Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 15
málaráðherra skv. 3. mgr. 6. gr. ákveðið, að fenginni umsögn héraðs- læknis, að heimilt sé að láta afplána varðhaldsrefsingu í fangelsum til geymslu handtekinna manna og gæsluvarðhaldsfanga, og þá um hve langan tíma. Þessar fangageymslur eru að jafnaði reknar í tengslum við lögreglustöðvar, sbr. 1. mgr. 6. gr., og koma alveg í stað héraðs- fangelsanna. 1) Ríkisfangelsi. Slíkt fangelsi er ekki til enn sem komið er. Var þó gert ráð fyrir því í 1. 18/1961. Skyldi það vera í Reykjavík eða ná- grenni og rúma 100 fanga. I því áttu að vera þessar deildir: Einangr- unarfangelsi, öryggisgæsludeild, geðveilladeild, kvennafangelsi, varð- hald og gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra skyldi kveða nánar á um skiptinguna, sbr.2. gr. Þegar hið nýja ríkisfangelsi tæki til starfa, skyldi hegningarhúsið á Skólavörðustíg 9 í Reykjavík lagt niður, sbr. 8. gr. En ríkisfangelsið er sem sagt ókomið, og hegningarhúsið á Skólav.st. starf- ar enn. Ástæður eru margar, en þó fyrst og fremst fjárskortur og vax- andi efasemdir um réttmæti stofnunar af þessari gerð og stærð. Því er ákvæðið í 3. gr. 1. 38/1973 mun sveigjanlegra en hið eldra. Dómsmála- ráðherra er látið eftir að ráða staðarvalinu. Ætlast er til, að ríkisfang- elsið skiptist í sjálfstæðar rekstrareiningar, sem geti verið á mismun- andi stöðum. Loks er deildaskiptingin ekki alveg bundin eins og í eldri lögum. Þessar deildir skulu þó vera þar: Einangrunarfangelsi, öryggis- gæsludeild, geðveilladeild, varðhald, gæsluvarðhald og móttökudeild. Eru þetta sömu deildir og taldar voru upp í 1. 18/1961, nema sleppt er kvennafangelsi, en bætt við móttökudeild. Vafasamt er um þörfina á sérstöku kvennafangelsi, enda sárafáar konur dæmdar í refsivist hér á landi. Auk þess ef umdeilt, hvort nauð- synlegt sé að hafa kynin aðskilin, sbr. tilraun þá, sem nú er gerð í ríkisfangelsinu í Ringe á Fjóni. Um móttökudeild segir svo í greinar- gerð: „Þar ætti afplánun að hefjast, og þar ætti að fara fram skoðun á föngunum og mat á því, á hvaða stofnun ætti að vista þá til afplán- unar. Við þá deild væri sköpuð aðstaða fyrir sérfræðinga að vinna að rannsóknum á fanganum, sbr. 10. gr. frv.“ I einangrunarfangelsi skal setja þá refsifanga, sem sekir gerast um stórfelld eða ítrekuð brot gegn reglum annarra fangelsa eða fangelsisdeilda, sbr. 2. mgr. 3. gr. 1. 38/1973. Ihuga má, hvort strok geti talist stórfellt brot í öllum til- vikum. Itrekað strok er nægilegt, en rétt er þó að hafa hliðsjón af ítrekunarskilyrðum 71. gr. hgl. Um þetta atriði mundu dómstólar ekki eiga úrskurðarvald, nema deilt væri um lögmæti stj órnarathafnar. Ann- ars sýnist dómsmálaráðherra varla bundinn af þessum tilvikum, t.d. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.