Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						Nr. 8, 1939

VIKAN

Liðnir leikarar.

FIMMTA  GREIN

ungar stúlkur léki hjákátlegar kerlingar

og orðhvatar þjónustustúlkur — allar

nema Grasa-Guddu.

Það hefir verið sagt, að húsnæðisleysið

hefði mjög staðið sjónleikjahaldinu fyrir

þrifum fyrst framan af, en við það má

bæta „kvenmannsleysinu". Það var tiltölu-

lega sjaldgæft, að sama stúlkan gæfi kost

á sér til að leika oftar en einu sinni. Undan-

tekning var Sigríður Einarsdóttir í

Brekkubæ, sem lék hjá Jóni Guðmunds-

syni 1854, Ástu í Útilegumönnum Matthí-

'asar og Jóhönnu í Æfintýri á gönguför

1862. Sigríður Einarsdóttir verður því tal-

in fyrsta leikkona þessa bæjar og var hún

mesta gáfu- og atgerfiskona, ekki slæleg-

ur fulltrúi kvenfólksins á þessu sviði.

Það er ekki fyrr en tiltölulega seint,

að leikkonunnar getur að nokkru

ráði hér á leiksviðinu. Raunar hafði Jón

Guðmundsson ritstjóri safnað leikunnandi

körlum og konum til sýningar sinnar á

„Pakkinu" um miðja síðustu öld og upp

frá því leika konur með öðru hvoru, þang-

að til leikfélagssamtökin hófust, en þá

komst eðlilegri hlutverkaskipan á.

í leiksýningum skólapilta léku karlmenn

öll kvenhlutverkin, og sá siður hélzt í skól-

anum allt til 1922, er skólaleikirnir voru

teknir upp aftur, eftir að hafa legið niðri

um nokkurra ára skeið, enda var það ekki

fyrr en þá, að stúlkur væru teknar að

stunda nám í Menntaskólanum, svo að

nokkru næmi. En sá siður, sem komst á

út af „kvenmannsleysinu" í Hólavalla-,

Bessastaða- og Reykjavíkur skóla gamla,

varð furðu langlífur og það eimir enn eft-

ir af honum, að því er tekur til hlutverka-

skipunar í sjónleik eins og Skugga-Sveini.

Þar hefir Grasa-Gudda ætíð verið leikin af

karlmanni frá fyrstu tíð og til síðustu sýn-

ingar leiksins. En til uppbótar fyrir það

hefir Gvendur smah þá verið leikinn af

kvenmanni á seinni árum. Og má þá segja,

að hlutverkunum hafi verið snúið rækilega

við.

Fyrst eftir að dömur bæjarins fóru að

taka þátt í sjónleikjahaldinu, mátti telja

það sök sér, þó að þær veigruðu sér við, að

leika grófustu „kerlinga-hlutverkin", eða

sérlega orðhvatar Pernillur í Holbergsleikj-

um. Áhorfendum þeirra tíma fannst það

síður en svo viðeigandi, að heimasæturnar       _.:-   •  .  _       ¦•

,   .._J,,   ,   l.         Stefama Guðmundsdóttir sem Magda

tækju upp í sig orðbragð Guddu kerhng-               í Heimiiinu.

ar, þegar hún lýsir lífinu „í Koti, hjá hon-

um Ingimundi sínum sáluga". Smámsam-    En þó það komi fram góðar gáfur hjá

an óx skilningur áhorfenda svo á leiklist-  ýmsum ungum stúlkum, sem „léku með"

inni, að það var ekki talið hneikslanlegt, að  annað kastið, og má þá einkanlega nefna

Kristínu Sveinbjarnardóttur, sem

lék Ingu í Milli bardaganna eftir

Björnson og önnu í Nýjársnótt-

inni svo og Guðrúnu Vigfúsdótt-

ur, sem lék í Gleðileikjafélaginu í

Glasgow, þá er það ekki fyrr en

á síðasta tug aldarinnar, að fram

koma á leiksviðinu leikkonur, sem

um skemmri eða lengri tíma taka

virkan þátt í sjónleikjahaldi bæj-

arins. Aðeins þrjár þeirra verða

gerðar að umtalsefni hér, en allar

þrjár, ásamt hinni fjórðu, sem

enn lifir og starfar af fullu fjöri

á leiksviði voru, settu sinn svip á

fyrstu starfsár Leikfél. Reykja-

víkur.  Þessar  þrjár  leikkonur

voru: Þóra Sigurðardóttir, Þuríð-

ur  Sigurðardóttir  og  Stefanía

Guðmundsdóttir.

Þuríður Sigurðardóttir sem húsfreyjan í Nýársnóttinni. Með-    _  »    ,          _. „

leikari er Marta Indriðadóttir.               Það er hægur vandi fynr siðan

tíma menn að gera upp á milli liðinna leik-

ara að enduðu æfiskeiði þeirra, þegar svo

ber undir, að einhverjum einum þeirra

auðnaðist að starfa lengi og leggja mikið

til málanna, og er það þó ekki einhlítt, því

allt veltur á því, að leikarinn eða leikkon-

an hafi vaxið með hverju hlutverki. Erfið-

ara er að gera upp á milli leikaranna og

segja til um hæfileika þeirra í byrjun

starfsins, þegar þeir leggja út á hina við-

Stefanía GuSmundsdóttir sem

Ásta í Skugga Sveini.

sjárverðu braut listarinnar. Það liggur nú

einmitt fyrir, hvað áhrærir leikkonurnar

þrjár, að starfsskeið og vaxtarmöguleikar

þeirra urðu með mjög mismunandi hætti,

en í byrjun var ekki annað sýnt, en að þær

allar þrjár hefðu góða hæfileika, hver á

sínu sviði. Þóra Sigurðardóttir, fyrri kona

Árna Eiríkssonar, kom þeirra fyrst fram á

leiksviði, tveimur vetrum á undan Stefaníu

Guðmundsdóttur, en hún varð þeirra

skammlífust og hlutverkaskrá hennar tók

ekki til umsvifamikilla viðfangsefna. Hún

lék Siggu í Nýjársnóttinni 1890 og Jó-

hönnu í Æfintýri á gönguför veturinn

eftir, og síðar Láru í sama leik, og virt-

ist það hlutverk falla leikgáfu hennar

betur. Eftir aldamót var leikferli hennár

lokið og hafði hún þá aðeins leikið í einu

hlutverki, Ingu í Milli bardaganna, senl

reyndi verulega á annað en meðfæddan

yndisþokka og þægilega og eðlilega leik-

sviðsframkomu. I þessu hlutverki hafði

henni mistekizt að leiða fram norræna

skapgerð í anda sögunnar, en Ieikurinn fer

fram á 12. öld, og hafði hún þó vandað

sig að dómi Bjarna Jónssonar frá Vogí.

Eftir þetta lék frú Þóra aðeins eitt hlut-

verk enn, en því er dæmið tekið af Ingu í

Milli bardaganna til að sýna, hvers menn

væntu sér af henni sem leikkonu, er hún

varð fyrir valinu í þetta hlutverk, en ekki

Stefanía Guðmundsdóttir, sem þá lá undir

þeim dómi áhorfenda, að henni hæfðu ein-

göngu hlutverk gázkafullra ungmeyja.

Hitt er ekki að efa, að hefði frú Þóru

auðnazt að halda áfram að leika í hlut'-

verkum eðlisskyldum Láru í Æfintýrinu,

blíðlyndar, ungar stúlkur, nokkuð heigð-

ar til þunglyndis, þá hefðu hennar beðið

mörg verkefni í þágu leiklistarinnar, og

engin ástæða til að ætla, að hún hefði

fengið annan dóm fyrir þau, en þann, sem

hún ætíð hlaut með einni einustu undan-

Framh. á bls. 17.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24