blašsķša 206
Blašsķša 206
Blašsķša 207
Blašsķša 207
Blašsķša 208
Blašsķša 208
Blašsķša 209
Blašsķša 209
Blašsķša 210
Blašsķša 210
Blašsķša 211
Blašsķša 211
Blašsķša 212
Blašsķša 212
Blašsķša 213
Blašsķša 213
Blašsķša 214
Blašsķša 214
Blašsķša 215
Blašsķša 215
Blašsķša 216
Blašsķša 216
Blašsķša 217
Blašsķša 217
Blašsķša 218
Blašsķša 218