Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						Pípureykingaj
byggja á
gamalli
hef Í
Texti: Árni Sigurðsson
Þó að tóbakið hafi ekki borist
til Evrópu fyrr en eftir að Kól-
umbus sigldi í vesturátt yfir Atl-
antshafið í þeirri von að finna
Indland, hófust pípureykingar í
Evrópu heilum fimmtán hundr-
uð árum fyrir för hans, ef ekki
fyrr. Keltar reyktu ilmríkar
kryddjurtir í járnpípum sem þeir
útbjuggu í þeim tilgangi. Forn-
leifafræðingar hafa sannað tilvist
járn- og terrakotta-pípa'* á jafn
fjarlægum stöðum frá hvor öðr-
um og ítalíu, Rússlandi og ír-
landi. Freskumyndir sem grafnar
hafa verið undan öskunni í Pom-
peii sýna menn reykjandi pípu,
ánægða á svip sem fór eftir gerð
jurtarinnar sem reykt var í það
og það sinnið.
Það voru amerísku indíánarnir
sem þróuðu pípureykingar á
tóbaki. Þær gegndu trúarlegum
tilgangi. Einn liðsmanna í leið-
angri Sir Walters Raleigh reit að
innfæddir teldu tóbakið sérstaka
gjöf frá „Andanum Mikla" - gjöf
svo öfluga að hún verndaði
stríðsmenn og lægði öldur hafs-
ins fyrir fiskimenn.
Fyrstu evrópsku pípurnar voru
einfaldar að gerð og úr leir. Það
var ekki fyrr en upp úr 1660 að
48   VIKAN
pípur tóku á sig skrautlegri
mynd. Þegar leið á átjándu öld-
ina var farið að gera pípur úr
silfri, postulíni, jaðe og agati.
Það var öld hagleikssmiða í
pípugerð en þrátt fyrir fegurð
skrautpípa sem þessara hentuðu
þær illa til reykinga og leir hélt
áfram að vera grunnhráefnið í
pípur þar til merskúmspípur2)
komu til sögunnar. Þær voru oft
fagurlega útskornar í líki
þekktra manna. Hagleikssmiðir í
París gerðu svo fagrar pípur að
þær seldust þá fyrir 50 pund, en
þá upphæð má margfalda tíu til
fjórtán sinnum til að fá út núvirði
þeirrar fjárhæðar. Enskir pípu-
gerðarmenn gerðu pípur sem
persónugerðu jafnvel þjóðsög-
una um viðureign St. Georgs og
Drekans, en algengara var þó að
þær væru í líki þekktra manna,
t.d. Wellingtons hershöfðingja,
en það var kaldhæðni örlaganna
að hann reyndi að stöðva tóbaks-
notkun í breska hernum.
Þar til briar-rótín hélt innreið
sína í pípugerð voru pípur aðal-
lega gerðar úr merskúmi og
postulíni fyrir hástéttina en úr
leir fyrir hinar vinnandi stéttir.
En pílagrímsferð að fæðingar-
stað Napóleóns átti eftir að
breyta því öllu.
Margar þjóðsögur hafa spunn-
ist út frá því hvernig farið var að
nota briar-rót í pípugerð svo
ekki er kannski mikið mark tak-
andi á sögunni en hún fylgir samt
hér með. Hún er á þá leið að
franskur merskúmspípufram-
leiðandi var í pílagrímsferð að
fæðingarstað Napóleóns á Kors-
íku árið 1821, þegar uppáhalds-
pípan hans brotnaði. Pípufram-
íeiðandinn bað innfæddan hag-
leikssmið að gera sér alveg eins
pípu en þar sem hráefni var af
skornum skammti valdi hann
briar-rót til pípugerðarinnar.
Þessi tilraun á að hafa tekist svo
vel að pípuframleiðandinn sá til
þess að vænar birgðir briar-rótar
voru fluttar til St. Claude, þorps
er liggur hátt í Júra-fjöllum við
landamæri Frakklands og Sviss,
en þar er að finna úrvals tré-
skurðarmenn. Árið 1860 fóru
nokkrir þejrra til London og
hófu pípugerð þar sem síðan hef-
ur vaxið í iðnað sem flytur út ár-
lega pípur fyrir 5.000.000 pund.
Brier er það sem á íslensku
kallast hvítlyng, en það er suður-
evrópskur runni. Úr rótum hans
eru gerðar hvað bestar reykjar-
pípur. Hin sanna brier-pípa er
aðeins gerð úr afar harðri og
þurri rót fullvaxins runna, sem
getur verið allt að 250 ára
gamall.
Mikil vinna felst í að búa til
góða brier-pípu. Fyrst þarf að
velja hentuga rót, sem síðan er
hreinsuð og rannsökuð til að
finna hvort í henni leynist gallar
eða sprungur. Hún er því næst
geymd í jarðvegi í nokkra mán-
uði, og því næst skorin í kubba,
sem pípan er síðan gerð úr. En
áður en það er gert eru kubbarn-
ir skoðaðir að nýju, soðnir í
vatni í tólf tíma til að drepa það
líf sem kann að leynast í þeim og
að lokum komið fyrir í þurrkun-
arhúsum þar sem þeir eru
geymdir f sex mánuði. Aðeins
þá, eftir þessa vandlegu
meðferð, er brier-rótin send til
siálfra pípugerðarmannanna.
Áður fyrr var hver pípa skorin til
í höndunum en með aukinni
ásælni f brier-pípur var þróaður
sérhæfðar  vélar  sem  skera  og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
I
I
II
II
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
III
III
IV
IV
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72