Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 16
Diego Garcia virðist hafa verið fórnarlamb aðstæðna. Fyrst var eyjan nauðsynleg Banda- ríkjamönnum til að fylgjast með umsvifum Sovétríkjanna á Indlandshafi og var eyjan því byggð upp hratt á hápunkti kalda stríðsins til að bera gríðarlega flugumferð og einnig til að veita bandaríska flotanum náttúrulegt lægi. Með slík sjónarmið að leiðarljósi var eyjan leigð Bandaríkjamönnum til 60 ára, til afnota undir herstöð. Með falli Berlínarmúrsins 1989 og eftir að kalda stríðinu lauk 1991 með falli Sovétríkj- anna hefði mikilvægi eyjunnar átt að minnka. Í stað þess varð hún mikilvæg sem stökk- pallur í Miðausturlönd í Persaflóastríðinu 1990 þegar Írakar voru hraktir út úr Kuwait. Jókst mikilvægi eyjunnar einnig til muna í baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum en hún hefur verið notuð til að nálgast Írak og Afganistan sem og fyrir ólöglega fangaflutn- inga Bandaríkjahers líkt og Guantanamo. Í stríði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa fleiri árásir verið gerðar á Afganistan frá Diego Garcia en nokkurri annarri bækistöð hers- ins. Talsverð umsvif Á eyjunni í dag eru um það bil 1700 hermenn og 1500 borgarar sem starfa þar í verktöku fyrir herinn. Bæði flugherinn og sjóherinn hafa aðstöðu þar og nýtir sjóherinn sér einstaka lögun eyjunnar en hún er eins og fótspor í laginu með náttúrulegu hafnarstæði. Á Diego Garcia eru AWACS eftirlitsflugvélar, B52, B1 og B2 sprengjuflugvélar, KC-135 Stratot- anker og margar fleiri stuðningsvélar og orrustuþotur að auki. Að jafnaði eru einnig 14 her- skip gerð út frá Diego Garcia. Diego Garcia Fótspor Eyjan Diego Garcia er stærsta eyjan í Chagos Archipe- lago eyjaklasanum og býður hún upp á náttúrulegt hafnarstæði og er að auki ákjósanleg fyrir at- hafnir bandaríska flughersins. (Miðbaugur) INDLANDSHAF ARABÍUHAF Indland M ad ag as ka r Chagos ey jak las inn Diego Garcia Masc arene -ey ja r Máritíus Maldives Seychel les-ey jar Oman Yemen Saudi-Arabía Eþíópía Só m al ía Kenýa Ta ns an ía Mó sa m bík 16 Mannréttindi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Eyjaklasinn Chagos er talinnhafa verið í byggð frá 1776,einkum stærsta eyjan,Diego Garcia. Eyjuna nam fólk aðallega frá Afríku og Indlandi. Upphaflega var eyjan í eigu Frakka en eftir Napóleonsstríðin, við undir- skrift friðarsáttmálans í París 1814 milli Frakka annarsvegar og Breta, Austurríkismanna, Prússa, Rússa, Svía og nokkurra þýskra ríkja hins- vegar, var eyjunum úthlutað til Bret- lands. Á eyjunum var mikið af pálma- trjám og varð ræktun þeirra og úr- vinnsla kókoshnetna helsta lifibrauð eyjaskeggja. Framleiðsla á kókos- mjöli og kókosolíu varð svo mikil að á tímabili voru þrælar fluttir til eyjanna. Á þennan hátt leið hálf önnur öld og eyjarskeggjar þrifust vel á para- dísareyjunni Diego Garcia. Svo kvaddi kalda stríðið dyra. Þá urðu eyjarskeggjar fórnarlömb aðgerða sem minntu óþyrmilega á hegðan ný- lenduvelda fyrri alda. Réttlægri en skjaldbökur Upp úr 1960 var nýlendustefna Bretlands að syngja sitt allra síðasta. Kalda stríðið var í hámarki, Kúbu- deila, umrót í Tekkóslóvakíu og Víet- namstríðið varð þess valdandi að um- svif Bandaríkjamanna jukust verulega. Bandaríkjamenn sárvant- aði bækistöð í Indlandshafi. Aðeins tvær eyjar voru taldar koma til greina og báðar voru hluti af breska samveldinu. Upprunalega vildi bandaríski herinn fá eyjuna Aldabra sem er hluti Seychelle-eyja en vegna þess að á eyjunni eru sjaldgæfar skjaldbökur var búist við kröftugum mótmælum náttúruverndarsinna í Bandaríkjunum. Það varð því úr að Diego Garcia varð fyrir valinu sem bækistöð bandaríska hersins í Indlandshafi. Haft var eftir bandarískum embætt- 2000 kílómetra leið. Íbúum eyjanna var svo sleppt á götur Máritaníu með einungis ferðatösku í farteskinu því öll önnur verðmæti voru skilin eftir á eyjunni, þar með talin húsgögn og bú- stofn. Lagt á ráðin Eins og áður segir var eyjan í byggð og blómstraði mannlífið sem byggðist að miklu leyti á kókos- uppskerunni sem var seld áfram til Máritaníu. Það voru því talsverð sam- skipti milli Diego Garcia og Máritaníu og skapaði þetta vandamál þar sem fyrirséð var að Máritanía fengi senn sjálfstæði og Diego Garcia ætti með öllum rétti að fylgja með. Málið var leyst með því að fá forsætisráðherra Máritaníu til þess að selja Bretlandi Diego Garcia. Greiðslan fyrir eyj- urnar átti svo að nýtast Máritaníu til þess að koma íbúum Diego Garcia fyrir í Máritaníu. Sú ákvörðun hafði verið tekin að rýma eyjarnar svo hægt yrði að byggja þar herstöð fyrir bandaríska herinn, sem myndi leigja landið af Bretum. Utanríkisráðuneyti Breta var falið að finna lagagrundvöll fyrir aðgerð- unum og var ýmsum meðölum beitt til að ná tilsettum árangri. Meðal annars var reynt að grafa undan bú- seturétti Chagossa, en það voru þeir nefndir sem byggðu eyjaklasann, og því haldið fram að þeir hefðu aðeins haft tímabundna búsetu á eyjunni til þess að sinna kókosuppskerunni. Í rauninni voru eyjaskeggjar skil- greindir sem farandverkamenn þrátt fyrir að hafa búið á eyjunni kynslóð fram að kynslóð. Lokalausnin fólst svo í því að Bretar keyptu atvinnu- rekstur svæðisins og sviptu eyja- skeggja þannig lífsviðurværinu. Jafn- framt var gengið úr skugga um að þeir eyjaskeggjar sem heimsóttu Má- ritaníu fengju ekki leyfi til að fara til baka til Diego Garcia, þar sem því var haldið fram að þeir hefðu ekki lengur atvinnleyfi á eyjunni. Margir urðu þannig innlyksa á Máritaníu og þegar ættingjar þeirra fóru á eftir þeim til að athuga hvað hafði gerst urðu þeir sömuleiðis innlyksa þar. Þeir sem eft- ir voru á eyjunum voru svo fluttir á Flutt nauðug frá paradís SrA Rebeca M. Luqui Seigur Olivier Bancoult hefur háð harða baráttu fyrir réttlæti. Íbúar Chagossar, en svo eru eyjaskeggjar nefndir, höfðu búið og starfað á eyjunni í margar kynslóðir þegar Bretar fluttu alla á brott til Máritaníu til að rýma fyrir bandarískri herstöð. Umferð Síðust ár hefur verið gríðarleg umferð á Diego Garcia þar sem flug- völlurinn er mikið notaður til árása á Afganistan og þar áður á Írak. B1 sprengjuflugvél hefur sig á loft. ismönnum að þeir hefðu lítið vitað um málið fyrr en eftir á. Það vafðist hins- vegar lítið fyrir ríkisstjórn Breta, sem Harold Wilson veitti forsæti, að flytja íbúana á brott. Um var að ræða Unnið Hefðbundin störf við vinnslu á kókoshnetum en úr þeim var unn- in dýrmæt olía fyrir snyrtivöruiðn- aðinn sem og kókosmjöl. Chagossar Talið er að um tvö þúsund manns hafi verið fluttir nauðungarflutn- ingum frá eyjunni Diego Garcia. Nú eru um 500 manns eftirlifandi en afkomendur eru um fjögur þúsund. Eyjaskeggjarnir eru að stórum hluta afkomendur þræla frá Afríku og Indlandi sem voru fluttir til eyjanna af Frökkum og Bretum til að starfa við ræktun og uppskeru kókostrjáa. Lang flestir voru fluttir nauðugir til Máritaníu án allra eigna, ein- ungis með fatnað meðferðis. Flestir enduðu í fátækrahverfum Port Lo- uis, höfuðborgar Máritaníu. Líf á eyjunum virðist hafa verið sældarlíf. Allar fjölskyldur áttu sín hús, það var ein kirkja á staðnum, skólar fyrir börnin og sjúkrastofur. Samskipti voru aðallega takmörk- uð við skipaferðir til Máritaníu þangað sem Chagossar sóttu nauð- synjar aðrar en þær sem fengust á Diego Garcia. Bandaríkjamenn hafa rekið fanga- búðir, sem í daglegu tali eru kall- aðar Camp Justice, en það er sam- heiti yfir búðir þar sem hryðju- verkamenn eru yfirheyrðir. Á meðal slíkra búða eru Guantanamo á Kúbu, en einnig Kadhimiya í út- hverfi Bagdad í Írak og svo Diego Garcia í eyjaklasanum Chagos. Á síðasta ári staðfesti hershöfð- inginn Barry McCaffrey, sem er kominn á eftirlaun, að á Diego Garcia væru fangar yfirheyrðir og væru í allt um þrjú þúsund fangar á áðurnefndum stöðum. Þó Bandaríkjaher reki herstöð- ina er Diego Garcia á ábyrgð Breta. Málið hefur því valdið titringi innan ESB. Michael Hayden yfirmaður CIA hefur neitað ásökunum um að Diego Garcia hafi verið notuð á sama hátt og Guantanamo. Fanga- flutningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.