Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 26
æfingum og hentugri útivinnu, svo og með því að kenna þeim atvinnu- greinar, sem komið geta þeim að gagni, er þeir hafa fengið frelsi sitt aftur. 1 rgj. 150/1968 segir svo um kennslu í 51. gr.: „Kennsla, verk- leg eða bókleg, skal fara fram a.m.k. 4 klukkustundir í viku hverri eftir nánari ákvörðun dómsmálaráðherra að fengnum tillögum fangelsis- stjórnar. Föngum 24 ára og yngri skal skylt að taka þátt í námi. Eldri föngum má veita kost á að taka þátt í námi. — Fangelsisstjórn getur leyst fanga undan námsskyldu, ef námið telst honum ekki nauðsynlegt vegna menntunar eða af öðrum ástæðum.“ 11. 38/1973 segir í 8. gr., að vera skuli aðstaða og tæki til fjölbreyttr- ar vinnu og til kennslu, bæði bóklegrar og verklegrar. 1 9. gr. laganna er kveðið svo á, að í unglingavinnuhælum skuli skapa aðstöðu á svip- aðan hátt og í öðrum vinnuhælum, en að þar skuli leggja sérstaka áherslu á aðstöðu til bóklegrar og verklegrar kennslu. Ekkert af þessu hefur komist í framkvæmd fyrr en á síðustu árum, og vantar auðvitað enn mikið á, að menntunarmálum fanga sé nægilega sinnt. Tilfinnanlega hefur skort aðstöðu í íslenskum fangelsum, en auk þess hefur fjarlægð Litla-Hrauns frá höfuðborginni verið nokkur drag- bítur. Til þess að unnt sé að kenna einhverjar iðnir, þarf annaðhvort að vera aðstaða til þess í stofnuninni sjálfri eða möguleikar til að senda fanga í nám utan hennar. Fyrir noklcrum árum var á Litla-Hrauni hafin regluleg kennsla á vetrum í fáeinum undirstöðugreinum (íslenska, reikningur, enska og þjóðfélagsfræði), og er þátttaka fanga í þessu námi frjáls. Auk þess fer nú fram regluleg tilsögn í ýmsum iðngrein- um, einkum trésmíði, leirmunagerð, leðurvinnu og vefnaði. Þau mennt- unartæki önnur, er fangar hafa á Litla-Hrauni, eru útvarp, sjónvarp, dagblöð og bækur. Bókakostur hælisins hefur aukist undanfarin ár. Skráning og útlán bóka virðast nú komin í allgott horf. Fangar mega láta færa sér bækur án verulegra takmarkana. Þess má að lokum geta, að nýtt bókaherbergi er í nýbyggingunni á Litla-Hrauni. 2) Vinna. 1 37. gr. hgl. er kveðið á um vinnuskyldu. Jafnframt segir, að um vinnuna og vinnulaun fanga skuli setja ákvæði í reglugerð. í 8. gr. 1. 38/1973 er vinnuskyldan áréttuð að því er vinnuhælin varðar. Einnig er tekið fram, að séð skuli fyrir nægu húsrými, aðstöðu og tækjum til fjölbreyttrar vinnu. Hefur ekki þótt vanþörf á að móta þessa stefnu í lagaformi, því að mjög hefur skort á, að vinnuaðstaða og verkefni væru næg á vinnuhælunum. Enn fremur er boðið í 8. gr., að föngum í vinnuhælum skuli séð fyrir aðstöðu til tómstundaiðkana, eftir því sem við verður komið á hverjum stað. Þetta er nýmæli, og segir svo um það í athugasemdum við frumvarpið, að tómstundaiðja 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.