19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 5
19. JÚNÍ - 1917 - 1967 Fimmtíu ár eru nú liðin frá því að kvennablaðið „19. júní“ hóf göngu sína. Það var í júlí 1917, sem 1. tölublaðið kom út. Ritstjóri og útgefandi var fröken Inga Lára Lár- usdóttir, prests í Selárdal, kennari og fræðimaður. Blaðið ber þess greinilega vitni, að Inga Lára hefur verið menntuð, gáfuð og víðsýn kona. Töluverður undirbúningur og aðdragandi mun hafa verið að útgáfunni, þótt blaðið hafi verið lítið, aðeins 8 síður í „Skinfaxabroti“. Blaðið kom út 12 sinnum á ári í 8 ár. Tveimur árum áður, eða 19. júní 1915, höfðu konur fengið sömu stjórnarfarsleg réttindi og karl- ar, og með lögum nr. 37 1911 fengu þær sama rétt til þess að skipa öll embætti þjóðfélagsins, þær höfðu þá einnig jafnan aðgang að æðri mennta- stofnunum og karlar. I. L. L. segir í 1. tölublaði: „Þannig erum vér íslenzkar konur, lagalega rétthæstar allra kvenna í viðri veröld. Á fáum ár- um hafa orðið meiri umbætur á réttprstöðu okkar í þjóðfélaginu, en á þeim 10 öldum, sem liðnar eru síðan land vort byggðist.“ Þegar eftir 19. júní 1915 fóru konur úr kven- félögunum í Reykjavík að ræða, hvað þær gætu gert til þess að minnast þessa merkilega atburðar í sögu kvenþjóðarinnar, og ekki síður til þess að sanna samtakamátt kvenna. Mörg mál voru rædd, en bygging Landsspitalans varð fyrir valinu. — Mörgum þótti það varhugavert og óefnilegt að konur skyldu ætla sér svo mikið verkefni einar. Þegar í upphafi gerðu þær sér ljóst, að þeirra verk- efni væri ekki eingöngu fjársöfnun, heldur að ryðja málinu braut og undirbúa það, svo að hið opin- bera tæki til við framkvæmdir. Konurnar kusu Landsspítalanefnd sem skipu- lagði síðan störf kvennanna. Tveim árum síðar hafa þessar konur fundið það, að þær náðu ekki til kvenna um allt land, nema með því að hafa málgagn, til þess að skipuleggja safnanir og kynna framvindu málsins. I 8 ár, 12 sinnum á ári, kom blaðið út og í hverju hefti tilkynningar, skýrslur og hvatningar um Landsspítalamálið. Þær söfnuðu fé, létu teikna hús- ið, fengu lóð undir það, vöktu læknastéttina til starfa, og fengu loks Alþingi til þess að veita fé á fjárlögum til þess að hægt væri að hefjast handa. I desemberblaðinu 1925 segir Inga Lára: „I haust var byrjað að grafa fyrir grunni spítal- ans — góð von, ef ekki full vissa, er um að árið 1930, á 1000 ára afmæli hins íslenzka ríkis standi bygging sú, sem reist er í minningu þess að íslenzkar konu hlutu borgaraleg réttindi, full- gjör og reiðubúin til þess að taka á móti sjúkum og veita þeim hjúkrun." Það stóðst líka eins og allir nú vita. Konurnar höfðu þá safnað 250 þús. krónur, en það var 1/4 hluti áætlaðs byggingarkostnaðar Landsspítalans, sem var 1 milljón krónur.“ Landsspítalamálið var aðalmál „19. júní“ þó mörg framfara- og hagsmunamál kvenna væru rædd og borin fram til sigurs af þessu litla kvenna- blaði. Það var með tilstyrk blaðsins að Bandalag kvenna var stofnað í Reykjavík haustið 1917. Með stofnun bandalagsins hugðust konur koma á betri verkaskiptingu félaganna um stærri mál og fram- kvæmdir. Fyrsti forseti Bandalagsins var frú Steinunn H. Bjarnason, hún skrifaði mikið i blaðið um bar- áttumál Bandalagsins. Eftir hana eru greinar um hjúkrunarmál og um námskeið í hjúkrun, sem það gekkst fyrir, greinar um félagsmál, safnanir, merk ritgerð um klæðaburð kvenna til forna og margt fleira. Bandalagið gekkst fyrir fjársöfnun fyrir Vínarbörnin 1919 og „19. júni“ veitti móttöku fjárframlögum. — Það undirbjó að tekin yrðu munaðarlaus börn frá Vín, eftir stríðið, en af því varð þó ekki. Þegar árið 1919 tekur formaður Bandalagsins S. H. B. að rita um fundaheimili fyrir kvennasamtökin, kvennaheimili fyrir að- komustúlkur utan af landi, sem hér þyrftu að dvelja við nám, o. fl. Upp úr þessum skrifum rís 19. JÚNÍ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.