Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 49
refsingar fyrir hópmorð, not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum, og var fulltrúi Sovétríkjanna í nefnd, sem Sameinuðu þjóðirnar settu á fót til að skil- greina hugtakið árás; og loks José Sette Camara, 58 ára, brasilískur utanríkisþjónustumaður, m.a. sendi- herra í Kanada 1961, Sviss 1963—1964, hjá Sameinuðu þjóðunum 1964— 1968, og í Tékkóslóvakíu síðan 1972, en árið 1962 sat hann sem borgarstjóri höfuðborgarinnar Brasilíu, hefur síðan 1970 átt sæti í Alþjóðalaganefndinni og var einnig m.a. forseti ráðstefnu S.þj. um forsvar ríkja gagnvart alþjóða- stofnunum (Representation of States in Their Relations with International Organizations) 1975. Þeir fjórir dómarar sem ganga úr dóminum eru frá Bandaríkjunum, Benín, Spáni og Uruguay. Þrettán menn voru í kjöri að þessu sinni. Þegar við fyrstu atkvæðagreiðslu á Allsherjarþinginu náðu þeir Baxter, El-Erian, Morozov og Sette Camara lög- mætri kosningu, en um fimmta sætið kepþtu frambjóðendur frá Finnlandi, Ítalíu, Madagascar og Sri Lanka, sem fengu 65—67 atkv. hver. Hreinan meiri- hluta eða 77 atkvæði þurfti til að ná kjöri. Við aðra atkvæðagreiðslu hlaut finnski frambjóðandinn, Eero J. Manner, hæstaréttardómari, aðeins 18 at- kvæði, og var framboð hans þá dregið til baka. Eftir þriðju atkvæðagreiðslu var framboð Edilbert Razafindralambo frá Madagascar einnig dregið til baka. í fjórðu atkvæðagreiðslu hlaut svo ítalinn Roberto Ago, sem haldið hafði forystu í síðari atkvæðagreiðslunum, kosningu með 84 atkvæðum, en Sri Lanka-maðurinn H. W. Jayewardene fékk þá 57 atkvæði og Leon Boissier Palun frá Benín átta. — Atkvæðisrétt höfðu fulltrúar hinna 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og að auki Liechtenstein, San Marínó og Sviss, sem einnig eiga aðild að samþykktum dómstólsins. í Öryggisráðinu fór dómarakosningin fram samtímis. Þar hlutu sömu menn meirihluta, fjórmenningarnir strax við fyrstu atkvæðagreiðslu en Ago í hinni fjórtándu. í þeirri lokaatkvæðagreiðslu ráðsins fékk Ago 8 atkvæði, Jayewar- dene 4 og Manner þrjú. Finninn Eero J. Manner var nú í kjöri í annað skipti (sjá nánar Tímarit lögfræðinga 1. hefti 26. árg., bls. 35). Norðurlönd eiga ekki dómara í Alþjóða- dómstólnum síðan setu Sture Petréns í dómstólnum árin 1967—1976 lauk. Á undan Petrén hafði einn Norðurlandamaður átt þar fast sæti, eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna og endurnýjun dómstólsins sem þá átti sér stað, Norð- maðurinn Helge Klæstad, sem sat í honum 1946—1961, síðustu þrjú árin sem forseti dómstólsins. Sex ára tímabil leið þannig milli setu hinna tveggja nor- rænu dómara, og má nú heita næstum sýnt, að eigi skemmri tími muni aftur líða áður en til greina kemur að Norðurlandamaður hljóti þar sæti á ný. Þess má einnig geta, að Daninn Max Sorensen var ad hoc dómari í málinu um landgrunn Norðursjávar, tilnefndur af hálfu Danmerkur og Hollands skv. 31. gr. samþykkta dómstólsins, og Svíinn Fredrik J. C. Sterzel sat með sama hætti sem dómari í máli milli Hollands og Svíþjóðar um beitingu milliríkjasamnings frá 1902 um forræði barna. Loks var Norðmaðurinn Edward Hambro ritari Alþjóðadómstólsins árin 1946—1953. Ólafur Egilsson. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.