Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 64
Jólasaga Dönsk jól í spíritus Hægur sunnan sjö - úr heimsreisu stýrimanns, nefnist bók eft- ir Jónas Guðmundsson sem kom út árið 1971. Hér á eftir fer kafli úr bókinni þar sem lýst er jólahaldi um borð í dönsku skipi þar sem Jónas var stýrimaður. 1 dag eru jólin og þú getur næstum greint vonbrigðin í svip- lausum andlitunum. í kvöld munum við einsog svo oft áður reyna að hræsna hver fyrir öðrum uns upp úr sýður. Einhverjir okkar kunna samt enn að halda dauðahaldi í þá von, að jólin komi líka til þeirra út í kalt skipið, að þú svona einmana og skelfdur megir öðlast jólafrið og þá mildu gleði er gerir þessa há- tíð svo einstæða. Um borð í Nordvest gekk allt sinn vanagang á aðfángadag. Fyrstu geislar sólarinnar læddust yfir hlíðina handan fjarðarins, og það var svo sannarlega jólalegt í skóginum. Ekki vantaði að minnsta kosti jólatrén; þarna skiptu þau milljónum í greniskóg- inum, og þau voru skreytt sínu fegursta skarti, nýföllnum snjó, og eldur morgunroðans laugaði þau gulli og purpura. Snemma um morguninn gekk ég upp á Montreal Shipping Office með skýrslur og póst fýrir skipið, en síðan skrapp ég í búð. Ösin í litlu búðinni minnti mig á jólin heima. Síðbúnir verka- menn og konur notuðu formiðdaginn til að ná sér í nauðsynjar til jólanna og feður leiddu börn sín í dýrð hinnar heilögu hátíð- ar. Um borð í Nordvest varð jólanna ekki vart; ekki á yfirborðinu að minnsta kosti. Menn kepptust við sín daglegu störf, - kannski ögn meira en endranær og lestunin var í fullum gangi, heisi eftir heisi af pappír var hafið um borð í stórar lestarnar. Rétt fýrir há- degið tóku verkamennirnir saman, og við lögðum yfir lúgurnar. Við myndum ekki sjá þá, fýrr en að tveimur dögum liðnum. Þegar ég kom úr landi og hélt til herbergis míns, mætti ég bryt- anum. Hann hafði fengið fjögur jólatré í landi og bað mig að sjá um fýrir sig að láta stóla þau. Þetta var fýrsta merkið um jól um borð í Nordvest. - Já, það eiga að vera ekta dönsk jól hjá okkur, sagði brytinn guðrækilega, og þau snérust auðvitað mest um mat einsog geta má nærri. Ég lét timburmanninn stóla trén. Hann gerði það fljótt og vel. Tók sex lítra málningardollur og fýllt þær af fljótharðnandi steypu, einsog notuð eru í akkerisklussin og steypti trén oní dósirnar. Þetta er prýðileg aðferð og fljótleg, í stað þess að vera að klambra eitthvað. Trén voru líka mjög stöðug vegna þyngdarinnar. Læt ég þetta fljóta með til eftirbreytni. - Og þegar verið var að drekka eftirmiðdagskaffið kom það svart á hvítu, að jólin væru að koma, í einhverskonar hirðisbréfi frá bryt- anum. Þessi boðskapur erkibiskups var heingdur upp í messun- um sjö og hljóðaði á þessa leið: M/s NORDVEST JULEN 1969 Alle mand samles i Captajns salon kl. 1630 precis til uddeling af Julegaver fra sömandsmission, der efter Julegrog og Captajn Hinrikssen vil önske alle Glædelig Jul. Jule Middag kl. 1800 Rejemad a la Norden Gaasesteg m/ rödkaal, Æbler og Svedsker Ris a la Mande m/ Ribs Rödvin, Portvin, Cognac eller Likör Cigarer Kaffe & Jule smaakager Frugt, Nödder, Konfekt Jule morgen frukost Bacon & æg Jule Frukost Koldt bord m/ smaa varme retter Öl, Snaps Likör eller Cognac Kaffe, kager Juledags aften Hamburgryg m/ Grönlagskaal Glædelig Jul. Hovmester. Og frá eldhúsinu barst reykur hinna væntanlegu rétta. Það er ekki auðvelt fýrir íslending, sem alinn er upp á einföld- um, fábrotnum kosti, einsog gerist á venjulegum heimilum, að gera sér ljóst hversu mikið er í rauninni hægt að leggja upp úr matvælum og eldamennsku, og ennþá síður hve mikið er hægt að ræða um mat við Dani. Þetta var nokkuð fýrir þá. Upphófust nú langdregnar umræður um samsetningu matseðilsins og voru menn sannarlega ekki á eitt sáttir, en þegar dagurinn hvarf vest- 64 Sjómannablasið víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.