Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						JÓN GÍSLASON:
2. ÞÁTTUR
SCHWARTZKOPFS-
MÁLA
BITIR ERU B
Þar var hætt frásögn, að
Fuhrmann amtmaður kom til
Bessastaða á fríðum og glæst-
»im farkosti. Hann settist þar
ið og bjóst um eftir föngum.
íyrst í stað fór hann sér hægt
í málum, en tók samt röggsam-
lega til sakamanna og féll
mörgum vel í geð. Hann var
höfðinglegur maður í fram-
komu og glæsimenni, og að
flestu leyti ólíkur fyrirrennur-
um sínum. Jón Halldórsson
hinn fróði í Hítardal lýsir hon-
um svo: „Amtmaður Fuhr-
mann var með hærri mönnum
á vöxt, fyrirmannlegur, skarp-
vitur, vel talandi, forfarinn í
flestum lærdómslistum og
tungumálum, svo ég efast um,
hvort hér hafi verið lærðari
veraldlegúr yfirmaður, þar
með var hann frlðsamur, ljúf-
ur, lítillátur, glaðsinna og veit-
ingasamur. Á alþingi var oftast
nær alsetið í kringum hans
borð um máltíð af fyrirmönn-
um landsins og hans góðum
vinum, er hann lét til sín kalla.
Sótti ekki eftir neins manns
falli eður hrösun, stundaði til
að halda landinu við frið og
landsrétt." Enda varð svo, að
hann friðaði landið mjög af
þeim langvarandi deilum, er
verið höfðu lengi meðal höfð-
ingja og fyrirmanna landsins.
Allt frá siðaskiptum hafði
veldi valdsmanna á Bessastöð-
um eflzt. Páll hirðstjóri Stígs-
son kom mjög föstum fótum
undir fjárhag þeirra með skipt-
um á jörðum við Skálholtsstól.
Hann lét stólinn hafa jarðir
um Borgarfjörð fyrir útvegs-
jarðir á Suðurnesjum. Með
þessu eignaðist konungur marg-
ar beztu útvegsjarðir í landinu
og stórbætti jafnvel aðstöðu
sína til útgerðar og yfirdrottn-
unar á Suðurnesjum. Eftir að
dönsku einokunarkaupmenn-
irnir festust í sessi hér á landi,
varð stefna þeirra mjög í sömu
átt, og var á stundum í skjóli
konungsvaldsins. Eftir erfða-
hyllinguna í Kópavogi 1661 og
gildistöku einveldisins í land-
inu, urðu ekki miklir skörung-
ar á valdastóli á Bessastöðum,
svo að kaupmönnum gafst gott
tækifæri til yfirdrottnunar.
Mestu réð um bætta aðstöðu
kaupmanna í útgerð á Suður-
nesjum vild í þeirra garð af
hendi umboðsmanna konungs,
sérstaklega amtmannsins og
sýslumannsins í Gullbringu-
sýslu. Svo stóð á, að þegar
Níels Fuhrmann varð hér amt-
maður, var danskur maður
Níels Kjær, sýslumaður í Gull-
bringusýslu og jafnframt vara-
lögmaður. Hann var ómenntuð
dönsk búðarloka, er komst i
þjónustu Jóns Eyjólfssonar
sýslumanns í Nesi við Seltjörn
og kvæntist síðar dóttur hans.
Kaupmenn unnu að því, að
Kjær fengi sýsluna eftir
tengdaföður sinn. Varð hann
lítt til gagns fyrir alþýðuna á
Suðurnesjum.
Óöld og sóttir í byrjun 18.
aldar urðu einnig til þess, að
aðstaða útvegsins á Suðurnesj-
um efldist. Fólk þyrptist þang-
að, sumir settust þar að í nokk-
urs konar tómthúsbúskap, en
aðrir sóttu þangað til sjávar
á vertíðum, jafnt vetur, vor og
haust. Dönsku kaupmönnunum
var vermennskan mjög til
hagnaðar. Þeir rökuðu stór-
gróða af starfi fólksins og afla.
Þetta efldi auðsöfnun umboðs-
manna og kaupmanna og ann-
arra danskra, enda  urðu þeir
á skömmum tíma vellauðugir
menn. En jafnframt skapaði
þetta ástand óeðlileg viðhorf
í mörgum efnum í verstöðv-
um Nesjamanna, og þann bak-
grunn er vert að hafa í huga,
þegar sú saga er athuguð, sem
hér verður rakin.
5.
Fuhrmann amtmaður var ó-
kvæntur. Hann hafði verið tals-
verður heimsmaður, leikið sér
af léttúð, kæti og gamanbrögð-
um hinna glæstu og gleðigjörnu
kvenna stórborgarinnar við
Eyjarsund. En slíkum leik skal
hætt, sem flestum öðrum, þegar
hæst stendur, og svo var einn-
ig ætlun Fuhrmanns. En hon-
um brást þar bogalistin, enda
er hún fáum töm. Hann lenti
í greipum illra örlaga af völd-
um Amors, og svo óþyrmilega
að það eitraði ævi hans alla.
Óhamingja Fuhrmanns í ást-
um er með slíkum svipbrigð-
um óvenjulegum, að fá eða
engin dæmi eru hliðstæð. ís--
lenzk saga greinir ekki annan
harmleik meiri í ástum. Ásta-
harmleikur Fuhrmanns er
hvortveggja í senn slunginn
magnþrungnum töfrum hins
leikræna, en fyrst og fremst
byrlaður eitri siðvenja samtíð-
ar hans. Þetta gerir hann ennþá
meir heillandi, torráðnari og
dulrænni. Kynning hinna
miklu heimilda um ástir Fuhr-
manns, kveikja margar hug-
dettur og umhugsun um það,
hvað sé raunverulega bak við
hinar ófullkomnu og miklu
yfirheyrslur, málskjöl og dóma,
er allt er í leyndardómum sín-
um harmi þrungið, er enginn
á kost á að ráða. Svipbrigði
slíkrar sögu eru í raun réttri
leynd hins hryllilega, eins og
það getur orðið fullkomnast í
lífi og örlögum fólks, er einu
sinni var, einu sinni skipaði
sviðið, sem fyrir löngu er horf-
ið. Þar er að verki máttur ásfc-
arinnar í fullu veldi afbrýð-
innar, heitra tilfinninga og
leyndra ráða. Slík ástarsaga er
heillandi — og því meir —-
sem liðnar kynslóðir hafa fært
hana í nýjan farveg, mótað
harmleik hennar af svipbrigð-
um hins óráðna, eins og hver
öld gat skýrt hana bezt af
mætti þjóðtrúar — mætti
leyndardóma fjarlægðarinnar.
Og sjaldan hefur ímyndunar-
afl leitt jafnlangt, því að hér
var hið óvenjulega í raun frá
upphafi ástarharmleiksins.
Island var löngum — og er
jafnvel enn — fyrir sjónuiri
erlendra manna, land fjarstæðri-
anna og hinna miklu leyndar
dóma náttúrunnar, í raun og
sýn. Á seinni öldum — það er
eftir siðaskipti — fengu þessar
hugmyndir ný svipbrigði og
urðu að sumu leyti meir aí-
gerandi um örlög þjóðarinnar.
Danskir embættismenn og ein-
okunarkaupmenn kynntust að
nokkru háttum og venjum þjóð-
arinnar. Þeir fluttu sagnir áf
slíku til útlanda. En helzt vár
því haldið á lofti, sem var
f jarstæðukenndast og mest skar
sig úr háttum og venjum anri-
arra landa og þjóða. Þetta hóf
ævintýrabjarma um land og
þjóð og varð í vitund erlendra
manna endurnýjun fjarstæðná
og hins ósennilega. En samt
sem áður varð það til nokkurra
heilla, er stundir liðu, eins og
furðusögur sjómanna og sæ'-
farenda urðu fyrr á öldum.
Margir einokunarkaupmenn
og     undirsátar    þeirra,    voru
38
FALKINN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52