19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 18

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 18
• KVENNARAÐSTEFNAN: T\ óra Stefánsdóttir var í undirbúnings- nefnd óopinberu kvennaráðstefnunn- ar í Huairou og einn af mörgum starfs- mönnum sem ráðnir voru til að vinna á skrifstofunni í New York undir fram- kvæmdastjórn Irene Santiago. Meðan á ráðstefnunni í Huairou stóð var Dóra önn- um kafin frá morgni til miðnættis, en hana var gjarnan að finna í tjaldi sem kallað var „Global Pavillion" og þar leysti hún úr alls kyns vandamálum sem upp komu hjá þátttakendum, með bros á vör. Síðasta daginn var farið að hægjast um hjá henni og við mæltum okkur mót upp úr hádeg- inu. Skyndilega helltist rigningin yfir okkur og við leituðum skjóls í hinum um- talaða Willows klúbbi, en það er hálf- kláruð bygging sem notuð var sem veit- ingastaður og fyrir umræðufundi. JTJ óra hefur verið að vinna hjá Þróunar- samvinnustofnun íslands undanfarin fimm ár, fyrst í Namibíu og svo eitt og hálft ár við verkefni á Grænhöfðaeyjum. I byrjun apríl gerði hún nokkurra mánaða hlé á starfi sínu þar og hélt til New York. „Ég vann að undirbúningi kvennaráð- stefnunnar í fimm mánuði áður en ég kom hingað,“ segir hún „og hingað kom ég svo um miðjan ágúst. Ég var í hópi sem sá um að skipuleggja alla litlu vinnuhópana sem hafa starfað hér, en við fengum óskir um að halda fjögur þúsund slíka fundi. Það duttu einhverjir út og aðrir bættust við en ég held við höfum verið með um þrjú þúsund og fimm hundruð vinnuhópa starfandi þessa tíu daga sem ráðstefnan hefur staðið yfir, eða réttara sagt níu daga því að fyrsta daginn var ráðstefnan sett og dagskráin hófst ekki fyrr en annan dag- inn.“ Dóra var á launum hjá íslenska rík- inu þann tíma sem hún vann að undirbún- ingi ráðstefnunnar og það var framlag Is- lands til ráðstefnunnar. „Þetta hefur verið alveg gífurleg vinna,“ segir Dóra, „þó að ég hafi unnið mikið um ævina held ég að ég hafi aldrei unnið eins mikið og við þennan undirbúning, bæði í New York og þó einkum eftir að ég kom hingað. En þetta hefur verið mjög gaman, sérstaklega hérna í Kína. Það er einstakt að sjá allar þessar konur koma hingað frá öllum 18 heimshornum og taka þátt í því sem ég hef verið að skipuleggja, það er stórkost- legt. Ég hef kynnst mörgum konum alls staðar að úr heiminum og vona að ég hitti sumar þeirra aftur, einkum konur sem ég hef unnið með.“ n hvað ætli sé henni minnistæðast frá þessu starfi. „Ég veit það ekki,“ svar- ar hún , „en ætli það sé ekki hvað það hef- ur verið mikill áhugi á að þetta tækist vel. Það kom mér sem er vön rigningum á Is- landi þó á óvart að það var eins og enginn gerði ráð fyrir að það gæti rignt. Það var því heilmikið stress hér strax fyrsta dag- inn þegar rigningin helltist yfir okkur. Aðstaðan hér í Huairou er að mörgu leyti mjög góð og kínverska starfsliðið er mjög gott. En aðstöðunni hér var komið upp á mjög stuttum tíma og því hefur höndun- um verið kastað til margra hluta. Hér var svæði sem herinn hafði til umráða og menn voru sendir hingað í hálfgerða út- legð, þar sem miðstöð blaðamanna er voru menn t.d. að æfa sig í skotfimi. Á síðustu árum hafa Kínverjar hins vegar verið að þróa þetta sem ferðamannastað, aðallega fyrir erlenda ferðamenn en einnig fyrir Kínverja. Þeir munu því nota þá aðstöðu sem komið hefur verið upp hér áfram næstu árin.“ óra hefur unnið að skipulagningu þróunarverkefna en aldrei áður unnið við að skipuleggja svona stóra ráðstefnu, „en sú reynsla sem ég hafði hefur þó komið mér að góðum notum því maður er að glíma við aðstæður sem eru framandi. En þetta verkefni er svo miklu stærra í sniðum en það sem ég hef nokkurn tím- ann gert.“ ún er spurð hvort hún hafi tekið ein- hvern þátt í starfi kvennahreyfinga. „Nei, ég hef aldrei gert það. Ég hef alltaf haft miklu meiri áhuga á mannréttindum, ekki sérstaklega kvenréttindum. Ég er sammála Vigdísi Finnbogadóttur forseta um að án vináttu karla gerum við ekki neitt. Auðvitað er þörf á því að konur taki sig svona saman og ræði um sín málefni í friði, en mér finnst meiri þörf á því að konur og karlar fari að tala saman. Það eru margir karlar sem hlusta á það sem konur hafa að segja. Staða kvenna hefur breyst mikið, t.d. með því að konur eiga færri börn en áður og konan er ekki jafn bundin því að ala þau upp. Frelsi konunn- ar eykst og hún tekur að sér meiri ábyrgð og með því eykst sjálfsvirðing hennar og virðing karla á henni, hún finnur að hún ræður við meira en áður. Við verðum að sýna sjálfum okkur og körlunum að við ráðum við ýmis verkefni. Ég bjó í Dan- mörku í sjö ár og mér finnst danskir karl- menn hafa breyst mikið hvað varðar ábyrgð á fjölskyldulífi, en íslenskir karlar eru fastir í því að konan á að vinna úti en hún á líka að bera ábyrgð á fjölskyldu og heimili og hafa matinn á borðinu. Hún á bara að bæta við sig útivinnunni á lágu laununum. Það er ekki eins mikil vinna á Norðurlöndunum og því taka menn meiri þátt í ljölskyldulífi. Karlarnir gangast heilmikið upp í því að vera með börnum sínum. Sameiginlegt forræði foreldra er algengt við skilnað og fólk gengst upp í því að taka þessa ábyrgð.“ ú hafa margir gagnrýnt ráðstefnur sem þessa og sagt að þær séu ekkert annað en eyðsla á peningum, tíma og orku og það hefði verið hægt að gera ótalmargt merkilegra við það fjármagn sem varið var í ráðstefnuna. Hvað viltu segja við þessu? l\/f ér finnst svona ráðstefna eiga að mörgu leyti fullan rétt á sér. Við konur á Norðurlöndunum þurfum ef til vill ekki beinlínis á þessu að halda, en konur frá fátækari löndum fá geysilegan byr í seglin við að koma hingað. Og þeir sem segja að það sé hægt að verja þessu fjármagni betur hafa ekki komið með neinar hugmyndir. elstu gagnrýnendur vilja helst ekki eyða neinum peningum til málefna kvenna. Hvernig eigum við að styðja kon- ur í þriðja heiminum? Það hefur t.d. verið gert heilmikið í því að stofna litla lána- sjóði fyrir konur þar sem þær geta fengið lán til að koma sér upp litlum fyrirtækjum

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.