Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 26
æfingum og hentugri útivinnu, svo og með því að kenna þeim atvinnu- greinar, sem komið geta þeim að gagni, er þeir hafa fengið frelsi sitt aftur. 1 rgj. 150/1968 segir svo um kennslu í 51. gr.: „Kennsla, verk- leg eða bókleg, skal fara fram a.m.k. 4 klukkustundir í viku hverri eftir nánari ákvörðun dómsmálaráðherra að fengnum tillögum fangelsis- stjórnar. Föngum 24 ára og yngri skal skylt að taka þátt í námi. Eldri föngum má veita kost á að taka þátt í námi. — Fangelsisstjórn getur leyst fanga undan námsskyldu, ef námið telst honum ekki nauðsynlegt vegna menntunar eða af öðrum ástæðum.“ 11. 38/1973 segir í 8. gr., að vera skuli aðstaða og tæki til fjölbreyttr- ar vinnu og til kennslu, bæði bóklegrar og verklegrar. 1 9. gr. laganna er kveðið svo á, að í unglingavinnuhælum skuli skapa aðstöðu á svip- aðan hátt og í öðrum vinnuhælum, en að þar skuli leggja sérstaka áherslu á aðstöðu til bóklegrar og verklegrar kennslu. Ekkert af þessu hefur komist í framkvæmd fyrr en á síðustu árum, og vantar auðvitað enn mikið á, að menntunarmálum fanga sé nægilega sinnt. Tilfinnanlega hefur skort aðstöðu í íslenskum fangelsum, en auk þess hefur fjarlægð Litla-Hrauns frá höfuðborginni verið nokkur drag- bítur. Til þess að unnt sé að kenna einhverjar iðnir, þarf annaðhvort að vera aðstaða til þess í stofnuninni sjálfri eða möguleikar til að senda fanga í nám utan hennar. Fyrir noklcrum árum var á Litla-Hrauni hafin regluleg kennsla á vetrum í fáeinum undirstöðugreinum (íslenska, reikningur, enska og þjóðfélagsfræði), og er þátttaka fanga í þessu námi frjáls. Auk þess fer nú fram regluleg tilsögn í ýmsum iðngrein- um, einkum trésmíði, leirmunagerð, leðurvinnu og vefnaði. Þau mennt- unartæki önnur, er fangar hafa á Litla-Hrauni, eru útvarp, sjónvarp, dagblöð og bækur. Bókakostur hælisins hefur aukist undanfarin ár. Skráning og útlán bóka virðast nú komin í allgott horf. Fangar mega láta færa sér bækur án verulegra takmarkana. Þess má að lokum geta, að nýtt bókaherbergi er í nýbyggingunni á Litla-Hrauni. 2) Vinna. 1 37. gr. hgl. er kveðið á um vinnuskyldu. Jafnframt segir, að um vinnuna og vinnulaun fanga skuli setja ákvæði í reglugerð. í 8. gr. 1. 38/1973 er vinnuskyldan áréttuð að því er vinnuhælin varðar. Einnig er tekið fram, að séð skuli fyrir nægu húsrými, aðstöðu og tækjum til fjölbreyttrar vinnu. Hefur ekki þótt vanþörf á að móta þessa stefnu í lagaformi, því að mjög hefur skort á, að vinnuaðstaða og verkefni væru næg á vinnuhælunum. Enn fremur er boðið í 8. gr., að föngum í vinnuhælum skuli séð fyrir aðstöðu til tómstundaiðkana, eftir því sem við verður komið á hverjum stað. Þetta er nýmæli, og segir svo um það í athugasemdum við frumvarpið, að tómstundaiðja 20

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.