Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Samvinnan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Samvinnan

						SAMVINNAN
6. HEFTI
JDNASJDNSSDN:
^rTUtClCL
Þegar Hulda valdi úr ljóðum Stephans G. Stephans-
sonar fyrir nokkrum misserum, þótti mér á skorta,
að þar væri tekið í úrvalið eitt af beztu bardagaljóð-
um Klettafjallaskáldsins. Ég spurði skáldkonuna
hverju þetta sætti. Hún sagði, að þetta kvæði væri að
vísu mjög fagurt, en í því kæmi fram harka í vissri
tegund andlegra mála, sem ekki væri sér hugstæð.
Þetta samtal varð mér að umhugsunarefni. Hulda
var á íslandi eins og Tennyson í Englandi, skáld
hinnar mildu fegurðar, þar sem fagrar rósir hrífa
augað með fögrum línum og glæsilegum lit, án Ipess að
þyrnar stingi þann, sem handleikur blómið.
Unnur Bjarklind var dóttir Benedikts Jónssonar á
Auðnum. Hún var fædd og alin upp við fegurstu á
landsins, .Laxá í Þingeyjarsýslu. Og hún óx upp í
skjóli við bækur og andlegan áhuga föður síns og
samverkamanna hans. Samvinnuleiðtogar Þingeyinga
voru þá í fararbroddi í félagsmálum landsins. En þeir
prédikuðu ekki byltingu. Þeir fóru ekki eldi um land-
ið í bókstaflegum skilningi. En þeir sýndu í verki
hvernig dugandi menn gætu í félagi gert stórvirki til
að bæta kjör þjóðarinnar og auka menningu lands-
manna. Hin friðsamlega þróun og hin drengilega
samhjálp var það, sem einkenndi allt starf samvinnu-
leiðtoganna í Þingeyjarsýslu á bernsku- og uppvaxtar-
árum Unnar Benediktsdóttur.
Þó að Benedikt Jónsson á Auðnum væri mikill
andans maður, var hann ekki gæddur gáfum skálds-
ins. En Unnur dóttir hans átti engu að síður skáld í
ætt sinni. Guðný í Klömbrum var náfrænka hennar,
en frændur Valdemar Ásmundsson og Kristján Fjalla-
skáld. Þegar Unnur var barn að aldri, byrjaði hún að
ríma, en fór dult með. Enginn vissi um hneigð hennar
til skáldskapar nema Hildur systir hennar. Þannig
liðu nokkur ár. Unnur var blóm i bókmenntagarði
hins fagra Laxárdals. Hún unni friði og fegurð. —
Heimurinn hafði að mestu lifað í friði í heila öld. Ung,
draumlynd stúlka í Laxárdal, hafði á þeim tíma á-
stæðu til að trúa á hinn eilífa og eftirsótta draum
friðarins. Samtíðarmenn hennar sóttu fram með
stuðningi djarfra en friðsamlegra hugsjóna og unnu
marga sigra. Hún mótaðist af umhverfinu og samtíð
sinni og gerðist alla ævi eindreginn talsmaður þeirra
hugsjóna, sem ekki eru kenndar við stál og blý eða
blóð og járn.
Þegar Unnur Benediktsdóttir nálgaðist tvítugsald-
urinn, hætti hún á að birta þrjú kvæði í kvennablaði
í Reykjavík. Hún notaði þá í fyrsta sinn rithöfundar-
nafnið „Hulda". Kvæðin vöktu eftirtekt. Fáum árum
eftir aldamótin dvaldi hún einn vetur hjá Benedikt
Sveinssyni og frú Guðrúnu Pétursdóttur í Reykjavík,
og naut kennslu í íslenzku, þýzku og ensku hjá þrem
Jafnaðarmenn ........................  115
Vinstrimenn   ........................   38
Hægrimenn  ..........................   35
íhaldsflokkur  ........................   21
Bændaflokkur  ........................    7
Samkvæmt þessum úrslitum hefir nú foringi Kristi-
lega flokksins, Bidault utanríkisráðherra, myndað
nýja stjórn í Frakklandi. Hún fær hið erfiða hlutverk
að semja nýja stjórnarskrá sem enn verður svo lögð
undir þjóðaratkvæði. Varla þarf að vænta þess að
sú stjórnarskrá verði tilbúin fyr en í haust, því þó ekki
séu nema fá atriði, sem nú þarf að reyna að ná sam-
komulagi um eru þau öll hin þýðingarmestu, og við-
kvæm mjög og vandmeðfarin.
IV.
Afstaða sú, sem franska þjóðin tók í stjórnarskrár-
málinu er harla athyglisverð og lærdómsrík fyrir aðr-
ar þjóðir. Hún sýnir svo glögglega sem verða má, að
stjórnarskrármál er ekki flokksmál. Hinir sterku
verkalyðsflokkar Frakklands — jafnaðarmenn og
kommúnistar — sem í venjulegum kosningum bæði
fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna fá mikinn
meirihluta atkvæða og þingmanna, verða við sjálfa
atkvæðagreiðsluna um stjórnarskrána — þegar hún
ein er til umræðu — í talsverðum minnihluta meðal
kjósendanna.
Þessi afstaða Frakka sýnir vel, að í lýðfrjálsu landi
getur flokkunum skeikað verulega er þeir reikna út
áhrif sín á einstök stórmál þó þeir almennt geti
reiknað með sæmilega föstu fylgi.
Það er annars vert að veita því athygli að það voru
Frakkar, sem höfðu fyrir því eftir hið mikla umrót á
meginlandi Evrópu, eftir stjórnarbyltinguna frönsku
og Napóleonsstyrjaldirnar, að finna form fyrir stjórn-
skipun meginlandsþjóðanna. Verður það e. t. v. hlut-
verk þeirra í þetta sinn.
J. G.
166
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192