Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Mgnn sEm liía._____11. Victor Hngo. Þegar Victor Hugo dó, árið 1885, skrifaði Georg Brandes uni hann: „Hinn nafnkunnasti allra orðsins manna i samtíð- inni er láinn“. Vietor Hugo er tvímælalaust einn af þeim snillingum 19. ald- ariimar, sem bjartast hefir leiflr- að af og hann liefir sannað önd- vegissess sinn með álirifum þeim, er hann hefir haft á franskar bókmentir. Með Victor Hugo nær skáldskapur Frakka á 19. öld hámarki sínu, á sama hátt og Voltaire gnæfði yfir 18. öldina með hinum ódauðlegu ritum sínum í óhundnu máli. Victor Hugo fæddist 26. fe- brúar 1802 í Besancon. Faðir hans var hershöfðingi. Það var fyrirhugað, að Victor Hugo lærði hermenskú og fetaði i fólspor föður sins, en undir eins á harnsaldri hneigðist hugur hans mjög að skáldskap og f imtán ára gamall tók hann þátt í samkepni, þar sem menn skyldu spreyta sig á a ðyrkja kvæði um ákveðið efni. Hann hefði eflaust fengið verðlaunin, ef hann hefði ekki gefið það i skyn í kvæðinu live ungur liann var, því að dónmefndin hjelt að svik hlytu að vera í tafli og að höfundurinn væri að fara með lygi. En hann fjeklc önnur laun fyrir þessa tilraun sína — faðir hans leyfði honum að fara að vilja sínum og leggja fyrir sig fagurfræðilegar iðk- anir. A árunum 1822—24 gaf hann út fyrstu tvö bindin af óðum sínum og kvæðum og 1828 kom út „Les Orientales“ Austur- landahúar sem bera þess xnerki að höfundurinn var stór- skáld. Svo tilþrifamiklar og töfrandi og litskrúðugar eru lýsingarnar í þessu verki, að lesándinn verður forviða. Rím- list lians og orðgnótt og dásam- legt hugarflug skáldsins töfrar og heillar lesandann. Þá samdi hann um sama leyti ýms leikrit, sem vöktu mikla eftirtekt, sjerstaldega tvö, sem leikin eru enn í dag: Sögulegi leikurinn. „Hernani“ (1830) og „Ruy Blas“ (1838). Kunnast allra verka Victors Hugo er sennilega hin mikla sögulega skáldsaga „Notre Dame í París“, þetta snildarverk sem lýsir bæði fádæma miklu hug- arflugi skáldsins og staðgóðri þekkingu á París, eins og hún var á miðöldum. Hugo elskaði miðaldirnar. Kirkjan er sýnd með meistaralegu móti og múg- urinn í París ekki síður. Og persónurnar eru hver annari meira snildarverk: Hin fagra sigaunamær Esmeralda, með hvítu geitina sina, strangi prest- urinn Frollo, kryplingi|rinn Quasimodo og liinn ómótstæði- legi flagari Phoebus liðsforingi. Þessi saga er ein hin ágætasta skóldsaga, sem nokkurntíma hefir verið skrifuð, og þó að Hugo liefði ekkert annað skrif- að mundi hún eiix nægja til þess að lialda á lofti heims- frægð hans. Árið 1855—-70 lifði Victor Hugo í útlegð, því að liann þótti mikils til of frjálslyndur í skoð- xuxum fyrir klíku þá, sem studdi Napoleon III. til valda. Dvaldi hann þá lengstum á eynni Guernsey í Ermasundi og þar skrifaði hann ádeilusöguna „Les miserables“ Veslingarnir sem til er í ágætri þýðingu á íslenzku. Sögulxetjan Jean Val- jean, göfugmennið, sem tortím- ist í vonsku veraldarinnar, er ógleynxanleg og boðskapur Hug- os með þessari sögu er: ein- staklingurinn er góður þjóð- fjelagið er spilt. „La legende des siécles“ er langur Ijóðabálkur, ljóðrænn og sögulegur í senn, sem Hugo samdi á árunum 1859—83. Úr- val úr þessunx nxikla bálki hefir Björnstjerne Björnson þýtt á ó- bundið mál i norsku undir lieit- inu „Aarhundredernes Legen- der“. Hxxgo var skáld andríkis og hrifningar, liugmyndaflugs og hugkvæmni, svo að þar stendur tæplega nokkurt skáld síðari alda honurn jafnfætis. Af skáld- skap hans eru ljóðin talin standa liæst og vera fullkomin lista- verk. Það er sjerkennilegur blær vfir öllu þvi, sem liann liefir skrifað. Hann var ekki aðeins stórgáfaður maður heldur lika afar tilfinninganæmur og við- kvæmur. Hann hafði samúð með þeim senx bágt áttu og tók eftir þeim, seixi öðrum sást yfir og gleyixidust. Þessvegna bera menn hlýjari lxug til Victors Hugo, en flestra amxara skálda. Victor Hugo varð aldraður maður eins og Goethe og Vol- laire og lifði 83 ár. Eftir að Frakkland varð lýðveldi á ný 1871 hvarf liann heim úr út- legðinni og dó seixi eimx af nxest dáðum sonum þjóðar sinnar. í Piinjab i indlandi eignuðusl fátœk hjón sexbura fyrir nokkru. Eitt barnið dó undir eins eftir fæð- inguna og það er ekki bxx.st við, að hin lifi, m. a. af þvi að i Indlandi vill enginn sanntrúaður xnaður ala upp slíkan hóp. Það er talinn refsi- dómur frá guðunum að eignast svo mörg börn. ——x------ Glæpakonungurinn A1 Gapone, sem nú hefir setið nokkur ár í fangelsi, í Alcatraz, er nú farinn að gefa sig að kaupsýslu á ný. Hann hefir gerst kauphallabraskari og gerir viðskifti í stórum stíl á kauphöllunum í Chicago og New York. Konan hans er milligöngumaður milli hans og kauphallavíxlaranna. A1 Capone var dæmdur í tuttugu ára fangelsi, en fæstir búast við að liann sleppi þó liann lifi þau af, því að ný mál verði höfðuð gegn honum. Bnð samtíðarinnar. 11. fialeazzo Ciano. . . Hanxx kvað ixýlega liafa verið gerður stórriddari eða eittlivað mikið af Fálkaorðumxi, svo að það er ekki íiema skylt, að Fálkixxn segi ofurlítið frá hoix- uxxx, þó að eigi sje kunnugt hvað liann hefir fvi'ir Island gert. Ciaxxo er utanrikisráðherra ítala. Haixn er kornungur mað- ur, fæddur 1903, en hefir þegar mikinn frægðarferil að baki sjer. Fasisti hefir liann verið síðan Mussoliixi bjó þá stefxxu til, og tók þált í göngunni til Róm haustið 1922. Hann er son- ur Constanzo Ciaixo aðmíráls, seixx vaxxix það afrek i lxeiixxs- styrjöldinni að sökkva einu stærsta skipi Austurríkismanna og þáði að launuixi lofkvæði frá d’Anmmzio og gullpening hjá stjórninni. Galeazzo Ciano fjekst við blaðamensku í æsku og skrif- aði einkunx leikhúsfrjettir og tvö leiki'it liefir hann samið. En tvítugur rjeðst hann til stjórnarerindrekastarfa og vann í ýmsum sendisveitum ítala er- lendis, m. a. við páfahirðina og í Rio de Janeiro og tók þátt í afvoixnunai’ráðstefnunni í Lon- don. En 1930 varð hann aðal- konsúll í Shanghai og þegar óeirðirnar brutust út þar, gekst hann fyrir því, að sendisveit- irnar gengust fyrir sameigin- legum vörnum erlendra þegna, og fjekk herskip til hjálpar frá Ítalíu. Fjekk hann mesla sóma af þessu og þegar nefnd var skipuð til að rannsaka upptök óeirðanna, gerðu liinir eldri er- indrekar Ciano greifa að for- manni nefndarinnar, þó að liann væri yngstur þeirra allra. Áður en Ciano fór til Sliang- hai lxafði liann gifst Eddu dótt- ur Mussolini. Þau voru þar í ár. En þegar hann kom heim varð hann forstöðumaður frjettastofu ii tanríkisráðuneytisins. Þessi stofnun varð svo sjálfstætt ráðu- neyti og Ciano ráðherra þess, árið 1932. Hafði hann með hönd- unx „propaganda“ Itala og HITLER Á FRIMERKI. Frímerki þau, sem myndin er af voru gefin út 20. apríl í vor í tilefni af 48. afmælisdegi Adolf Hitlers. INDVERSK STJÓRNMAL. Frú Sarojini Naidu er mestur kven- skörungur í þjóSernissinnaflokki Ind- verja, en sá flokkur vann mikinn sig- ur við síðustu kosningar og hefir nú boðist til að mynda stjórn. Hjer sjesl þessi indverska kona vera að halda ræðu. -x- Maria Zogarska heitir kona ein í Póllandi. Hún er 05 ára og hefir verið gift i 37 ár. En hún eldisl ekki og mundu flestir ókunnugir telja hana tvítuga. Hvergi sjest hrukka í andlitinu á lienni og hör- undsliturinn er eins og á ungri stúlku. Læknunum er ráðgáta hvern- ig á þessu stendur. gegndi ötxxllega starfinii, ekki sist i Abessiiiíustríðinxi, er hanu tók upp lierópið „Hefnd fyrir Ádua“ (ófarirnar 1896). Hanix fór sjálfur til Abessiníu og stjórnaði þar sprengiflugvjela- sveitinni La Disperata og lilífði sjei' livergi. Skömmu eftir að hann kom þaðan heinx fjekk Mussolini honunx utanríkisráðherraem- hæltið, senx hann liafði gegnt sjálfur. Það er sagt að Ciano og kona lxans, sjeu einu maixn- eskjurnar, sem hafi nokkur á- lirif á hann. — Ciano heldur uppi risnu fyrir tengdaföður sixxn, sem hefir lít- ið um sig lxeima fyrir. En heim- ili greifans er íburðarmikið og hann veitull.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.