Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 8
t IN MEMORIAM: JÚLÍUS LASSEN Motto: Esse quam videre bonus malebat (hann vildi heldur vera en sýnast góður). Þótt þessi lýsing yrði til um góðan og göfugan mann meðal Rómverja í forn- öld, þá á hún sannarlega við mann þann, sem ég nú vil ræða um. Af tilviljun blaðaði ég í gömlum skjölum í fórum mínum, sem einmitt nú hvöttu mig til að minnast hans. Prófessor juris Július Larssen var fæddur 1847 og dó árið 1923. Hann var þrófessor við háskólann í Kaupmannahöfn 1881 til 1918, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var Regens-provst 1896 til 1918. Doktor juris varð hann árið 1879. Það sem minnti mig á þennan gamla kennara minn var gamalt próf- skírteini, sem sýndi að ég hafði lokið prófi hjá honum í Rómarétti við Kaup- mannahafnarháskóla 6. febrúar 1918. Mér er það minnisstætt að þegar prófi var lokið og dómnefnd hafði dæmt frammistöðuna, kom prófessor Lassen sjálfur fram á ganginn og sagði með sínu eiskulega brosi: „Det gik jo strygende hr. Ólafsson, De fik 14“. (Þetta gekk ágætlega, Ólafsson, þér fenguð 14). Prófessor Lassen kenndi bæði Rómarétt og kröfurétt við háskólann og á betri kennara varð ekki kosið. Ég var síðasti Islendingurinn, sem hann útskrifaði í Rómarétti, og nú eru 60 ár síðan. Mér er Ijúft að minnast kennslustunda hjá Júlíusi Lassen. Honum var einkar lagið að fá áhpyrendur sína til að hugsa um vandamálin og ávallt virtist hugurinn beinast að því að finna það rétta, og leiðarljósið var að finna það góða og sanngjarna (bonum et aequmL Ég hygg að öllum lærisveinum hans hafi þótt vænt um hann. — Þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans, sendu allir íslenskir lögfræðingar hér heima, sem hann hafði kennt, skraut- ritað minningarspjald til minja um hann. Þá var ekki síður að minnast starfa hans og áhrifa á Garði (Regensen). Eins og áður sagði var hann Regensprovst 1896—1918, en það starf felur í sér að hafa yfirstjórn á öllu á Garði, og við hlið sér hafði hann aðstoðarmann, sem var kallaður vice-þrovst. Það var bæði virðingarstaða og vandasöm að vera Garðprófastur. Þarna dvöldu rúml. 100 stúdentar og margt gerðist, sem taka þurfti á með gætni og festu. Garðprófastur annaðist greiðslu á styrkjum (kommunitetet) til stúdenta mánaðarlega og þar með greiðslu til íslenskra stúdenta, sem bjuggu utan Garðs, en þeir fengu bæði kommunitets- ög Regensstyrk (húsaleigustyrk). Ég hygg að fáir eða engir Garðprófastar hafi verið eins ástsælir af stúd- entum og Júlíus Lassen. Ég minnist þess að æðsti embættismaður stúdenta 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.