Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Hinn 8. júní sl. bár- um við til grafar hann afa minn. Á svona stundu hugsa ég til baka til allra góðu minninganna sem ég á af þeim afa og ömmu. Það er varla hægt að rifja upp minningar án þess að amma heitin sé með, því þau voru eins og ein manneskja í huga okkar barnanna. Afi var merkilegur maður. Hann átti viðburðarríka ævi og mundi hana í smáatriðum fram á dauðadag. Oft þegar ég kom að heimsækja hann, þá fengum við okkur kaffi og með því, og hann sagði mér sögur af því hvernig lífið var á ferðalögum um heiminn með ömmu og börnin. Hann átti skemmtiegar sögur af svo mörgum atburðum og hafði gaman af því að rifja þær upp. Við gátum setið tím- unum saman og farið í gegnum bæk- ur og bréf sem skýrðu frá hinum ýmsu atvikum sem hann hafði upp- lifað. Alla sína ævi hafði hann haft það að leiðarljósi að vera okkur gott Jón Jónsson ✝ Jón Jónsson fædd-ist 9. júlí 1919 á Hrúteyri við Reyð- arfjörð. Hann lést 31. maí 2010. Jón var jarðsung- inn frá Bústaðakirkju 8. júní 2010. fordæmi og það var hann svo sannanlega. Heima hjá ömmu og afa í Hlíðargerðinu var alltaf allt fullt af lífi. Tónlist, gestir, matur, hlátur og svo mætti lengi telja. Erlendir gestir voru tíðir, og man ég sérstaklega eftir því hvað mér þótti það spennandi og hitta alla þessa útlendinga sem voru snillingar eins og afi. Barnshjart- að fylltst stolti þegar ég gekk inn í „afa herbergi“ og sá all- ar bækurnar sem hann átti og flottu pennastandana á skrifborðinu. „Afi – hefurðu lesið allar þessar bækur?“ spurði ég hann einhverntímann og þegar hann svaraði því játandi þá sagði ég „mikið rosalega ertu þá orð- inn gáfaður“. Afi var mikill snyrtipinni og þegar maður gekk inn á skrifstofu til hans, þá var þar allt í röð og reglu og oftast sat hann við skrifborðið sitt við störf sín. Afi skrifaði bækur og vakti það hjá mér áhuga á að skrifa bækur. Ég hef byrjað margoft en aldrei náð að klára það. Ég ræddi það við hann ein- hverntímann og hann svaraði mér því að ég skyldi geyma allt mitt efni, því þegar rétti tíminn kæmi þá myndi ég einbeita mér að því að klára það. Þegar ég sat í kirkjunni og hlustaði á fallegu lögin og ljúf minningarorðin frá prestinum, helltust yfir mig margar ljúfar minningar. Svo marg- ar að ég get ekki gert upp á milli hvað mig langar að rita hér í þessa stuttu minningargrein mína, en eitt stóð þó upp úr, það var hvað ég var stolt af því að eiga þennan merkilega mann sem afa. Hann átti góða og langa ævi og af henni allri gat hann verið stolt- ur. Börnin og barnabörnin nutu góðs af honum fram á dauðadag. Það besta sem hann gaf okkur var virðing. Virð- ing fyrir mannkyninu, lífríkinu og jörðinni. Hann fordæmdi aldrei, blót- aði aldrei og bar höfuðið hátt. Í hjarta mínu er ég glöð yfir því að hafa setið hjá honum þegar hann kvaddi heim- inn með þeim fallega hætti sem hann gerði og fá að eiga allar góðu minn- ingarnar um stundirnar í gegnum ár- in. Elsku afi, takk fyrir samveruna. Þín verður minnst með stolti og gleði. Guð geymi þig. Kveðja, Guðrún Brynjólfsdóttir. Elsku langafi, takk fyrir allt og allt. Mamma ætlar að segja mér marg- ar skemmtilegar sögur um þig, lang- ömmu og afa minn á himnum þegar ég verð stór strákur, en allavega gekk síðasta aðgerð mín rosalega vel og ég orðinn duglegur strákur aftur. Það verður líka gaman að sjá mynd- irnar sem eru til af okkur tveim frá því ég fæddist. Elsku langafi, takk fyrir góða tím- ann sem við höfum átt saman. Elsku afasystur og fjölskyldur, núna er langafi á góðum stað og mun Guð styrkja okkur í þessari sorg. Yfir voru ættarlandi, aldafaðir, skildi halt. Veit því heillir, ver það grandi, virstu að leiða ráð þess allt. Ástargeislum úthell björtum yfir lands vors hæð og dal. Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum, ljós, er aldrei slokkna skal. (Steingrímur Thorsteinsson.) Hvíl þú í friði, elsku langafi. Þinn Guðmundur Sölvi. Elsku afi, nú hefur þú fengið þinn langþráða svefn og hitt ömmu og pabba á nýjum stað. Upp í huga minn koma allskonar minningar um þig og góðu tímana sem við höfum fengið að eiga með þér, en erfitt er að velja eitthvað eitt og eitt því það eru svo margar góðar minningar sem ég á með þér og hvað þá við öll barnabörn og barnabarna- börn sem þú hafðir mikið dálæti á og ekki gastu gert upp á milli þó að hóp- urinn væri orðinn stór. En þó er ein góð minning sem ég mun ætíð varð- veita, það er þegar ég sagði þér frá að nýr erfingi væri á leiðinni í heiminn og alltaf varstu að fylgjast með og fylgdist enn meira með þegar þú fréttir að hann þyrfti að gangast und- ir nokkrar smáaðgerðir eftir fæðingu og sagðir mér að læknar okkar væru svo klárir að gera við svona skörð og ég þyrfti nú ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo ól ég son og þú varst afar stoltur af langafastráknum þar sem hann fæddist með þetta kolbika- svarta hár og með langafaliðina og þegar ég kom í heimsókn til þín í Ár- skógana varstu svo stoltur og ánægð- ur með litla langafastrákinn, einnig eftir aðgerðirnar sem hann gekkst undir en eftir síðustu aðgerð fékkstu ekki að sjá hann því þú kvaddir þenn- an heim með reisn og ert nú kominn í faðm hennar ömmu og til hans pabba. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) En elsku afi, hvíldu í friði og ég veit við munum hittast að nýju síðar. Elsku Ragga, Björg, Þura og fjöl- skyldur, megi Guð styrkja okkur í þessari sorg þegar við kveðjum afa. Þín, Ragnheiður „litla“ Sölvadóttir. Við hittumst fyrst á vertíð í Ólafsvík á netaveiðum. Ég hafði lítið af honum að segja þann vetur. Um sum- arið fór Stebbi að búa með Ilmi vin- konu minni og tókst þá strax með okkur hinn ágætasti vinskapur sem stóð óslitinn fram á þennan dag. Við vorum um margt ólíkir en báðir uppátækjasamir og hressir. Við vor- um mjög samrýndir í þann tíð að Stebbi og Ilmur bjuggu í Aðalstræti 16 ásamt fáeinum öðrum krökkum og var þar oft gestkvæmt. Mér er það minnisstætt að við vorum svo þreytt á að hlaupa niður að opna fyr- ir gestum að við settum niður streng sem var tengdur við litla klukku og áttu gestir að toga í strenginn og láta vita af sér. Það varð til þess að Stefán Þorkell Karlsson ✝ Stefán ÞorkellKarlsson var fæddur 15. maí 1954 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 2. júní sl. Útför Stefáns Þor- kels fór fram frá Digraneskirkju 15. júní 2010. allir sem áttu leið framhjá toguðu í strenginn og varð hálfu gestkvæmara á eftir. Þetta tímabil varð okkur örlaga- valdur og tókum við til þess að við krakkarnir sem vorum í Aðal- stræti héldum mikið saman eftir þetta eða vissum hvert af öðru. Stebbi var á sjó á Reykjavíkurtogurum á þessum tíma og var það sagt að harðari togarajaxl væri ekki í gangi á þeim tíma. Óteljandi er það fólk sem hann kynntist í gegnum súrt og sætt og er hann minnisstæður öllum sem þekktu hann. Seinna eftir mörg æv- intýri hittumst við aftur og hann bjó hjá mér í Breiðholtinu um tíma og hafði hann þá verið um nokkurra ár skeið í Svíþjóð. Hann hafði alltaf lag á að sjá um að hans heimili hefðu nóg að bíta og brenna og leið enginn skort sem umgekkst Stebba. Hann hélt alltaf mikið upp á foreldra sína og systur. Er mér Stella, móðir hans, mjög minnisstæð. Hún lést ekki alls fyrir löngu og tregaði Stebbi hana mikið. Mikið gekk á í æsku Stebba og var það eins og ann- að á hans ævi mótandi á alla hans til- veru. Hann var góður við vini sína og muna allir hans vinir eftir því þegar hann tók Védísi Leifsdóttur að sér þar sem hún kom heim með þann vágest í farteskinu að hún var með alnæmi. Stebbi annaðist hana af nærgætni til dauðadags. Eftir það fór hann að búa með Þóru Vilhjálms- dóttur og átti með henni eina dóttur að nafni Stefanía Katrín Sól. Eins gekk hann tveimur sonum Þóru í föðurstað og kom þeim áfram. Stebbi átti mikð af börnum og kann ég ekki að nefna þau, enda þekkti ég þau lítið en hann lét sér annt um all- an skarann og var alltaf til í að fara í vasann ef þau vanhagaði um eitt- hvað. Á seinni árum tók Stebbi sig til og fór að stunda ljósmyndun af kappi og hélt vel áfram við það. Allt- af hélt ég sambandi við Stebba og talaði við hann oft í viku eða þá við hittumst. Ég talaði við Stebba á föstudeginum í síðasta sinn og kvartaði hann þá yfir lasleika, eins og svo oft eftir að hann lenti í erf- iðum veikindum sem hann stóð aldr- ei að fullu upp úr. Ég frétti á mið- vikudeginum að hann væri látinn og kom mér það eiginlega ekki á óvart, þótt ég vonaði að hann fengi lengri tíma með okkur, fólkinu sínu, vinum sínum. Kveð ég Stebba Karls með trega og ég veit að þið öll sem þekkt- uð hann gerið sama. Björgvin Kristjánsson Spoon. Með söknuði og stolti kveð ég vin minn. Siggi var framúrskarandi. Plöturnar hans eru neðanjarðar- konfekt. Verk sem eiga eftir að vaxa að vegsemd og virðingu með Sigurður Ármann Árnason ✝ Sigurður ÁrmannÁrnason fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 9. júlí 1973. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Auðbrekku 2 í Kópavogi 22. maí sl. Útför Sigurðar Ár- manns fór fram frá Kópavogskirkju 2. júní 2010. tímanum. Tímalaus- ar. Ég náði að sjá hann nokkrum sinn- um á tónleikum þar sem hann plokkaði næmar og brothætt- ar laglínur á klass- ískan gítar með kraftalegum kruml- um. Það voru þessar andstæður sem voru svo magnaðar. Svona stór og sterkur mað- ur reyndist einlægur, fínlegur og ljóðrænn. Siggi naut algerrar sérstöðu. Hann var dökkfjólublár demantur. Hann skilur eftir sig mögnuð lög um sorgina, varnar- leysi hugans, vináttuna og lífs- neistann. Það var heiður að kynn- ast honum. Hann var kraftmikill með titrandi hjarta. Hann átti við geðsjúkdóma að stríða og lýsti því á hreinskilinn hátt í lögunum sín- um. Það sem felldi góðan dreng gerði hann líka að miklum lista- manni. Siggi sagði mér þá skemmtisögu að læknirinn hans hefði beðið hann afsökunar eftir að hann kom heim af tónleikaferða- lagi þar sem hann hitaði upp fyrir Sigur Rós um allan heim. Í gamalli skýrslu um andlegt ástand Sigga hafði læknirinn skrifað að hann væri haldin ranghugmyndum um að hann væri tónlistarmaður. Við hlógum mikið að þessu. Siggi gaf út tvær hljómplötur, verk sem sýna okkur inn í fallegt hugarlandslag hans. Ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Lífið var stutt, fílamaðurinn minn, en listin er löng. Ragnar Kjartansson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við minningu föður okkar og tengdaföður, afa og langafa, BIRGIS FINNSSONAR fyrrv. forseta sameinaðs Alþingis, sem lést 1. júní. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti, sem annaðist hann af einstakri alúð síðustu vikurnar sem hann lifði. Auður Birgisdóttir, Páll Skúlason, Finnur Birgisson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Arndís Birgisdóttir, Sigmundur Sigurðsson, Björn Birgisson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HANNESAR FINSEN fv. forstjóra, Vesturgötu 50A, 101 Reykjavík. Guðbjörg A. Finsen, Guðrún Finsen, Bjarne Wessel Jensen, Aðalsteinn Finsen, Hulda Hrönn Finsen, Sigríður Finsen, Magnús Soffaníasson, barnabörn og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA FANNEY STEFÁNSDÓTTIR, Rauðagerði 12, Reykjavík, er lést á Landspítalanum Fossvogi 16. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 30. júní kl. 15.00. Jónína Kárdal, Þorbjörn Vignisson, Anna María Kárdal, Ásgeir Karl Ólafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.