Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						HARMLEIKURINN AÐ ÚLFÁ
Bóndinn í Hólum þótti ekki aldæla.
Hann var drykkjumaður og hinn mesti
ribbaldi, sem fáir þorðu að rísa í gegn
sakir ætternis hans og ófyrirleitni. Menn
kusu frekar að beygja sig og þegja, þeg-
ar hann reiddi svipuna að höfði þeirra.
Hann hét Magnús Benediktsson, þessi
náungi, sonur Benedikts klausturhald-
ara á Möðruvöllum, Pálssonar, og síðari
konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur frá
Sjávarborg, er kölluð var hin stórráða.
Faðir Benedikts var Páll sýslumaður á
Þingeyrum, sonur Guðbrands biskups
Þorlákssonar og Halldóru Árnadóttur
sýslumanns á Hlíðarenda, en móðir Sig-
ríður Björnsdóttir, sýslumanns á Munka-
þverá, Benediktssonar sýslumanns hins
ríka. Þetta voru allt hinar mestu höfð-
ingjaættir og margir sýslumenn og bisk-
upar voru í náinni frændsemi eða venzl-
un við Benedikt Pálsson.
Sjálfur var Benedikt mjög kunnur
maður á sinni tíð. Hann stundaði bart-
skeranám í Hamborg og hugðist sigla
heim til íslands sumarið 1633. En þá
bar svo við, að víkingar frá Alsír tóku
hann höndum í hafi og höfðu með sér
til Afríku. Með því að hann var auð-
ugur, gat hann keypt sér frelsi og kom
loks heim til íslands 1636. Lausnar-
gjaldið var þúsund ríkisdalir. Sat hann
þá hinn fyrsta vetur með Pros Mund,
hirðstjóra á Bessastöðum, frægur
maður eftir kynni sín af víkingun-
um serknesku. Gerðist hann þá þegar
ráðsmaður Hólastóls, og nokkrum miss-
erum síðar var honum veitt Möðruvalla-
klaustur. Um svipað leyti kvæntist hann
Hólmfríði, dóttur Einars sýslumanns
Hákonarsonar í Ási í Holtum, og þegar
hún dó, eftir skamma sambúð, gekk
hann að eiga Sigríði stórráðu. Með henni
átti hann nokkur börn, og var Magnús
yngstur þeirra. Að Benedikt látnum
giftist Sigríður síðan Jóni klausturhald-
ara Eggertssyni, hinum mesta óeirðar-
manni, sem átti alla ævi í látlausum
stórdeilum við höfðingja landsins, sætti
galdraáburði og sat um skeið í varð-
haldi í Kaupmannahöfn, en lifði síðustu
ár sín í Svíþjóð á framlagi frá Svía-
konungi í viðurkenningarskyni fyrir ís-
lenzk handrit, er  hann  hafði komið  í
hendur Svía í trássi við dönsk yfirvöld.
Þau Jón og Sigríður áttu einn son, er
upp komst — Eggert umboðsmann á
Ökrum.
Magnús Benediktsson reisti bú á Hól-
um í Eyjafirði, og gekk að éiga Ingi-
björgu Þorkelsdóttur, sýslumanns á
Þingeyrum, er var hin stórættaðasta.
Afar hennar voru Guðmundur sýslu-
maður Hákonarson á Þingeyrum og
Magnús lögmaður Björnsson á Munka-
þverá, langafar Ari sýslumaður Magnús-
son í Ögri og Gísli lögmaður Þórðar-
son, en Staðarhóls-Páll einum ættlið
fjær. Hefur Magnús því þótzt hafa ær-
inn styrk af miklum og öflugum frænd-
garði sjálfs síns og konu sinnar, enda
lét hann þess óspart kenna í öllu hátt-
erni sínu.
Flestir víluðu fyrir sér að glettast
við danska kaupmannavaldið á þessum
tímum, enda þótt miklir væru fyrir sér
og ættu mikið undir sér heima fyrir.
Magnús skirrðist ekki við að ganga í
berhögg við dönsku kaupmennina á Ak-
ureyri, er honum þótti sér misboðið,
og er nokkur saga af þeim átökum.
Algengt var, að brotizt væri inn í búð-
ir dönsku kaupmannanna á vetrum, þeg-
ar þeir sjálfir voru víðs fjarri. Var
stundum lítill reki gerður að því að
handsama þjófana, því að sá, sem rænd-
ur var, átti sjálfur að reka réttar síns.
Akureyrarkaupmaður fól því Magnúsi
Benediktssyni að gæta hagsmuna sinna.
Nú var brotizt inn í Akureyrarbúðir,
en framganga Magnúsar í því máli þótti
ekki skörulega, enda haft í hvíslingum,
að hann hefði verið í vitorði með þjófn-
um. Var Magnús að síðustu dæmdur
frá málinu, en kaupmaður þráaðist við
að greiða honum laun fyrir afskipti hans
af því. Magnús lét þá koma krók á rrióti
bragði og borgaði ekki kaupstaðarskuld-
ir sínar, og af þessu spruttu deilur milli
þeirra, og jafnvel áflog. Er það í sögn,
að kaupmaður hafi látið setja Magnús
í járn, þótt atriði í þeirri sögu bendi
til þess, að sá atburður hafi gerzt fyrr,
en vist er hitt, að Magnús bar sig upp
undan því, að á sér hefðu verið brotin
grið og friður í Akureyrarkaupstað sum-
arið 1702. Nánari atvik eru ekki kunn,
en eins vel má það hafa verið Magnús,
JÓN HELGASON HEFUR SKRIFAÐ
ÞENNAN ÞÁTT FYRIR FÁLKANN 0G
BIRTIST HANN í NÆSTU 4 BLÖDUM
sem veittist að kaupmanninum, svo sem
skaplyndi hans var farið, þótt hann
yrði fyrri til að kæra, Þegar kaupmað-
ur tók að ganga hart eftir skuldalúkn-
ingu.
H.
Við skulum þessu næst nema staðar
árið 1704. Magnús var þá maður rúm-
lega hálf f immtugur og haf ði eignazt átta
börn, sem á lífi voru, með konu sinni.
Var hið elzta sextán ára, en yngstir
tvíburar fjögurra ára, —¦ annar þeirra
Nikulás sá Magnússon, er varð sýslu-
maður í Rangárþingi og drekkti sér
sturlaður í Nikulásargjá á Þingvöllum
sumarið 1742. Allmargt var vinnuhjúa
hjá Magnúsi, og eitt þeirra maður sá,
er hét Jón Hálfdánarson, ættaður úr
dölum og mjög jafnaldra Magnúsi sjálf-
um. Hann var kvæntur, og var kona
hans, sem mun hafa heitið Sigríður Ein-
ardóttir,   einnig  hjú  í  Hólum.
Kot var í Hólatúni, og hét þar Litlu-
Hólar eða Hólavellir. Þar bjó Þorlákur
Sigurðsson, roskinn maður, með konu
sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Þau
voru að sjálfsögðu landsetar Magnúsar.
Á Úlfá, fremsta bæ sveitarinnar vest-
an ár, bjuggu Þorsteinn Jónsson og Þur-
íður Einarsdóttir, hjón á fertugsaldri.
Hjá þeim var stúlka á milli tvítugs
og þrítugs, Guðrún að nafni, í eins kon-
ar húsmennsku. Faðir hennar hét Jón
Benediktsson og hokraði háaldraður í
Villingadal syðri með konu sinni, Ingi-
björgu Árnadóttur, sem var meira en
þrjátíu árum yngri en bóndinn.
Guðrún Jónsdóttir átti tvö systkini,
ungan bróður, Arnþór, er var heima
í föðurgarði, og systur, sem hét Herdís.
Hún mun ekki hafa verið dóttir Ingi-
bjargar, enda miklu eldri en hin systkin-
in. Svo virðist, að hún hafi verið vinnu-
kona á Hólum þessi misseri.
Magnús bóndi Benediktsson lét sér
konu sína, sýslumannsdótturina, ekki
einhlíta. Það var á allra vitorði, að
Guðrún á Úlfá var frilla hans, og verð-
ur ekki betur séð en hann hafi vistað
hana þar, svo að hann gæti brugðið sér
til fundar við hana, þegar hann fýsti.
Svaf hún þetta sumar allt í bæjardyr-
um á Úlfá, þar sem vel hentaði fyrir
hana að hleypa inn gesti á næturþeli,
án þess að of mikið ónæði yrði að á
bænum. Líka bar það stundum við, að
hún fór sjálf bæjarleið um nætur, og
vissu allir, hversu því vék við og var
ekki um fengizt.
Guðrún hafði mikla ást á Magnúsi,
en nefndi hann aldrei með nafni, þegar
hún talaði um hann við kunningjakonur
sínar. „Hann", sagði hún jafnan. Auð-
séð er, að hún hefur gert sér mikið
far um að þóknast „honum", og iðulega
16
FALKiNN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36