Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 7
miAiín —— L<H.iKi:m\(.\ 1. HEFTI 29. ÁRGANGUR MARS 1979 Á AFMÆLI STJÓRNARRÁÐSINS Hinn 1. febrúar s.l. voru 75 ár liðin, síðan Stjórnarráð islands hóf starfsemi sína. Var þess minnst eins og vert var, m.a. með birtingu frásagna um ráðu- neytin í blöðum. Hafi eitthvað verið sagt um framtíð stjórnarráðsins í tilefni afmælisins, hefur það ekki farið hátt, a.m.k. veitti undirritaður því ekki athygli. Þó efast enginn um, að stjórnarráðið á sér framtið. Ef að er gáð, er ástæða til að staldra við og hugleiða æskilegar endurbætur á starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar. Líklega eru flestir sammála um, að vissar gæðakröfur beri að gera til þess, sem í stjórnarráðinu fer fram. Má hafa 3 atriði til skilnings á því máli: 1) í stjórnarráðinu þurfa að starfa menn með nægilega málefnaþekkingu. 2) Beita þarf sem hagkvæmustum starfsaðferðum. 3) Réttaröryggi þarf að virða bæði vegna borgaranna og annarra greina opinberrar sýslu. En hvaða verkefnum á að sinna í stjórnarráðinu almennt talað? Um það eru skoðanir sennilega skiptar og e.t.v. stundum ómótaðar. Á þessu sviði hefur ekki ráðið glögg heildarstefna, og má finna dæmi um gagnólík nýmæli í nýlegum lögum: Með útvarpslögum nr. 19/1971 var ákvörðunarvald útvarps- stjóra mjög aukið, t.d. um stöðuveitingar, en vald ráðherra skert að sama skapi. Með lögum nr. 5/1968 var hins vegar ákveðið, að rótgróin ríkisstofnun, fræðslumálaskrifstofan, skyldi verða deild I menntamálaráðuneytinu. Ef reynt er að flokka helstu verkefni, sem unnið er að í stjórnarráðinu, má fara þannig að: 1) Ráðuneytin eru einkaskrifstofur ráðherra, til aðstoðar þeim við störf þeirra á Alþingi, í hvers konar stjórnsýslu og þegar þeir koma fram opinberlega í embættisnafni. 2) Ráðuneytin hafa umsjón með og vinna sjálf að könnunum, áætlanagerð og lagaundirbúningi. 3) Ráðuneytin sjá um setningu reglugerða og annarra almennra fyrirmæla. 4) Ráðuneytin fram- kvæma stjórnarathafnir, þ.e. taka ákvarðanir um einstök mál. 5) Ráðuneytin hafa samvinnu sín í milli. —Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvernig verkefni skiptast milli t.d. 1. og 2. verkefnaflokks, og sem fyrr segir er torvelt að setja fram almenna reglu um, hvort tiltekið mál á heima t.d. í 2. eða 4. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.