Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 49
refsingar fyrir hópmorð, not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum, og var fulltrúi Sovétríkjanna í nefnd, sem Sameinuðu þjóðirnar settu á fót til að skil- greina hugtakið árás; og loks José Sette Camara, 58 ára, brasilískur utanríkisþjónustumaður, m.a. sendi- herra í Kanada 1961, Sviss 1963—1964, hjá Sameinuðu þjóðunum 1964— 1968, og í Tékkóslóvakíu síðan 1972, en árið 1962 sat hann sem borgarstjóri höfuðborgarinnar Brasilíu, hefur síðan 1970 átt sæti í Alþjóðalaganefndinni og var einnig m.a. forseti ráðstefnu S.þj. um forsvar ríkja gagnvart alþjóða- stofnunum (Representation of States in Their Relations with International Organizations) 1975. Þeir fjórir dómarar sem ganga úr dóminum eru frá Bandaríkjunum, Benín, Spáni og Uruguay. Þrettán menn voru í kjöri að þessu sinni. Þegar við fyrstu atkvæðagreiðslu á Allsherjarþinginu náðu þeir Baxter, El-Erian, Morozov og Sette Camara lög- mætri kosningu, en um fimmta sætið kepþtu frambjóðendur frá Finnlandi, Ítalíu, Madagascar og Sri Lanka, sem fengu 65—67 atkv. hver. Hreinan meiri- hluta eða 77 atkvæði þurfti til að ná kjöri. Við aðra atkvæðagreiðslu hlaut finnski frambjóðandinn, Eero J. Manner, hæstaréttardómari, aðeins 18 at- kvæði, og var framboð hans þá dregið til baka. Eftir þriðju atkvæðagreiðslu var framboð Edilbert Razafindralambo frá Madagascar einnig dregið til baka. í fjórðu atkvæðagreiðslu hlaut svo ítalinn Roberto Ago, sem haldið hafði forystu í síðari atkvæðagreiðslunum, kosningu með 84 atkvæðum, en Sri Lanka-maðurinn H. W. Jayewardene fékk þá 57 atkvæði og Leon Boissier Palun frá Benín átta. — Atkvæðisrétt höfðu fulltrúar hinna 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og að auki Liechtenstein, San Marínó og Sviss, sem einnig eiga aðild að samþykktum dómstólsins. í Öryggisráðinu fór dómarakosningin fram samtímis. Þar hlutu sömu menn meirihluta, fjórmenningarnir strax við fyrstu atkvæðagreiðslu en Ago í hinni fjórtándu. í þeirri lokaatkvæðagreiðslu ráðsins fékk Ago 8 atkvæði, Jayewar- dene 4 og Manner þrjú. Finninn Eero J. Manner var nú í kjöri í annað skipti (sjá nánar Tímarit lögfræðinga 1. hefti 26. árg., bls. 35). Norðurlönd eiga ekki dómara í Alþjóða- dómstólnum síðan setu Sture Petréns í dómstólnum árin 1967—1976 lauk. Á undan Petrén hafði einn Norðurlandamaður átt þar fast sæti, eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna og endurnýjun dómstólsins sem þá átti sér stað, Norð- maðurinn Helge Klæstad, sem sat í honum 1946—1961, síðustu þrjú árin sem forseti dómstólsins. Sex ára tímabil leið þannig milli setu hinna tveggja nor- rænu dómara, og má nú heita næstum sýnt, að eigi skemmri tími muni aftur líða áður en til greina kemur að Norðurlandamaður hljóti þar sæti á ný. Þess má einnig geta, að Daninn Max Sorensen var ad hoc dómari í málinu um landgrunn Norðursjávar, tilnefndur af hálfu Danmerkur og Hollands skv. 31. gr. samþykkta dómstólsins, og Svíinn Fredrik J. C. Sterzel sat með sama hætti sem dómari í máli milli Hollands og Svíþjóðar um beitingu milliríkjasamnings frá 1902 um forræði barna. Loks var Norðmaðurinn Edward Hambro ritari Alþjóðadómstólsins árin 1946—1953. Ólafur Egilsson. 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.