Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 64
Ótrúlegar hrakningar sjómanna Síldveiðiflotinn í höfninni í Álasundi. Margar hetjudáðir hafa verið unnar á höf- unum sjö, en fáar jafn dramantískar og fórn- andi og sú er 23 ára gamall sjómaður Perry Opsal vann, þegar hann í stórsjó, stormi og hörkufrosti, kastaði sér í Norðursjóinn, til að synda með línu yfir í lífbát frá „Venusi“. Hinn ungi Opsal, varð alls landsins Perry, eftir þetta afrek. Blöðin fylltu dálk eftir dálk, það voru ort kvæði honum til heiðurs og jafnvel í skólalesbók var hans getið. Auðvita fékk hann heiðursmerki, þau æðstu voru hengd á hans brjóst. Þar var heið- ursmerki konungs, fyrir göfugt afrek, heið- ursmerki, björgunarfélagsins fyrir björgun mannslífa, hvorutveggja gullmerki, auk þess hetjumerki Loyds. Því er hann stoltastur af. Skipstjórinn á Venusi, fékk einnig þetta merki, en þá hafði það ekki verið veitt í 30 ár. Þetta gerðist 1937. Nú að 22 árum liðnum er Perry Opsal hafnarvörður í Álasundi og segir sjálfúr frá sundför sinni í Norðursjón- um. í ÁLASUNDSHÖFN Ursvalt hríðarkófið hvirflast um síldarflot- ann, sem hefir hópast saman í höfninni í Alasundi. Skipin liggja þétt, hlið við hlið. Togbátar, herpinótabátar, reknetarar og ís- hafsskútur, óreglulegur skógur af möstrum, sem teygir sig flöktandi uppí hljóðlaust kófið. Kyrrð yfir öllu síldin er enn of langt frá landi. Hundruð skipa og þúsundir manna verða að bíða. En milli þessara farkosta, sem hvíla sig fyr- ir orrustuna við silfur hafsins, heyrist öðru hverju áraglam, jöfn áratog. Hljóðið skýrist og dofnar á víxl, hljóðnar alveg í nokkrar mínútur og heyrist svo á ný, frá báti til báts berst það, klukkustundum saman. Það er hafnarvörðurinn Perry Opsal sem rær um höfnina og innheimtir hafnargjöld af flotanum. Það kostar nokkrar krónur á dag, að Iiggja í höfninni og það er hans verk að sækja þessar krónur. Hann notar ekki vett- Iinga og það kemur fyrir að honum er kalt á höndunum, sem halda um árarnar, en því skyldi hann hirða um það. Slíkt er aðeins barnagaman fyrir þennan mann. Það er 17. janúar 1959 og Perry Opsal er 45 ára gamall. Síðdegis sitjum við í stofu hans og drekkum kafFi. Uti fyrir hefur snjókoman aukist og vindinn hert. Það hvín um hús- hornin og snjóflyksurnar dansa um gluggana. „Það snjóaði einnig þann dag,“ segir Perry Opsal, - og veðrið var ofboðslegt.“ „Eru ekki svo til nákvæmlega 22 ár síðan þetta gerðist?“ „Jú, ég varð 23 ára á sunnudag, en á miðvikudaginn í þeirri viku yfirgáfum við Trym. „Segðu frá.“ „Jæja, vissulega get ég þeð, en við skulum þá byrja á byrjuninni.“ TlL MÓTS V© HÆTTUNA Eiginlega stóð það aldrei til, að ég yrði á Trym. Ég var rétt að koma í land af bát frá Þrándheimi, sem hét Einvík, og hafði ákveð- ið að vera heima um tíma. Ég hafði verið á sjónum alla tíð, frá því ég losnaði úr barna- skóla, sva að mér fannst að ég ætti skilið að fá almenniklegt frí. En svo gerðist það um miðjan janúar, að í höfnina kemur þrjú þúsund lesta skip, Trym, á leið frá Kirkenes með kísil til Middles- borough á Englandi. Þar vantaði háseta og mér bauðst plássið. Það var úr að ég lét ofan í pokann minn og fór um borð. Við fyrsta tillit sá ég að skipið var gamalt og illa farið, ryðkláfur, sem hvenær sem vera vildi gæti orðið legt og farið á botninn. Það var sem sé ekki af þeirri gerðinni, sem sjó- menn kjósa að hafa undir fótonum á Norður- sjónum að vetrarlagi. En um það var ekki að sakast, ég hafði skrifað undir ráðningarsamn- inginn og það var of seint að draga í land. Að þetta myndi verða erfið ferð fyrir gamla Trym og 19 manna áhöfn var okkur öllum ljóst, áður en við leystum landfestar í Alasundi. Það var stormur og snjókoma og hafnsögumaðurinn átti fullt í fangi með að komast út úr skerjagarðinum, enda var það krókótt leið og vandrötuð. Svo kynlega vildi til, að þegar við vorum lausir af Kopervik, skánaði veðrið að mun, þótt vissulega leggist gamla Trym þungt í út- hafsöldurnar. Við töldum þessi veðrabrigði góðs viti og kannske yrði ferðin yfir Norður- sjóinn ekki svo bölvuð. En fljótlega varð okkur ljóst, að veðurguð- irnir höfðu aðeins verið að gabba okkur, að þeir léku sér að okkur eins og köttur að mús áður en hann stekkur, að þeir drógu að sér andann og söfnuðu kröftum til að blása á ný, villtari og ofsafengnari en nokkru sinni áður. Ég fékk ofsaveður í afmælisgjöf. Það hafði smáhert um nóttina og hélt áfram að herða allan daginn. Sjórinn var orðinn eins og sjóð- andi nornaketill, þar sem ekki varð lengur greint í sundur himinn og haf, allt sem við 64 SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.