Hænir


Hænir - 08.03.1924, Blaðsíða 1

Hænir - 08.03.1924, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku; minst 52 blöð á ári. Verð 6 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí, inn- anbæjar ársfjórðungslega. 2. árg. Seyöisfiröi, 8. marz 1924 11. tbl. t II Quðmundur Þorsteinsson II héraðslæknir á Borgarfirði lá örendur í rúminu í morgun er fólk vakuaði til fótaferðar, hafði því orðið bráðkvaddur í svefninum. Vanheill hafði hann verið í mörg ár, og þó sérstaklega í vetur. Lá hann lengi í lungnahimnubólgu fyrri hluta vetrar, og fylgdi tæplega fötum oft síðan. Guðmundur sál. var fæddur 14. ág. 1879 og því rúml. 44 ára gamall, og verið starf- andi læknir í 15 ár. Að ööru leyti verður hans nánar minst í næsta blaði. Fundargerð Yfirlýsing. Vér undirritaðir alþingismenn lýsum hér með yfir því, að vér töfum gengið saman í flokk, er vér nefnum íhaldsflokkinn og munum starfa saman að landsniálum í þeim flokki. Fyrsta verkefni flokksins látum vér vera það, að beitast fyrir við- reisn á fjárhag landssjóðs. Vér viljum að því leyti, sem frekast er unt, ná þessu takmarki með því að fella burtu þau útgjöld lands- sjóðs, sem vér teljum ónauðsynleg, og með niðurlagningu eða sam- anfærslu þeirra landsstofnana og fyrirtækja, sem vér teljum að þjóðin geti án verið eða minkað við sig henni að skaðlausu. Vér búumst við, að ekki verði hjá því kornist, að auka að einhverju leyti álög- ur á þjóðinni í bili, til þess að ná nauðsynlegri réttingu á hag lands- sjóðs, en flokkurinn vill sérstaklaga léta sér ant um, að koma þess- um tnálum sem fyrst í það horf, að unt verði að draga úr þeim álögum til opinberra þarfa, sem nú hnekkja sérstaklega atvinnuveg- um landsins. Vér teljum að eftir því, sem fjárhag landssjóðs er nú komiö, sé ekki unt að veita fé úr honum til nýrra framfarafyrirtækja að neinu ráði, meðan viðreisn fjárhagsins stendur yfir. En jafnskjótt og fjár- hagur landssjóðs leyfir, mun ílokkurinn vilja veita fjárhagslegan stuðn- ing til framfarafyrirtækja, og þá einkum til þeirra, sem miða bein- línis til eflingar atvinnuvegum landsmanna. Að sjálfsögðu vill flokk- urinn nú þegar veita atvinnuvegunum þann stuðning með löggjöfinni, sem unt er, án hnekkis fyrir fjárhag landssjóðs. Vér teljum að viðreisnarstarfið hljóti fyrst um sinn aö sitja svo mjög í fyrirrúmi fyrir öllum öðrum málum, að vér sjáum ekki nauð- syn til, að gefa aðra eða víðlækari stefnuskrá en þetta að svo stöddu, en óskum að þjóðin dæmi flokk vorn þegar til kemur eftir verkum hans og viðleitni í landsmálum. Alþingi, 20. febrúar 1924. Aug. Flygenring. Árni Jónsson. Björn Líndal. Björn Kristjánsson. Eggert Pálsson. H. Z. Kristófersson. H. Steinsson. Ingibjörg H. Bjarnason. Jóhann Þ. Jósefsson. Jóh■ Jóhannesson. Jón A. Jónsson. Jón Kjartansson. Jón Magnússon. Jón Sigurðsson. Jón Þorláksson. M. Guðmundsson. Magnús Jónsson. Pe'tur Ottesen. Sigurj. Jónsson. Þórarinn Jónsson. Ár 1924, 24. jan., var stjórnmálafund- ur settur og haldinn að Egilsstöðum á Völlum. Fundinn setti Benedikt G. Blöndal kennari og nefndi til fundar- stjóra Ásmund Guðmundsson, skóia- stjóra, er tilnefndi sem fundarskrifara, Þórhall Jónasson, Breiðavaði og Björn Þorkelsson, Hnefilsdal. Á fundinum voru mættir margir kjósendur úr Norður- og Suður-Múlasýslu. Þingmenn kjördam- anna voru ekki mættir. Á fundinum var tekið fyrir: 1. Fjárhagsmál. Málið var all ítarlega r*tt. Kom öllum saman um það, að fjárhag ríkisins væri þannig farið, að ekki mætti við svo búið standa fram- vegis. Þingið þyrfti algert að breyta um stefnu og sýna meiri gætni og framsýni í fjármálum. Svo hljóðandi tillaga var borin frant: a. Fundurinn vítir þá stefnu Alþingis á síðust árum, að afgreiða fjárlög, auk fjárauka- laga, með tekjuhalla. b. Fundurinn mótmælir frekari álögum á þjóðina, og skorar á næsta þing að afgreiða fjárlög fyrir 1925 tekjuhalla- laus og veita ekki fé, né heimiia lán til annars en þess, sem brýn nauðsyn er á, en jafnframt séu niður feldir all- ir opinberir starfar og styrk- ir til einstakra manna, sem hjá verður komist, og launa- bætur, sem ekki eru lög- ákveðnar. c. Fundurinn skorar á Alþingi að endurnýja ekki á neinn hátt nú gildandi dýrtfðar uppbót á launum embættis- manna og starfsmanna ríkis- ins. a-liður samþyktur í einu hljóði. b-Iiður samþyktur með öllum gieidd- um atkvæðum gegn 3. c-Iiður samþyktur með 22 atkvæðum gegn 8. 2. Viðskiftakjör og gengi. Eftir rækilegar umræður var svo hljóðandi tillaga samþykt með 31 atkv. gegn 8. Fundurinn lítur svo á, að við- skiftaerfiðleikar, dýrtíð og lág- gengi, stafi fyrst og fremst af óhóflegri eyðslu og óvarkárni í meðferð fjár, bæði á opinberum sviðum og hjá einstaklingum, og að réttmætt sé, að takmarka þessa eyðslu með opinberum ráðstöfunum. Skorar fundurinn þ\í á Alþingi aö reisa skorður við eyðslusemi þessari, hvort heldur með aðflutningshöftum eða öðrum aðferðum, er trygt geti þjóðinni haldkvæman við- skiftajöfnuð út á við, og eðlilegt mat á gjaldeyri hennar. Væntir fundurinn þess, að Alþingi láti einskis ófreistað til að hefja verð gjaldmiðilsins íslenzka og hlutist til um það, að hann verði eigi eftirleiðis metinn með hags- muni einstakra atvinnurekenda fyrir augum. Til gengishækkun- ar telur fundurinn þó ekki hlýða galdeyrislántöku, sam varið verði eins og enska láninu 1921. 3. Skattamál. Svo hljóðandi tillaga var samþykt með 14 atkvæðum gegn 7. Fundurinn telur meðferð síðasta þings á lögum um tekju- og eignaskatt nijög óheppilega og álítur rétt, að lögunum verði nú þegar á næsta þingi breytt aftur á þá leið, að tekjur sam- kvæmt þeim verði ekki minni en var upphaflega, en mættu vera meiri. En um leið og tekju og eignarskattur er hækkaður er það vilji fundarins, að tollar, svo sem útflutningsgjald verði lækkaðir eða afnumdir. 4. Landsverzlun. Eftir miklar umræður var svo hljóð- andi tillaga borin upp og samþykt með 22 atkvæðum gegn 12: Fundurinn skorar á Alþingi að athuga, hvort ekki sé hægt ti sparnaöar, að leggja steinolíu og tóbaksverzlun þá, sem Lands- verzlunin hefir nú með höndum undir áfengisverzlun ríkisins. 5. Afurðasala. Svo hljóðandi tillaga var saniþykt í einu hljóði: Fundurinn skorar á Alþingi, að láta einskis ófreistað í því, að styðja og styrkja allar þær til- raunir, sem ganga í þá átt, að bæta og hækka íslenzkar afurðir í verði og ryðja þeim braut á útlendum markaði, svo sem með því, að tryggja heppileg skip til flutnings á kældu kjöti og lif- andi fé, og jafnframt setja regl- ur, sem tryggja vöndun og gæði slíks útflutnings. 6. Fræðslumál. Svo hljóðandi tillaga var samþykt með miklum meiri hluta atkvæða: a. Fundurinn ályktar að lýsa yfir því, að hann telur nú verandi fyrirkomulag á barna- fræðslu stefna í rétta átt, tel- ur breytingar þær, er gerð- ar voru á fræðslulögunum 1922 ítarlegra spor í áttina og vill hvergi hvika frá þeirri stefnu. Sömuleiðis óskar fundurinn þess. að hin gamla heimild þingsins til þess, að ríkið leggi til V* af kostnaði við byggingu heimavistar- barnaskóla haldist í gildi framvegis. b. Fundurinner mótfallinn stofn- un nýs meritaskóla á Akur- eyri. Telur íundurinn frekar þörf á að takmarka en auka stúdentaframleiðslu. 7. Símalínan að Brekku. Svo hljóðandi tillaga var samþykt f einu hljóði: Fundurinn skorar fastlega á þingmenn Múlasýslu, að vinna að því, að sími verði lagður frá Egilsstöðum að Brekku í Fljóts- dal þegar á komandi sumri. 8. Fœkkun þinga. Svo hljóðandi tillaga var samþykt í einu hljóði: Fundurinn skorar á næsta Al-

x

Hænir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hænir
https://timarit.is/publication/620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.