Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 4
4 26. júní 2009 FÖSTUDAGUR NOTAÐU FREKAR VISA TÖFRASTUNDIR VISA Í SUMAR ÞÚ GÆTIR UNNIÐ Á HVERJUM DEGI! 100 stórglæsilegir ferðavinningar að verðmæti yfir 4.000.000 kr. VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 28° 26° 22° 22° 28° 23° 21° 21° 23° 24° 30° 29° 33° 25° 23° 21° 20° Á MORGUN Hægviðri eða hafgola. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt um allt land. 14 12 15 13 14 12 20 12 15 12 11 5 3 3 5 2 5 2 3 2 8 5 15 16 17 20 18 14 15 18 20 13 GÓÐ HELGARSPÁ Í dag hlýnar heldur á landinu en búast má við um 15-20 gráðum víðast hvar. Heldur léttir til vestanlands er líður á daginn. Um helgina verður hægviðri um allt land, hlýtt í veðri og þurrt að mestu. Þó eru horfur á síðdegisskúrum á stöku stað. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður NOREGUR Mikill eldsvoði blossaði upp í stórri byggingu við Christi- an Kroghs-götuna í miðborg Ósló um miðjan dag í gær. Eldsins varð vart um miðjan dag og teygðu eldtungur sig upp úr þaki hússins. Talið er að um 200 manns hafi verið í bygging- unni þegar eldurinn kviknaði. Byggingin var rýmd samstundis og gekk rýmingin vel. Engan sak- aði því í eldsvoðanum. Slökkvilið náði tökum á eldinum á skömm- um tíma. Fjölmargir hringdu í neyðar- línu vegna brunans og fengu sumir aðeins svar frá símsvörum. Slökkvilið sagði símkerfið ein- faldlega ekki þola svo mikið álag. - þeb Stór bygging brann: Engan sakaði í stórbruna í Ósló ÍRAN, AP Sjötíu háskólaprófessorar hafa verið handteknir í Teheran, höfuðborg Írans, fyrir að hafa hitt og stutt við bakið á stjórnar- andstöðu leiðtoganum Mir-Hossein Mousavi. Þetta kom fram á heima- síðu Mousavis í gær. Á sama tíma lofaði hann að halda áfram baráttu sinni, þrátt fyrir tilraunir til að ein- angra hann. Lögregla braut á bak aftur mót- mæli fyrir utan þinghúsið í Teheran á miðvikudag. Að sögn sjónarvotta voru mótmælendur lamdir með kylfum og einhverjir skotnir. Ríkis- fjölmiðlar hafa ekki greint frá neinum dauðsföllum meðal mót- mælenda en segja hins vegar átta meðlimi Basij-sérsveitarinnar hafa látið lífið. Fréttirnar eru óstaðfestar sökum þess að erlendum fjölmiðlum hefur verið bannað að stunda vinnu á götum úti. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, gagnrýndi Barack Obama Bandaríkjaforseta harðlega í gær og líkti honum við forvera hans, George W. Bush. Obama hefur sagst vera hneykslaður á því hvernig mót- mælin hafa verið brotin á bak aftur, en fyrir forsetakosningarnar hafði hann opnað á möguleikann á aukn- um samskiptum við Íran. Ahmadin- ejad sagði í gær að ef Obama héldi áfram á sömu braut yrði „ekkert til að ræða“. - þeb Mousavi átti fund með stuðningsmönnum sínum á miðvikudag: Sjötíu prófessorar handteknir MOUSAVI Stjórnarandstöðuleiðtoginn ætlar sér að halda áfram baráttu sinni. NORDICPHOTOS/AFP Sjóræningjaflokkur Sjóræningjaflokkur Svíþjóðar hefur ákveðið að starfa með Græningjum á Evrópuþinginu. Sjóræningjaflokkurinn náði sæti á þinginu fyrr í mánuðinum. Flokkurinn vill að höfundarréttur verði styttur og leyfilegt verði að dreifa skrám á netinu til einkanota. SVÍÞJÓÐ STJÓRNSÝSLA Kynskipti er nú skráð í Þjóðskrá þó eiginleg kyn- skiptiaðgerð hafi ekki farið fram. Hægt er að breyta um nafn og kyn í Þjóðskrá við hormónameð- ferð. Þetta kemur fram í svari frá dómsmálaráðuneytinu við fyrir- spurn blaðamanns. Breytingin kemur til þar sem umboðsmaður Alþingis taldi það brjóta í bága við friðhelgi einka- lífs að fá ekki að skipta um nafn þrátt fyrir að eiginlegri kyn- skiptiaðgerð væri ekki lokið. Í svari ráðuneytisins segir jafnframt að þó verklagi hafi verið breytt telji ráðuneytið rétt að skoða að sett verði heildar- löggjöf um málefni þessara ein- staklinga. Slíkt sé þó frekar á forræði heilbrigðisráðuneytis eða forsætisráðuneytis. Breyting á lögum um mannanöfn, sem heyr- ir undir dómsmálaráðuneytið, væri þó hluti af slíkri löggjöf. - vsp Transgender fá skráningu fyrr: Sett verði heild- arlög um transa TÆKNI Opera Mini-netvafrinn var með nærri 25,4 milljónir notenda í maí. Þetta er 8,4 pró- senta aukning frá því í apríl á þessu ári og 136 prósenta aukn- ing frá því í maí 2008. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að notendum í Suðaustur-Asíu og er Indónesía í öðru sæti yfir fjölda notenda og Víetnam í því þriðja. Aðeins í maí 2009 heimsóttu notendur vafrans 9,6 milljarða vefsíðna og höluðu niður 160 milljónir megabæta af netinu á sama tíma. Vinsælasta leitar- síðan hjá Opera er sem fyrr Google. - vsp Opera sækir í sig veðrið: Tíu milljarðar vefheimsókna EFNAHAGSMÁL Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efna- hagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræði- prófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmála- manna til málsins. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að samþykkt ríkisábyrgðarinn- ar stendur tæpt. Nær allir þing- menn stjórnarandstöðunnar hyggj- ast greiða atkvæði gegn henni að óbreyttu og því veltur samþykktin á afstöðu Vinstri grænna. Nokkrir þeirra hafa hins vegar lýst efasemdum sínum með samn- inginn, þar á meðal heilbrigðis- ráðherrann Ögmundur Jónasson. Talið er að ríkisstjórnarsamstarf- inu sé sjálfhætt af hálfu Samfylk- ingarinnar ef samningurinn verð- ur felldur. „Þetta er alveg hrikalega ljót sviðsmynd sem þá kemur upp,“ segir Þórólfur. Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra hafi til dæmis sagt að lánin frá Norður- landaþjóðunum og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum velti á samþykktinni. „Ég þori eiginlega ekki að hugsa þessar hugsanir alveg til enda,“ segir Þórólfur. „Þess vegna er ég mjög hissa á þeirri óábyrgu afstöðu sem stjórnmálamennirnir sýna.“ „Svo er að sjá að Íslendingar eigi engra góðra kosta völ í þessari stöðu og að hugsanlega sé sá kost- ur að hafna samkomulaginu lak- ari vegna afleiðinga sem það kann að hafa í för með sér,“ segir Ólaf- ur Ísleifsson, hagfræðingur við Háskólann í Reykjavík. „Það stendur hins vegar upp á stjórnvöld að skýra nánar hvern- ig þrýstingurinn á Íslendinga birt- ist og hvað það hefði í för með sér ef Alþingi neitar að samþykkja samninginn. Það er ógott að upp- lifa hversu einangraðir og vinafáir Íslendingar virðast vera í veröld- inni um þessar mundir.“ Steingrímur J. Sigfússon seg- ist sannfærður um að meirihluta- stuðningur sé fyrir samningunum á Alþingi. Frumvarpið verður lík- lega ekki lagt fyrir þingið fyrr en eftir helgi, en fjármálaráðherra kom frá útlöndum í gær. Steingrímur segir að mikil- vægt sé að menn virði hina þing- legu meðferð og taki afstöðu til samningsins eftir þeim gögnum sem lögð verða fyrir þingið. „Ég treysti því að menn sjái að þetta er skásta leiðin sem við eigum út úr stöðunni. Þetta er illskásti kostur- inn og ég mæli af fullri sannfær- ingu með því að þingmenn styðji frumvarpið.“ Steingrímur segir að ef menn setji sig inn í allar hliðar máls- ins sjái þeir að samningaleiðin ein gangi. „Ég fundaði með hollenskum ráðherrum hér ytra og ekki held ég að yrði létt fyrir fæti að fara aftur á byrjunarreit og reyna að ná hag- stæðari niðurstöðu ef þessi tilraun rynni út í sandinn.“ stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Óábyrgt að segja nei Stríðsástand gæti skapast í efnahagslífinu ef Icesave-ábyrgðinni verður hafnað, segir hagfræðiprófessor. Fjármálaráðherra segist fullviss um að samþykki fáist. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Segist sannfærður um að þingmeirihluti sé fyrir Icesave-samn- ingnum þegar þingmenn hafa kynnt sér allar hliðar málsins. FRÉTTALAÐIÐ/VALLI ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Þetta er alveg hrikalega ljót sviðsmynd sem þá kemur upp. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON HAGFRÆÐIPRÓFESSOR LÖGREGLUMÁL Fíkniefni fundust við húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða kókaín, amfetamín og hass. Á báðum stöðum var einnig lagt hald á talsvert af pening- um sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Í báðum tilfellum voru húsráð- endur handteknir. Annar þeirra var einnig með þýfi í fórum sínum en hinn reyndist jafn- framt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri og hafa áður komið við sögu hjá lög- reglu. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann, 800-5005. - jss Höfuðborgarsvæðið: Tóku fíkniefni, peninga og þýfi AMFETAMÍN Allar tegundir fíkniefna virðast vera í umferð á götunni þótt lögregla hafi náð stórum sendingum, nú síðast í skútumálinu. GENGIÐ 25.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,4626 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,90 128,52 208,23 209,25 178,31 179,31 23,946 24,086 19,694 19,810 16,134 16,228 1,3265 1,3343 197,08 198,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.