Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 41
starfsstjórn. Almennt ákvæði um valdmörk starfsstjórna hér þjónar engum tilgangi nema með beinu ákvæði sé þrengd sú víðtæka venja, sem skapast hefur. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar 1952 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um, að 15. grein hennar yrði breytt svo, að berum orðum væri tekið fram, að forseti skipaði ráðherra og veitti þeim lausn í samráði við meirihluta Alþingis. Ef ekki væri unnt að skipa nýja ríkisstjórn, er nyti nægilegs þingstuðn- ings, þ.e.a.s. hefði beinan stuðning eða hlutleysi Alþing'is, innan mán- aðar frá því að fyrri stjórn fékk lausn, skyldi Alþingi rofið samkvæmt þessari tillögu. Réði forseti þá, hvort hann fæli gömlu stjórninni að sitja áfram, ef hún fengist til þess, eða hvort hann skipaði nýja ríkis- stjórn án atbeina Alþingis. Gæti meirihluti Alþingis ekki komið sér saman um ríkisstjórn að afstöðnum kosningum innan mánaðar frá því það kom saman, skyldi forseti skipa stjórn án atbeina Alþingis, hefði hann ekki þá þegar gert það, en sú stjórn láta af völdum, ef meirihlutastuðningur á Alþingi fengist við aðra stjórn. Hugmynd þessi, ef að lögum yrði, myndi eyða óvissu um það atriði, hve lengi starfsstjórn er skylt að starfa, og skapa festu, sem nauðsynleg er í stjórn ríkisins. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.