Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 þegar þú varst að keyra frænku í litlu barnakerrunni. Ég man þegar ég fékk mér frostpinna, þá hættir þú að borða og heimtaðir frostpinna líka. Við vorum góð saman í frost- pinnaátinu. Bless, frændi minn. Þín frænka Þorbjörg. Einar Logi var ákaflega brosmild- ur og ánægður lítill drengur, ég gleymi því seint hversu mikið matar- gat hann var. Alltaf fyrstur til leiks á morgnana, með opinn munninn í dyragættinni hjá Sillu sinni. Mikið var ég heppin að fá að kynn- ast þessum yndislega dreng. Ég mun sakna þín. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég sendi aðstandendum Einars Loga innilegar samúðarkveðjur. Sigurlaug Helgadóttir. Það var óvænt þegar okkur bárust fréttir af að Hildigunnur frænka og Arnar ættu von á barni. Í minningunni var ekki langt síðan ég hafði hnoðast með litlu frænku mína og enn styttra síðan hún hafði komið í heimsókn til frænku sinnar í útlöndum. Það var að sjálfsögðu mikil eftirvænting og gleði þegar Einar litli leit dagsins ljós haustið 2007. Við fjölskyldan sáum myndir af Einari á vefnum, þar sem haf og heimsálfur skildi okkur að, og vorum við óskaplega stolt af strákn- um. Kristófer syni mínum fannst sér- staklega mikið til þess koma að annar strákur bættist í fjölskylduna til að vega á móti kvenveldinu. Seinna um haustið fór ég í heim- sókn til Íslands og var þeirrar bless- unar aðnjótandi að vera viðstödd skírn Einars. Einar var einstaklega glaðlegur og myndarlegur snáði. Hildigunnur og Arnar voru ham- ingjusamir foreldrar þessa sérstaka stráks. Það var gaman að sjá Hildi- gunni í hlutverki móður, heimsækja þeirra nýja heimili og sjá hvernig Einar greinilega lék stærsta hlut- verkið í lífi foreldra sinna. Ég fór einnig með þeim mæðginum í ung- barnaskoðun þar sem okkur var tjáð að Einar yxi og dafnaði samkvæmt settum línuritum og stöðlum. Ég var svo stolt af litlu frænku minni hversu vel hún sinnti móðurhlutverkinu og að sjá hversu mikla gleði Einar færði þeim foreldrum. Stína systir færði okkur síðan fréttir af ömmustráknum og gladdi okkur með sögum af litla snáða. Það var augljóst að Einari var vel sinnt af allri fjölskyldunni. Einari var greinilega ekki ætlað að vera með okkur um ókomna framtíð. Frá fæðingu var vitað að Einar hafði hjartagalla og líklega þyrfti að fara í aðgerð. Í undirbúningi fyrir áfram- haldandi meðferð á Einari var hann skyndilega tekinn frá okkur. Eftir sitja ungir foreldrar án sonar og fjöl- skylda án litla Einars. Ekki er hægt að ímynda sér sorgina við slíkan missi. Einar var þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt foreldra sem Hildigunni og Arnar, og fjölskyldu sem elskaði hann og dáði. Enn fremur voru Hildigunnur og Arnar þeirrar bless- unar aðnjótandi að hafa verið treyst fyrir Einari þann stutta tíma sem hann lifði. Ég veit að Einar gaf fjöl- skyldu sinni slíka gleði sem mun lifa með þeim þrátt fyrir sárann missi. Að lokum vottum við Hildigunni, Arnari og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð með bæn um frið og von í hjarta. Guðrún Kristófersdóttir. Javier Casanova. Kristófer Casanova. Andrea Casanova. ✝ Þorlákur Jónssonfæddist í Reykja- vík 6. júlí 1923. Hann lést 26. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson sjómaður, f. 1. maí 1896, d. 1928 og Guð- brandína Kristín Finnbjarnardóttir, f. 2. febrúar 1900, d. 18. janúar 1928. Bræður Þorláks voru Ás- mundur, gullsmiður og Kristinn Finn- björn, báðir látnir. Þorlákur ólst upp frá sex ára aldri á Kiðjabergi í Grímsnesi. Hann fór um tvítugt til Reykjavíkur og mun hafa ætlað að nema gullsmíði en ekkert varð úr því. Hann stundaði verkamannavinnu í Reykjavík í tvo áratugi en fluttist þá aftur að Kiðjabergi og var hægri hönd Hall- dórs Gunnlaugssonar sem þar bjó. Á árunum 1984 til 1991 var Þor- lákur til heimilis í Bræðratungu í Bisk- upstungum og vinnu- maður þar en flutti síð- an að Bergholti í Biskupstungum þar sem eru íbúðir fyrir aldraða. Þorlákur var ókvæntur en var um hríð í sambúð á Reykjavíkurárum sínum. Útför Þorláks fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Stóru-Borg. Á afmælisdaginn, þegar Láki var 6 ára, fór hann að Kiðjabergi í Gríms- nesi og var þar uns hann fór til Reykjavíkur um tvítugsaldur. Hann mun hafa ætlað að læra gull- smíði enda var bróðir hans í því námi. Hann fór þó fljótt að stunda al- menna verkamannavinnu, var um tíma við Áfengisverslun ríkisins og fleira sem ég kann ekki að nefna. Hann hafði alltaf samband við systk- inin frá Kiðjabergi sem þar voru flest búsett. Einkanlega kom hann á Barónsstíg 65 en þar bjuggu þau Guðrún og Jón Briem. Var þar gest- kvæmt og gott að koma. Þegar Láki hafði verið um 20 ár í Reykjavík fluttist hann aftur að Kiðjabergi. Mun þar hafa farið sam- an að fólki var að fækka hjá Halldóri og Láki orðinn leiður á Reykjavík- urdvölinni. Voru þá komnir aðrir bú- skaparhættir og farið að selja mjólk- ina til Mjólkurbús Flóamanna. Þar sem Halldór var orðinn fullorðinn sá Láki um flest útistörf. Voru um tutt- ugu kýr í fjósi og allmargt fé en erf- iðar smalamennskur voru á Kiðja- bergi, féð gekk í Hestfjalli og engin girðing milli jarðanna Kiðjabergs og Vatnsness. Þá var stunduð veiði þarna meira en víðast annars staðar. Var ágæt netaveiði í Hvítá og sil- ungsveiði í Hestvatni. Eftir að Láki flutti frá Kiðjabergi fór hann nokkr- um sinnum með þeim er þetta ritar og lagði net í Hestvatn og var aug- ljóst að hann kunni á því tökin. Þegar Halldór lést árið 1984 flutt- ist Láki að Bræðratungu til þeirra Sveins Skúlsonar og Sigríðar Stef- ánsdóttur. Var þar nóg að gera eins og á Kiðjabergi og nutu eiginleikar Láka sín vel þar við skepnuhirðingu og önnur bústörf. Ekki má gleyma því að það var mikils virði fyrir Láka að komast á gott heimili á þessum aldri og fá að fást við störf sem hann hafði ánægju af. Eignaðist hann líka góða vini þar í sveitinni og urðu þessi vistaskipti hin ánægjulegustu. Í Biskupstungum eru íbúðir fyrir aldraða nálægt Aratungu og þangað flutti Láki árið 1991 enda var hann þá farinn að lýjast. Þótt hann flytti þangað mun hann hafa farið í Bræðratungu flesta daga til að byrja með að minnsta kosti. Haukur Ingv- arsson frá Hvítárbakka bjó í nábýli við Láka í Bergholti og kom hann oftast með og fengu þeir félagar góð- gerðir hjá Siggu. Nú að leiðarlokum er góðs manns að minnast. Hann var góður jafnt mönnum sem málleysingjum. Fáir eru þeir sem höfðu jafn gaman af að setja á kálfa og gefa kúnum og hlúa að þeim skepnum sem hann hirti um á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst: Halldór föðurbróðir minn á Kiðja- bergi hefði alls ekki getað verið þar fram undir andlátið nema Láka hefði notið við. Páll Skúlason. Ævi og eðlisþættir eru okkur öll- um í byrjun óskrifuð bók, „tabula rasa“. Lífið býður ekki upp á einföld svör heldur flóknar spurningar. Sum lífshlaup eru sérstakari en önnur. Fáir þekkja vel sögu Þorláks Jóns- sonar. Sú saga hefur aldrei verðið skráð en við sem þekktum hann vel gátum fundið að hún var um margt merkileg og flóknari en margur hefði haldið. Sérhver ferð hefst með einu feti og það má halda því fram með nokkrum rétti að Láki hafi sjálfur tekið völdin þegar hann var sex ára gamall. Sagan segir að hann hafi hlaupið á brott úr erfiðri vist á ná- grannabæ og bankaði upp á hjá Soffíu og Gunnlaugi í Kiðjabergi og spurt: „Má ég eiga heima hér?“ Ör- lögin voru þaðan af að mestu ráðin. Þau hjón ólu hann upp eins og þeirra eigið barn væri, á því mikla menn- ingarheimili sem Kiðjaberg var. Þá var þar mannmargt með afbrigðum og allur bragur án vesældar og ekk- ert alþýðuhokur. Hann hleypti heim- draganum á stríðsárárunum, fór í Bretavinnu, vann í Áfenginu og ým- islegt annað sem fyrir lá. Óhætt er að segja að hann hafi marga fjöruna sopið. Það var komin talsverð slag- síða á líf hans um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þá réð gamall vinur honum heilt, að flytja aftur að Kiðjabergi. Þar tók Halldór Gunn- laugsson hreppstjóri honum fagn- andi og rétti honum hjálparhönd. Láki færðist allur í aukana og varð heimilisstólpi Kiðjabergs og gerði raun Halldóri kleift að búa áfram á föðurleifð sinni til dánardags. Ég kom oft að Kiðjabergi á þessum ár- um og dvaldi þar sumarpart þegar ég var 8 ára. Búskaparhættir voru á þeirra tíma mælikvarða fornir en um leið forvitnilegir. Þar sáust líka skepnur sem maður hafði ekki séð áður svo sem þrílit kýr í fjósi og hú- fótt hryssa í stóði. Seinna kynntist ég Láka enn frekar þegar hann flutti í Bræðratungu. Hann bjó þar í vel- komnu skjóli Siggu og Svenna og sinnti verkum eins og hann gat. Þar gáfu góðir vinir af auðlegð hjarta síns. Saga Láka er sigurganga. Hann braust úr rótleysi í árdaga lífs síns og rétti sig af seinna meir oftar en einu sinni með hjálp vina sinna. Síð- ast reyndust honum engin betur en þau Bræðratunguhjón og Jón Svein- bergsson, velgjörðarmaður hans í áratugi. Þetta sagði Láki mér oft. Hann vissi að hann átti góða að, þess vegna varð hann aldrei hræddur þó að á móti blési. Nú er ljósið hans slokknað og glæðurnar kulnaðar. Láki er farinn og kemur ekki aftur. Hann var stór sál vegna þess að hann var sérstakur mannvinur. Hann vissi ekkert illt. Hið góða ent- ist honum til skapadægurs. Skúli Gunnlaugsson. Við fráfall Láka hefur vinum mín- um fækkað um einn. Það kom ekki beint á óvart að hann skyldi kveðja, blessaður, en ævinlega er manni brugðið þegar berast tíðindi af and- láti vina. Ég held að við Láki höfum talað fyrst saman á einhverri sam- komu árið 1989. Ég man að ég þurfti að sperra eyrun til að skilja hann al- mennilega. Ég fann strax að þar fór gæskumaður, hlýlegur í framkomu og léttur í lund. Honum var ekki tamt að hafa sig mikið í frammi í fjölda fólks. Slíkir menn eiga gjarn- an greiðari leið að hjarta manns en þeir sem láta meira á sér bera. Á út- mánuðum 1999 verða þeir nágrannar í Kistuholtinu faðir minn og Láki. Úr því varð sönn vinátta. Það var föður mínum sannarlega gæfa. Betri ná- granna var varla hægt að finna og þau 6-7 ár sem þeir áttu þar saman voru í mínum huga ómetanleg. Sá tími hefði orðið með öðrum blæ ef faðir minn hefði haft einhvern annan fyrir nágranna, Láki átti mikinn þátt í hversu vel honum leið í Kistuholt- inu. Þeir voru fáir samferðamennirn- ir sem fengu jafnháa einkunn hjá föður mínum. Svo ég vitni í föður minn þá sagði hann oft „ Láki er mik- ill mannvinur og ekki síður skepnu- vinur“. Það var alltaf jafn ánægju- legt að hitta Láka, ég naut þess að kynnast honum vel á þessum árum sem þeir voru nágrannar. Ef maður átti stund með honum einum áttaði ég mig enn betur á hans mannkost- um, þá opnaði hann sig betur og fann maður að hann var betur með á nót- unum í þjóðmálunum en ætla mátti. Hann hafði jafnframt tilhneigingu til að sjá það spaugilega í umhverfinu og benti manni jafnvel á eitthvað sem maður hafði ekki haft auga fyrir áður. Láki leit fyrst og fremst á sig sem Grímsnesing og var drjúgur yfir því, en hann eyddi stórum hluta ævi sinnar á Kiðjabergi í þeirri sveit. Hann ólst þar upp að hluta til. Þegar hann var fulltíða maður flutti hann til Reykjavíkur og vann þar ýmis verkamannastörf. Lenti þar í áföll- um og hremmingum, sagði hann mér. Konu átti hann sem hann missti bráðunga, það var honum að vonum þungbært og lenti hann í glímu við Bakkus. Þegar hann er orðinn fer- tugur liggur leiðin aftur að Kiðja- bergi. Þar gerðist hann ráðsmaður og gegndi því starfi af mikilli alúð, er mér sagt af kunnugum. Láki flytur svo í Tungurnar þegar hann er kom- inn á sjötugsaldur. Fyrst er hann í nokkur ár í Bræðratungu og síðustu 18 árin átti hann heimili í Kistuholti 3. Eftir að faðir minn lést höfum við Sigrún haldið sem fyrr sambandi við Láka. Við litum til hans um síðustu jól. Þá leyndi sér ekki að það var talsvert af honum dregið. Ég hugðist líta til hans á sjúkrahúsinu hér á Sel- fossi, en þá var mér tilkynnt að hann hefði látist þann daginn. Mér er of- arlega í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þér, Láki minn, og ennfrem- ur hvað þú varst honum pabba mikill vinur og mikill styrkur síðustu árið hans. Það verður í raun aldrei full- þakkað. Það verða fagnaðarfundir með ykkur í nýjum heimkynnum. Blessuð veri minning Þorláks Jóns- sonar. Kristófer A. Tómasson. Meira: mbl.is/minningar Þorlákur Jónsson ✝ Haraldur ValtýrMagnússon fædd- ist á Flateyri 28. júlí 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 26. febrúar sl. Foreldrar hans voru Bjarney Steinunn Einarsdóttir og Magnús Jónsson skipstjóri. Bjarney og Magnús eignuðust níu börn og eru þau nú öll látin. Haraldur var næstyngstur systk- inanna og var alinn upp af ömmu sinni, Gíslínu Stein- unni Bjarnadóttir. Haraldur kvæntist Rannveigu Jónu Elíasdóttir hinn 25.11. 1954, þau eignuðust fjóra syni: Hinrik, eiginkona hans var Fjóla Bjarna- dóttir, látin. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Svavar, kvæntur Solveigu Ax- elsdóttir og eiga þau saman einn son. Svav- ar á tvo syni frá fyrra hjónabandi og fjögur barnabörn. Haraldur, kvæntur Guðmundu B. Sigurðardóttur, þau eiga saman tvö börn og fjögur barna- börn. Gísli, kvæntur Irene Fynn og eiga þau tvo syni. Haraldur stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri til ársins 1992, lengst af var hann vélstjóri á sem- entsflutningaskipinu Skeiðfaxa. Útför Haraldar verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14. Hann Halli tengdapabbi var mjög lífsglaður maður, þrátt fyrir veikindi síðustu árin var hann alltaf jákvæður og glaður, það voru allir svo góðir við hann. Halli var sjómaður frá unglingsár- um og markaði það hann alla tíð. Hann stóð inni í eldhúsi heima, bank- aði í loftvogina og sagði: er hann að snúa sér, eða, ætlar hann að fara að rigna? Fjölskyldan henti oft gaman að því hvað þú gast verið fljótfær eins og til dæmis þegar þið voruð að byggja sumarbústaðinn. Þá komum við að þér þar sem þú varst búinn að koma vaskinum í eldhúsinnréttinguna, bú- inn að tengja vatnið og sýndir okkur stoltur. Sjáið þið, einn og hálfur hringur, bullandi kraftur. En þú hafðir gleymt því að þú varst ekki bú- inn að tengja vatnslásinn svo að vatn- ið rann allt niður í skápinn og út á gólf. Þú hlóst bara með okkur og sóttir tusku til að þurrka upp bleyt- una en tuskan var undin í vaskinn svo vatnið endaði aftur á gólfinu. Við grenjuðum af hlátri og þú hlóst líka með. Elsku Halli, nú er komið að kveðjustund. Ég sé þig í anda með Jónu þinni rússandi á Saab-inum eitthvað út í buskann og taka svo sporið og dansa inn í eilífðina sæll og glaður. Solveig Axelsdóttir. Afi Halli var okkur alltaf frábær afi. Þó að það séu aðeins nokkrir dag- ar síðan hann kvaddi alfarið þennan heim þá tók Alzheimerssjúkdómur- inn hann inn í hans eigin heim fyrir nokkrum árum. Og það var í raun þá sem við misstum hann. En við minn- umst með þakklæti góðra stunda með skemmtilegum afa sem lagði með okkur kapal í eldhúsinu, bauð okkur með í ævintýraferð til Vest- mannaeyja, dansaði við okkur á Spáni og sagði okkur sögur frá sigl- ingunum. Við sóttum mikið í afa Halla og ömmu Jónu allt frá því við vorum pínulitlar. Það var alltaf svo gaman að vera með þeim. Þau voru fyndin hjón sem voru oft að kýta, en amma var þó kletturinn í lífi afa og eftir að hún dó varð lífið allt aðeins tómlegra. Afa fannst alltaf frábært hvað við ferðuðumst mikið og hvatti okkur áfram í að skoða heiminn og mennta okkur. Hann sagði oft að hann hefði viljað getað „siglt“ svona mikið þegar hann var ungur. Sjálfur fór hann svo með ömmu í margar „siglingar“ til sólarlanda þegar hann var ekki ung- ur lengur, og skemmti sér hið besta. Afi var sérlegur snyrtipinni og fannst gaman að vera fínn í tauinu. Hann var líka haldinn bíladellu og varði löngum stundum í bílskúrnum að bóna glæsikerrurnar. Það var ekki auðvelt að fá að keyra bílana hans, ég held að við höfum ekki einu sinni þor- að að spyrja. Afi var alltaf svo reffileg- ur og heilsuhraustur. Þegar við gist- um heima hjá afa og ömmu vöknuðum við allt of snemma við morgunæfing- arnar hans afa. Þær voru fastur liður í heilsuræktinni, sem og að hjóla um Skagann. Svo elskaði afi að dansa. Hann dansaði við „stelpurnar“ á elli- heimilinu eins lengi og hann hafði heilsu til. Eftir að líkaminn gaf sig og ekki var lengur hægt að tjútta, var kominn tími til að kveðja og halda til fundar við ömmu Jónu á ný. Friður sé með þér, elsku afi, Sól úti. Sól inni. sól í hjarta. Sól í sinni Sól og gleði í sálu minni. (K.) Bjarney Hinriksdóttir, Rannveig Jóna Haraldsdóttir. Haraldur Valtýr Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.