Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 26
N. Kv. Carit Etlar: Sveinn skytta. Halldór Þorsteinsson þýddi. I. í skóginum. Á suðurhluta Sjálands á hinum litla skaga, sem skilur Præstö-flóa frá Stegeströnd, liggja rústir gamallar riddaraborgar, sem samkvæmt munnmælum mun hafa verið reist af sjóræningjanum Joffue og borg þessi var skírð eftir honum og kölluð Joffu- eshöfði, síðar var nafninu breytt í Jungs- höfða. Munnmæli þessi virðast aðallega styðjast við liið frunrstæða og þunglamalega byggingarlag hallarinnar, við litla ílanga glugga, litlar dyr og skotaugu í þykka múr- ana, og að lokum við víggirðinguna með díkjum sínum og varnargörðum, sem liggur umhverfis riddaraborgina á þrjá vegu. Frá sjávarsíðunni séð hverfur höllin bak við lauf og lim beykitrjánna á sumrin, en á haustin hins vegar, þegar laufið er fallið og fölnað mátti sjá yztu kotin í útjaðri Staverbæjar hér og þar á milli trjábolanna. Lengra inn í landi renna Jungshöfða- og Övremandsbæj- arskógar saman og liggja umhverfis lítinn vog, sem skerst þar inn í landið. Undir laufguðum greinum eiki- og beykitrjánna ríkir sífellt rökkur, en elrirunnar og brum- berjaviður gera veginn á milli trjábolanna harla ógreiðfæran. Á tveim stöðum aðeins víknr rökkrið fyrir birtu dagsins; annar staðurinn er á leiðinni til Jungshöfða, Jrar sem hár og sandorpinn hóll gnæfir yfir skóg- lendið. Meðfram strandlengjunni hafði lim- gerði nokkurt verið gert, og lengra inni í skóginum stendur kot eitt lítið, sem gengur venjulega undir nafninu Veiðimannakof- inn. Hitt rjóðrið er enn lengra inni í skóg- inum við lítið stöðuvatn með bröttum og reyrvöxnum bökkum. Öðrum megin við vatnið var gríðarstór gröf, þakin burknum og umgirt stórum grásteini. Flestnm stóð rnikill ótti af vatninu. Herragarðsskytturn- ar frá Jungshöfða og Övremandsgerði tóku alltaf á sig krók, þegar þeir þurftu að fara í gegnum þann hluta skógarins eftir sólarlag. Dag nokkurn í byrjun vetrar árið 1657 endurhljómuðu þessir skógar af hundgá, skothvellum og hornablæstri og þeim ævar- andi skarkala, sem ætíð er samfara fjörugri veiðiför. Frá því árla morguns höfðn bænd- ur úr nærliggjandi sveitum hrakið veiði- dýrin úr skógarþykkninu út á bersvæði, þar sem veiðimennirnir voru samankomnir. Tiginn gest hafði sem sé borið að garði hjá Jörgen Reedtz í Jungshöfða. Það var drottning Friðriks konungs þriðja, Soffía Amalía, sem gisti í höllinni. Þegar það hafði verið ákveðið á þinginu í Óðinsvé að fara með stríð á hendi Svíum, fór konungurinn beinustu leið til landa- mæra Skánar og Svíþjóðar, þar sem Danir börðust við Steenbuk. Óðara er honum bár- ust fregnir af hinni óvæntu og hröðu her- göngu hins herskáa Karls Gústafs í gegnum Holsten og Jótland, sendi lrann hersveitir sínar frá Skáni til Sjálands og Fjóns til þess að búast þar til varnar. Konungurinn sjálf- nr fór með skipi frá Falsterbo til Præstö, þar sem hann ætlaði að reisa víggirðingu. Drottningin lagði af stað í sama mnnd með fylgdarliði sínn frá Ibstrup, sem heitir nti Jægerspris, til Jress að taka á móti manni sínum á Jungshöfða. Konungurinn var enn- þá ókominn, og þess vegna varð það úr, að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.