Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 22
Eftir örn Ævar Markússon. Charlie Parker fæddist í Kansas City 29. ágúst 1920. Strax í bernsku heyrði hann ágæta jazzmúsík. Hann var þrjú ár í menntaskóla og lék á baritonhorn í skólahljómsveitinni. Þegar hann var 15 ára, gaf móðir hans honum altósaxófón, og tók hann þegar til að leika á hann. Fyrsta hljómsveitin, sem hann lék í fyrir utan skólahljómsveitina, var hljóm- sveit sú, sem Jay McSchann kom með til Kansas City 1937, og lék hann í henni af og til, en þess á milli í ýmsum hljóm- sveitum á staðnum; þar á meðal Harlan Leonard-hljómsveitinni. Ekki leið á löngu þar til hann fór til New York, en þótt hann dveldi þar í nokkra mánuði, lék hann ekkert þar í það skiptið. Það var ekki fyrr en hann fór þangað með Jay McSchann hljóm- sveitinni, að New York búar heyrðu í honum. Eitt kvöld lék með hljómsveit- inni maður að nafni John Birks Gille- spie, og áttu þeir Parker eftir að hitt- ast aftur. Hljómsveit McSchann lék aðallega „blúsa“ og skrifaði Charlie nokkur lög í þessum stíl fyrir hana og lék nokkrar sólóar inn á fyrstu plötur hljómsveitar- innar 1941 og ’42. Þegar á þessum plötum kom í Ijós, að Parker lék öðru vísi á altóinn en aðrir höfðu gert. Milli þess, sem hann lék í hljómsveit- inni í N. Y., lék hann með ýmsum ná- ungum, sem voru að spreyta sig á nýj- um hugmyndum, og þegar hann hætti hjá McSchann í Detroit og kom aftur til N. Y., lék hann í Minton með mönr.- um eins og John Simmans bassaleikai’a, Kenny Clarke trommuleikara og Thel- onious Monk píanóleikara, en þeir hafa lagt mjög mikið til myndunar bebops. í staðinn fyrir að Ieika gömlu standard- lögin eingöngu, léku þeir t. d. Cherokee“ og „All the things you are“, en hljóm- ana úr þeim lögum hafa bebopleikarar notað mjög mikið. Fyrst þegar hann lék í Minton’s í Harlem byrjuðu músíkantar að taka eft- ir honum. Kenny Clarke segir svo frá, að þá hafi Charlie leikið á altóinn líkt og Lester Young lék á tenór. Enda þótt stíll hans væri að breytast í algerlega per- sónulegan stíl, hlotnaðist honum ekki viðurkenning fyrr en nokkru síðar. Á þessum árum Iék hann með ýmsum mönnum, jafnvel lék hann í 9 mánuði með Noble Sissle, sem hafði negra- hljómsveit. Þeir léku nærri einungis dægurlög, og ekki er hægt að segja, að Parker hafi fengið mörg tækifæri þar, því að hann hafði sólóhlutverk í aðeins einu lagi allan timann. Þar lék hann einnig á klarinett, en hann hefur ann- ars gert tilraunir með flest öll blásturs- hljóðfærin, og í fyrstu hljómsveitinni, 18 jazzlUií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.