Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 3

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 3
JajjúiaSit ÚTGEFANDI: JAZZ-KLUBBUR ÍSLANDS. BLAONEFND: STJDRN JAZZ-KLÚBBS ÍSLANDS RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: SVAVAR GESTS RANARGÖTU 34, REYKJAVÍK SÍMI: Z15V ÍSAFDLDARPRENTSMIOIA H.F. K KI alls fyrir löngu kom ungur maöur að nafni B ill Chase fram á fiindi hjá Jazzklúbbnum. Lclc hann uokkur lög ásamt fjórum íslenzkum hljóðfæraleikurum. Eins og nafnið bendir til er Bill ekki íslenzkur. Hann er Bandaríkjamaður og vinnur á Keflavíkur- flugvelli. Jazzáhugamaður er hann mjög mikill, og kom hann einmitt fram sem slílcur á fundinum. Lék hann á klarinet. Hann liefur leikið með nokkrum minni- 'háttar hljómsveitum í heimalandi sínu. Langt liefur hann aldrei lcomizt, þar sem liann hefur ekki gert jazzleik að aðalatvinnu sinni. Bill Cliase er engu að síður mjög eftirtektarverður lclarinetleikari. Stíll hans minnir óneitanlega mikið á Benny Goodman. Hinn létti leikandi stíll, og þessi dásamlegi tónn. Slílcur tónn hefur sjaldan eða aldrei heyrzt hjá klarinet- leikurmn hér. En Bill er ekki einungis góður jazzleikari. Hann einnig mjög aðlaðandi maður. Við nánari kynningu kemst maður alls ekki hjá að taka eftir slíku. Hann hefur eignazt marga góða vini meðal íslenzkra hljóðfæraleikara, sem allir Ijúka miklu lofsorði á Bill. Einn liinna mörgu kunningja hans hér, Kristinn Vilhelmsson trommuleikari, hefur sent blaðinu greinarkorn, þar sem hann dregur fram liclztu atriöin um Bill sem klarinetleikara, og er grein þessa að finna á öðrum stað i blaðinu. Aðalgrein blaðsins er um Gunnar Ormslev, þ. c- a. s. grein i grcinarflokkn- um íslenzkir hljóðfæraleikarar. Þegar svo hefur staðið á, liefur jafnan komið mynd af viðkomandi manni framan á blaðinu. Þessi tilhögun er ekki höfð að þessu sinni. Hins vegar eru nokkrar ,,st,udio“ myndir af Gunnari. með greininni. Forsíðumyndin er hins vegar af klarinetleikaranum Bill Chase. í siðasta hefti var drepið lauslega á happdrætti, er Jazzklúbburinn hyggst koma af stað. Þar sem dregist hefur að plötur þær kæmu til landsins, sem eiga að vera vinningur í happdrættinu, og sumarið fer í hönd, mun sala miðanna ckki hefjast fyrr cn í haust. Vinningarnir verða nokkrar úrvals jazzplötur. Sennileya Charlie Parker albúmið, þar sein hann lék inn með strcngjahljómsveit. Hið fræga „Coektail Capers“, aibúm með harmonikuleikaranum Art VanDamme og kvintett hans. Albúm meö píanóleikaranum nýfræga, Oscar Peterson og eitt af metsölualbúmunum í Bandaríkjunum, Lennie Tristano sextett dlbúmið. 3

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.