Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 2
Ævintýrið um JÓNAS TÓMASSON lónskáld og organista á ísafirði Fyrstu árin. Jónas var fæddur á Hróarsstöðum í Fnjóskadal 13. apríl 1881. Var Jdví vorsins barn. Ilann lést í Reykjavík 9. september 1967 og var jarðsettur á isafirði 25. s. m. Foreldrarnir, Tómas Jónasson og 'Rjörg Emilía Þorsteinsdóttir, voru fátækt bændalfólk, en börnin mörg. Rókakostur var þó góður, því að bóndinn var raunar rithöfundur og okáld á rangri hillu. En þetta slampaðist þó af með guðs hjálp, Iþar til sorgin kvaddi dyra. Tómas bóndi dó árið 1883, 48 ára. Þá var Jónas á 3ja ári, en yngsta barnið ófætt. Farið var að fornum sið, allt var selt. Það varð að greiða koslnaðinn við ú'jförina, meðlagið með börnunum o. fl. Jónas fór þá í fóstur tiil föðursystur sinnar og manns hennar, Sigríðar Jónasdóttur og Hallgríms Ólafssonar, að FremstafeRi i Köldukinn. Þau fluttust til Kanada 1887 og fór Jónas þá að Fjósa- tungu til Gunnlaugs Einarssonar. Síðar fluttist Gunrilaugur að Ein- arsstöðum í Rorgarfirði og ólst Jónas þar upp hjiá honum og konu hans Friðriku Friðgeirsdóttur. Til Isafjarðar. Með nýrri öld hefst nýr kapituli í ævi Jónasar. IJann flýgur ur fóistur-hreiðri og flyst til Isafjarðar 1903. Hann átti þangað raunar nokkurt erindi, því að systur hans tvær, Sigrún og Helga, voru þa giflar og búseltar á ísafirði, en hin þriðja, Tómasína Ingi'björg, var ihjá þeim um stundarsakir. Móðir þeirra, Rjörg Emilía, var einnig flutt vestur og dvaldist hjá dætrum sínutn. Það urðu samt ekki 2 ORGANISTABLAÐH

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.