Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 41
starfsstjórn. Almennt ákvæði um valdmörk starfsstjórna hér þjónar engum tilgangi nema með beinu ákvæði sé þrengd sú víðtæka venja, sem skapast hefur. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar 1952 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um, að 15. grein hennar yrði breytt svo, að berum orðum væri tekið fram, að forseti skipaði ráðherra og veitti þeim lausn í samráði við meirihluta Alþingis. Ef ekki væri unnt að skipa nýja ríkisstjórn, er nyti nægilegs þingstuðn- ings, þ.e.a.s. hefði beinan stuðning eða hlutleysi Alþing'is, innan mán- aðar frá því að fyrri stjórn fékk lausn, skyldi Alþingi rofið samkvæmt þessari tillögu. Réði forseti þá, hvort hann fæli gömlu stjórninni að sitja áfram, ef hún fengist til þess, eða hvort hann skipaði nýja ríkis- stjórn án atbeina Alþingis. Gæti meirihluti Alþingis ekki komið sér saman um ríkisstjórn að afstöðnum kosningum innan mánaðar frá því það kom saman, skyldi forseti skipa stjórn án atbeina Alþingis, hefði hann ekki þá þegar gert það, en sú stjórn láta af völdum, ef meirihlutastuðningur á Alþingi fengist við aðra stjórn. Hugmynd þessi, ef að lögum yrði, myndi eyða óvissu um það atriði, hve lengi starfsstjórn er skylt að starfa, og skapa festu, sem nauðsynleg er í stjórn ríkisins. 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.