Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 17
Áhrif hvalveiða á viðskipti og ferðaþjónustu Hvalveiðar og hvalaskoðun geta farið saman „Spyrjum þá sem eru í tengslum við viðskiptavini okkar“ „Okkur skortir vísindalega sýn til framtíbarinnar til aö vita hver áhrif yrðu á ferba- þjónustuna og fisksöluna ef vib hæfum aftur hval- veiðar. En ef vib ætlum að gæta heildarhagsmuna okkar vel þá hljót- um vib að sækja í smiðju þeirra þeirra sem eru í tengslum vib mark- aðinn," segir Tómas Ingi Olrich, al- þingismaöur. „Vib hljótum að tala vib þá sem selja fiskinn, sem eru í tengslum vib vib- skiptavinina úti á erlendum mörkuðum og spyrja þá hvernig þeir meti þetta mál. Við eigum ab spyrja þessa aðila og þeir hafa tjáb sig um þessi mál og telja mikla hættu fyrir hendi." Tómas Ingi segist velta þeirri spurn- ingu fyrir sér, sem gjarnan heyrist, hvenær íslendinga eigi ab „taka slag- inn" og fara út í hvalveiðar. „Ég held að við ættum aö velta því fyrir okkur hvort við ættum í raun og veru að taka slag. Við lifum á al- þjóðlegum viðskiptum og menn em að spyrja hvenær við eigum að taka slag- inn við kúnnann. Er þetta réttur hugsunarháttur og erum við að hugsa þarna meb heildarhagsmuni í huga. Ég hef ekki vikið hér að hvalaskobunum en sá markaður er mjög vaxandi og hann fellur algerlega ab stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í ferðamálum. Menn verba því að hugsa um hvenær eigi ab taka þetta mál öðrum tökum en „Um hvað snýst málið? Snýst það um spurninguna um að nýta eða njóta?" spurði Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri, í framsögu á málþingi um náttúruvernd á Norðurslóðum. Bjarni fór yfir sögulegar stað- reyndir hvalveiða við ísland. Hann sagði þá gagnrýnisrödd gjarnan heyrast á hvalveiðar að hvalastofnar í heiminum séu í hættu. „Vissulega eru þeir í hættu en við Islendingar höfum stjórn á okkar stofnum. Á þá að refsa okkur fyrir að hafa stjórn á okkar stofnum með því að við fáum ekki að veiða hval? Aðrir segja að mengunin sé að útrýma hvölum og hvernig ætl- um við að stoppa hana. Er kannski stórborgarbúinn tilbúinn til að fórna eigin gæðum til að vernda hvalina?" spurði Bjarni. Bjarni vék að spurningunni um hvort hval- veiðar og hvala- skoðanir geti far- ið saman. Fyrir- liggjandi skýrsl- ur um þessi efni sýni óyggjandi að svo sé. „Hvalaskoðun er ekki síður í löndum þar sem hvalveiðar eru stundaðar, t.d. í Noregi ogjapan. Það er hins vegar mikil talnaleikfimi að reikna að ferðamenn komi hingað til lands eingöngu til hvalaskoðunar," sagði Bjarni. Frá hvalskurði í Ólafsflrði á árum áður. Stóra spumingin er sú hvort þessi sjón verður á nýjan leik fastur liður íþjóðlífinu eða heyri sögunni til. Fátt bendir til annars en umrœðan um hvalveiðar verði mikil í þjóðfélaginu ncestu mánuði og tekist verði á um kosti þess og galla fyrir Islendinga að hefja hvalveiðar á ný. Bjarni Kr. Gríms- son. ÆGIR 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.