Vísbending


Vísbending - 30.01.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.01.2009, Blaðsíða 2
Kostir Íslendinga í gjaldeyrismálum Krónan á mjög undir högg a! sækja um "essar mundir, bæ!i frá almenningi og atvinnulífinu. Fólk kallar eftir breytingum. #msir kostir hafa veri! reifa!ir, en "eir eru misgó!ir. $a! er "ví mi!ur engin lei! best á alla mælikvar!a, heldur hefur hver og einn bæ!i sína styrkleika og veikleika. Hér ver!ur fjalla! um nokkra helstu kosti sem hafa veri! í umræ!unni, eiginleika "eirra og hva! "eir myndu "%!a fyrir Íslendinga. Núverandi fyrirkomulag Fljótandi króna er opinbert gengisfyrirkomulag á Íslandi í dag, (jafnvel "ótt floti! hafi í raun ekki veri! raunin eftir fall bankanna). Sí!an krónan var sett á flot ári! 2001 hefur gengi! mjög illa a! halda stö!ugleika í hagkerfinu. Gengi krónunnar hefur sveiflast grí!arlega sbr. mynd 1 og varla "arf a! fjalla um hvernig Se!labankanum hefur tekist til me! ver!bólgumarkmi! sitt. Mynd 1: Vísitala gengisskráningar (TWI) Heimild: Se!labanki Íslands Í upphafi áratugarins a!hylltust margir helstu hagfræ!ingar landsins fljótandi gengi. Einn helsti kostur "ess "ykir vera mikill sveigjanleiki sem slíkt fyrirkomulag bí!ur uppá. Sta!an í dag er ágætis dæmi. Íslendingar skulda gífurlega miklar fjárhæ!ir til erlendra a!ila sem "eir komast ekki hjá "ví a! borga. Til "ess a! borga "arf "jó!in a! hafa afgang af vi!skiptum vi! útlönd. $a! er, "jó!in "arf a! minnka innflutning og auka útflutning. Gengisfall krónunnar gerir "a! a! verkum a! innflutningur ver!ur ekki hagkvæmur "ví fólk fær minna fyrir íslensku krónurnar sínar og k%s "ví frekar innlenda framlei!slu. Á sama hátt ver!ur útflutningur meira spennandi, "ví fyrirtæki fá hlutfallslega meira af krónum fyrir framlei!sluna erlendis en á!ur. Svipa!a sögu er a! segja um vinnumarka!inn. Í kreppu sem "essari hafa fyrirtækin í landinu ekki efni á a! halda í allt sit t starfsfólk án "ess a! sker!a kjör "ess en erfitt hefur veri! a! fá fólk til "ess a! taka á sig 2 V í s b e n d i n g • 5 . t b l . 2 0 0 9 Kostir Íslendinga í gjaldeyrismálum Krónan á mjög undir högg að sækja um þessar mundir, bæði hjá almenningi og atvinnulífinu. Fólk kallar eftir breytingum. Ýmsir kostir hafa verið reifaðir. Því miður er engin leið afgerandi best heldur hafa þær allar sína styrkleika og veikleika. Hér verður fjallað um helstu kosti sem hafa verið í umræðunni, eiginleika þeirra og hvað þeir myndu þýða fyrir Íslendinga. Núverandi fyrirkomulag Fljótandi króna er opinbert gengis fyrir- komulag á Íslandi í dag, (jafnvel þótt flotið hafi ekki verið frjálst eftir fall bankanna). Síðan krónan var sett á flot árið 2001 hefur gengið mjög illa að halda stöðugleika í hagkerfinu. Gengi krónunnar hefur sveiflast gríðarlega eins og sést á meðfylgjandi mynd. Varla þarf að rekja hvernig Seðlabankanum hefur tekist til að ná verðbólgumarkmiði sínu. Í upphafi áratugarins aðhylltust margir helstu hagfræðingar landsins fljótandi gengi. Einn helsti kostur þess þykir vera sá sveigjanleiki sem slíkt fyrirkomulag býður uppá. Hægt er að skýra þetta með hliðsjón af núverandi stöðu þjóðarbúsins. Íslendingar skulda gífurlega miklar fjárhæðir til erlendra aðila sem þeir komast ekki hjá því að borga. Til þess að geta greitt þarf þjóðin að hafa afgang af viðsk ptum v ð útlönd. Því þarf þjóðin að minnka innflutning og auka útflutning. Gengisfall krónunnar gerir það að verkum að innflutningur verður ekki hagkvæmur því fólk fær minna fyrir íslensku krónurnar sínar og kýs því frekar innlenda framleiðslu. Á sama hátt verður útflutningur hagkvæmari en áður, því fyrirtæki fá hlutfallslega meira af krónum fyrir framleiðsluna erlendis en þegar gengi krónunnar var sterkara. Svipaða sögu er að segja um vinnumarkaðinn. Í kreppu sem þessari hafa fyrirtækin í landinu ekki efni á að halda í allt sitt starfsfólk án þess að skerða kjör þess, en erfitt hefur verið gegnum tíðina að fá fólk til þess að taka á sig launalækkun. Lægra gengi gerir það hins vegar að verkum, m.a. vegna tilheyrandi verðbólgu, að það er hlutfallslega ódýrara fyrir fyrirtæki að borga sömu laun og áður í krónum talið, sem leiðir til þess að atvinnuleysi verður ekki eins mikið eða langvarandi og það gæti orðið með föstu gengi. Þannig dregur gengisbreytingin úr áhrifum ytri áfalla og leitast við að skapa jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Því miður er það hins vegar svo að gengið leitar ekki alltaf í jafnvægi. Flestum sérfræðingum var t.d. ljóst að gengi íslensku krónunnar hafði lengi verið of hátt skráð áður en það tók að síga í byrjun síðasta árs. Vandamálið var eftirfarandi: Mikil þensla var í landinu, m.a. vegna einkavæðingar bankanna, frjálsra fjármagnsflutninga á milli landa, lækkunar á bindiskyldu bankanna, mikilla framkvæmda af hálfu ríkisins, lækkunar á virðis ukask tti á matvælum o. s. frv. Þenslan gerði það að verkum að vextir voru miklu hærri hér á landi en erlendis, sem gerði íslenska krónu spennandi fjárfestingarkost fyrir erlenda aðila. Fjármagn tók að flæða til landsins og það leiddi til hærra gengis íslensku krónunnar. Lán voru að hluta notuð til þess að kaupa eignir á Íslandi. Vegna mikillar eftirspurnar hækkuðu eignir í verði meðan erlendar skuldir minnkuðu vegna hás gengis krónunnar. Þannig varð hlutfall eigna á móti skuldum í bönkunum hærra en áður sem bætti stöðu þeirra gagnvart erlendum lánardrottnum og þeir fengu hagstæðari lán en áður. Hækkandi eignaverð jók hagnað hjá bönkunum, sem kallaði á enn meira fjármagnsflæði inn í landið og enn meiri gengishækkun (sjá Basel II and Monetary Policy in Small Open Economies, Jón Daníelsson og Ásgeir Jónsson, 2005). Vegna hás eignaverðs og ódýrs innflutnings fannst fólki það vera ríkara en það var í raun og veru. Neysla sem var að hluta til fjármögnuð með erlendu lánsfé jókst. Þegar Seðlabankinn sem einblíndi á verðbólguna hækkaði stýrivexti varð það til þess að gengi krónunnar styrktist enn frekar. Það var því komin gífurleg spenna í hagkerfið. Við slíkar aðstæður þarf ekki mikið áfall til þess að ferlið snúist við og þá gerist það iðulega mjög hratt, eins og Íslendingar fengu að kynnast. Ísland er alls ekkert einsdæmi hvað þetta varðar. Þannig getur frjálst flæði fjármagns í litlum, opnum hagkerfum orðið til þess að ýkja hagsveiflur í stað þess að dempa þær. Það er líklegt að hefðu Íslendingar verið með evruna hefði bankakerfið ekki þanist jafnmikið út og það gerði og bankarnir því ekki fallið. Fast gengi Einn möguleiki til úrbóta er að festa gengi krónunnar við annan gjaldmiðil. Það felur í sér að Seðlabankinn skuldbindur sig til þess að kaupa og selja þann gjaldmiðil á fyrirfram ákveðnu gengi. Til þess að þetta sé raunhæft þarf trúverðugleiki Seðlabankans að vera mikill. Annars er hætta á áhlaupi á krónuna. Hugsum okkur t. d. að Íslendingar væru búnir að festa krónuna við evru. Ef krónan væri of hátt skráð myndu fjárfestar kaupa evru af Seðlabankanum þangað til að hann neyddist til þess að lækka gengið vegna gjaldeyrisskorts. Eftir gengisfellingu selja fjárfestarnir bankanum aftur evrur með miklum hagnaði. Margar þjóðir hafa reynt að halda genginu föstu en hafa á endanum látið undan þrýstingi á gjaldmiðil sinn og tapað miklum fjármunum. Vegna þess að fjármagnsflutningar eru almennt frjálsir er aðeins einn möguleiki til þess að gera fast gengi nógu trúverðugt. Það er myntráð (e. currency board). Myntráð felst meðal annars í því að eiga gjaldeyrisvaraforða sem er að minnsta kosti jafn mikill og seðlar og mynt í eigin gjaldmiðli. Mynd: Vísitala gengisskráningar (TWI) e ld: Seðlab nki Íslands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.