Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 18
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík Aðskildar siglingaleiðir við Íslands strendur Skipströnd hér við landið Strand og allur aðdragandi strandsins á flutningaskipunum Wilson Muuga út af Hvalsnesi á Reykjanesi hinn 19. des- ember s.l. og Víkartinds í Háfsfjöru nærri ósum Þjórsár hinn 5. mars 1997 sýna ljóslega að fyrir löngu síðan er tímabært að setja reglur um siglingar allra skipa hér umhverfis ísland og þá sérstaklega olíuflutningaskipa og skipa með hættu- legan varning um borð. Miðað við stærð þessara skipa og þá staðreynd að hvorugt þeirra var með neinn hættulegan varning svo að orð sé á gerandi, en aðeins með olíu í brennslu- olíutönkum skipsins höfum við sloppið vel, en þó ekki án spjalla á náttúru og fuglalífi, auk mikils kostnaðar sem af þessu hlaust Hvort strandið kostaði einnig mannslíf sem ekki verða bætt og mikil mildi var að ekki fór ver. Upphafið að strandi Víkartinds var „einhver bilun í kælibúnaði" klukkan hálftíu um morguninn 5. mars og sann- aðist þar hið fornkveðna að „oft veltir lxtil þúfa þungu hlassi.“ í álandsvindi og stórsjó, 1,5 sjómílur frá landi og fyrir tveim akkerum sem héldu ekki í veðurofsanum, afþakkaði skipstjórinn aðstoð svo seint sem kl. 1855, en kl. 2013 var skipið strandað og sendi út neyðarkall (MAYDAY). Árangurslaust höfðu yfirmenn og þaul- vanir sjómenn Landhelgisgæslunnar allan daginn reynt að gera skipstjóranum ljóst í hvaða hættu skipið væri, en þeir höfðu enga heimild til þess að grípa fram fyrir hendur hans. Allir nema skipstjóri Víkartinds sáu í hvert stefndi. Það sýnir betur en nokkuð annað að brýnt er að setja í íslensk lög ákvæði um strandnefnd og rétt til íhlutunar ef skipstjórar sinna i engu viðvörunum og stefna öryggi skips- ins og þar með næsta umhverfis í hættu. Það gerðu Frakkar eftir strandið á Amoco Cadiz árið 1978. Wilson Muuga var 1,6 sjómílur frá landi þegar stjórntæki skipsins biluðu og strandaði skipið áður en nokkur um borð hafði áttað sig á hvað var að gerast enda skipið uppi í harða landi. Wilson Muuga á strandstað. Ljðsm.Jón Kr. Fríðgeírsson 18 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.