Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						Sr. Gísli Brynjólfsson skrifar um
hellinn, sem eldklerkurinn
sr. Jón Steingrímsson hafðist við í
fyrsta veturinn sinn á Suðurlandi
REIKAÐ
n
Klemenz í Görðum við Hellismunnann.
UM REYNISHVERFI
Vegurinn hlykkjast upp snarbratta brekkuna — og þegar
upp er komið, erum við stödd á Gatnabrún. Þaðan sést yfir
Mýrdalinn, sem ber naín með rentum. Fyrsta fölva haustsins
er að slá yfir breiða mýrarflákana,, en túnin og nýræktarlönd-
in bera enn sterkan, grænan lit gróskunnar. En við stöldr-
um ekki við á Gatnabrún að þessu sinni, þótt freistandi sé.
Við megum ekki vera að því. Á þessari hraðans öld hefur
vélin — bíllinn —' okkur á vajdi sínu og vei þeim, sem ekki
lýtur því valdi. Hann er illa staddur. Hann verður stranda-
glópur í miðri sveit og verður að leggja land undir fót, ,— vaga
eftir rykugum, grýttum þjóðveginum, óhreinn og umkomulaus
eins og blánkur Breti, sem ferðast á puttanum. Þess vegna
er okkur ekki til setunnar boðið á Gatnabrún. Áfram — áfram,
en ekki eftir þjóðveginum. Við tökum afleggjarann til hægri. —
Reynishverfi stendur á vegvísinum. Þangað er líka ferðinni heit-
ið. Við förum fram hjá Fossbæjunum — Norður-Fossi og Suður-
Fossi. ,„Þeir heyra ekki hverfinu til," segja Hverfingar. Og
ekki skulum við efa það„ að þeir séu vel að sér £ sögu og landa-
fræði síns pláss. En þegar komið er framfyrir Foss tekur við
Hverfið sjálft. Og þar búa tveir kunnir Hverfisbúar sitt hvoru
megin við veginn. Gísli á Lækjarbakka fyrir neðan, Sveinn á
Reyni fyrir ofan. Þeir eru sjálfsagt önnum kafnir þennan
bjarta haustmorgun, svo að við stönsum þar ekki, enda þótt
það sé freistandi að skrafa við þá um landsins gagn og nauð-
synjar. En við neitum okkur um það i þetta sinn og ökum áfram
fyrir ofan kirkjugarðinn gamla, þar sem standa nokkrir gráir
bautasteinar upp úr grasinu. Einn þeirra er af gabbró úr Eystra-:
Horni, reistur 87 árum eftir dauða þess, sem þar hvílir undir.
Hann stendur á gröf eins mætasta sonar þessa lands — Sveina
Pálssonar læknis. Hann var jarðsettur á Reyni 13. maí 1840
sunnan megin við ganginn fram af Reyniskirkju. Nokkru fyrir
síðustu aldamót var þessi grafreitur aflagaður, og var þá læknis-í
leiðið löngu týnt. En árið 1927 gerði Gísli Sveinsson gangsköf
að því að finna leiði lang-afa síns og lét reisa varðann. Fáir
þeirra sem í Skaftafellssýslu hafa dvalið eiga skilið jafn veglegan
bautastein eins og „læknirinn í Vík„
ÍTtsýn frá Hellum yfir Reynishverfi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44