Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.09.1975, Blaðsíða 14
Siguringi E. Hjörleifsson, kennari F. 3. apríl 1902 - D. 23. júlí 1975 Siguringi Eiríkur Hjörleifsson, kennari, var fæddur 3. apríl 1902 í Grindavík. Ungur hóf hann nám í Kennaraskóla íslands. Að cifloknu kennaraprófi árið 1923 gjörðist hann barnakennari. Margir Reyk- víkingar hafa notið handleiðslu hans og tilsagnar á undanfömum áratugum. Hann var góður kenn- ari og lipur og fús leiðbeinandi. Hann var fróðleiksfús, menntaður gáfumaður og því vel heima á mörgum sviðum. Ég minnist þess, hve ánægjulegt það var að ferðast með honum, t.d. að aka með hon- um um Reykjavík og víðar, þar sem hann virtist þekkja land og lýð. Þá fléttaði hann á skemmti- legan hátt saman í frásögu sinni fólk, atvinnuhætti, landslag o.s.frv. á þann veg, að áheyrendur lifðu sig inn í aðra tíma, ólíka þeim, er yfir standa. Frásagnagáfa hans var óefað í tengslum við hið listfengna eðli hans. Hann var opinn fyrir öllu í náttúrunni og þess vegna alltaf að taka við, en honum var líka gefið það að geta miðlað öðr- um. Hann réð yfir margvíslegum tjáningaformum. Honum var létt að tjá sig munnlega í ræðu eða bréflega. Hann var skáld, orti Ijóð og sálma, hann málaði myndir og síðast en ekki sízt: Hann var tón- skáld. í þeim efnum er ég ekki dómbær sem fagmaður. Hins vegar hef ég heyrt lög eftir hann, sem láta vel í eyrum mínum. Síðasta lagið, sem hann samdi, var sungið við útför hans og textinn ortur yfir honum látnum af konu hans, Lilju Kristjánsdóttur, en þetta lag samdi Siguringi aðeins fáum klukku- stundum áður en hann lézt og fékk konu sinni með þeim orðum, að hún gerði texta við það. — Sigur- ingi starfaði í samtökum tónlistar- M inní ii garsp; öld kristniboðsins fást í Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2B, og Laugarnesbúðinni, Laugarnesvegi 52. manna í mörg ár. Þar naut hann mikils trausts og virðingar. Um margra ára skeið var hann í stjóm þessara samtaka, vel liðinn og traustur, enda veitt sú virðing að vera gjörður að heiðursfélaga. Að eðlisfari var Siguringi hlé- drægur og hæglátur, en fastur fyrir og á sannfærandi hátt góður full- trúi kristninnar, sem kom ekki hvað sízt fram í tillitssemi við náungann. Ósjálfrátt koma fram í hugann orð Jesú: „Verið því hver öðrum fyrri til að veita hinum virð- ing.“ — Siguringi var einlægur trú- maður á almáttugan Guð og allt hans ráð. Heilög ritning var hans leiðarljós, Jesús Kristur einasta hjálpræðisleiðin syndugum mönn- um. Honum var tamt að vitna í og fara með vers og sálma Hall- gríms Péturssonar. Sennilega var það arfur, meðtekinn við móður- kné. Siguringi var félagi í Kristni- boðsfélagi karla í Reykjavík. Meðal annars gegndi hann trúnaðarstörf- um í hússtjórn Kristniboðsfélag- anna í Reykjavík. Þau störf vann hann eins og allt annað af trú- mennsku og nákvæmni. f starfi með honum var margt hægt að læra. Með hógværð og sérstakri lagni gaf hann ráð, sem dugðu og auðvelt var að þiggja. Hann lék að sjálfsögðu á hljóðfæri, og þó að hann væri í þeim efnum í tölu listamanna, eins og áður er getið, þá taldi hann það ekki fyrir neðan virðingu sína að leika undir söng á samkomum kristniboðsvina eða hjá unglingum í Betaníu eða í sunnudagaskóla Kristniboðsfélag- anna í Reykjavík. Þvert á móti var hann ávallt fús til að vinna hvaða verk sem var, ef það var í þágu kristninnar, enda var mjög oft leitað til hans í þeim efnum. Það er að vísu eftirsjá að hæfi- leikamanninum Siguringa E. Hjör- leifssyni, en við þökkum Drottni fyrir hann og allt, sem við nutum í samvistum við hann, og fyrir það starf, sem hann vann í samtökum okkar. Siguringi lézt í Reykjavík 23. júlí 1975. Eftirlifandi eiginkona hans er Lilja Kristjánsdóttir frá Brautar- hóli í Svarfaðardal. Ingólfur A. Gissurarson. Þórður Möller, yfirlæknir F. 13. janúar 1917 — D. 2. ágúst 1975 Okkur, félagsbræðrum og vinum Þórðar Möller, yfirlæknis, kom ekki á óvart fregnin um, að hann væri látinn, 2. ágúst s.l. Hann hafði háð erfiða sjúkdómsbaráttu, frá því að hann veiktist fyrir nál. hálfu öðru ári. Eftir velheppnaða læknis- aðgerð. nokkru eftir að sjúkdóms- ins varð vart, vaknaði nokkur von um, að honum yrði lengri lífdaga auðið, og margir samfögnuðu hon- um og konu hans innilega, er þau komu á samkomu í KFUM-húsið, er hann var farinn að ná sér eftir aðgerðina. En er frá leið, varð ljóst, að ekki hefði tekizt að ná fyrir rætur meinsemdarinnar og að hverju stefndi. Og nú hefur Þórður verið kallaður heim til þess Drott- ins, sem hann trúði á og gaf hon- um djörfung í dauða. Með Þórði Möller er fallinn í val- inn einn af einörðustu vottum Jesú Krists í læknastétt og er þar því skarð fyrir skildi. Honum var það ljóst, frá því að hann, ungur mað- ur, gaf sig á vald frelsara sínum, að hann yrði að bera honum vitni og reyna að ávinna aðra til fylgd- ar við hann. Og það reyndi hann að gera eftir megni, eftir því sem færi gafst, bæði á fundum og sam- komum í KFUM og K, ekki sízt í starfi unglingadeildanna, svo og i sumarfstarfinu í Vatnaskógi og Kaldárseli á fyrri árum. Auk þess tók hann þátt í starfi Kristilegs stúdentafélags árum saman og lagði einnig starfi Kristniboðsambands- ins í Konsó það lið, er hann mátti, því að það var honum hjartfólgið. Er þess skemmst að minnast, að hann fór þangað ásamt konu sinni í nokkurra vikna kynnisför um jólaleytið 1971. Ritaði hann mjög skemmtilega frásögu af þeirri ferð í jólablað ,,Bjarma“ 1972. Hér verða ekki rakin æviatriði 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.