Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 14

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 14
ÆSKAN Oskubuskan, sem dansaði til Hollywood. Fyrir tuttugu árum eða svo var lítil stúlka vestur í Missourif'ylki í Ameríku vön að gráta sig í svefn á hverju kvöldi. Þá grét hún af þvi, hve hún var einmana. En nú flykkjast þúsundir manna um hana, hvenær sem hún sést á almannafæri, og hundruð milljóna manna um allan lmöttinn þekkja liana - á kvikmyndatjaldinu. Fyrir tuttugu árum vann hún fyrir vist sinni í Stefánsskólanum, með því að hera á horð og þvo upp. Svo blásnauð var hún, að stundum fékk hún lánaða aura hjá næturverðinum, og svo fatalaus, að hún gat ekki farið neilt að skemmla sér, þó að henni væri boðið, því að hún átt ekki annað en aflagðar flíkur, sem skólasysturnar gáfu henni. Nú er hún skrautklæddasta skartkonan í Holly- wood, og svo vandfýsin um klæðnað og smekk- vís, að hún ræður tizku. Ungar stúlkur um allan heim líkja eftir kjólasnið hennar, og kvenfata- salar í Hollywood grátbæna hana um að bera á mannamót einhverja flík frá sér. Slik náð getur veitt þeim auð og allsnæglir. Hver var þessi umkomulausa og einmana telpa? Hún hét Lucille Le Sueur. Þú hefur vist aldrei heyrt hana nefnda, en þetta er hennar rétía nafn. í Hollywood gengur liún undir nafninu Joan Crawford. Jóan Crawl'ord er eins og Öskubuska í ævintýr- unum. Nú lifir hún i auði og allsnægtum. En hún veit vel, Iivað það er að standa alein uppi i ókunnri borg og allsendis félaus. Hún veit, hvernig er að svelta og hafa engin ráð á að kaupa sér matav- bita. Hún þekkir af eigin reynslu áralanga bar- áttu við basl og bágindi. Hún veit, hvað mikill sigur kostar. Joan var mesti fjörkálfur, frá því hún komst á legg, og ærslaðist helzt mcð strákunum í nágrenn- inu að eftirlætisleikjum þeirra. En skemmtilegast af öllu þótti henni að leika. Ilún safnaði með leik- hræðrum sinum öllum tómum kössum, sem vfir varð komizt. Gömul olíulukt var látin duga til gólflýsingar. Og þarna hóf Joan Crawford hinn furðulega og glæsta leikferil sinn. — Leikritin skapaði hún að vísu sjálf og eftir hendinni, og áhorfendurnir voru dálítill hópur af lirossum, hænsnum og gæsum. Það varð óhagganlegur ásetningur hennar, að hún skyldi að lokum verða fræg leikmær og glæsikona. Hún hét sér þvi, að þegar hún yrði stór, skyldi Inin klæðast rauðum floskjól, bera barðastóran liatt með strútsfjöðrum og ganga á gullnum skóm. Þegar Joan var átta ára, flutti móðir helinar i aðra borg og kom henni fyrir á skólaheimili, þar sem hún varð að vinna l'yrir sér, þótt ung væri. Hún varð að lijálpa til við að þrífá til i fjórtán herbergjum, þvo upp matarilát tuttugu og fimm smákrakka, og hjálpa litlu grislingunum til að Iiátta sig og komast i bólið. Sex árum siðar afréð hún að vinna sig áfram í 34

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.