Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Flensborgarkórinn heldur tón- leika á morgun, sunnudaginn 14. ágúst, í Hafnarfjarð- arkirkju kl 20:00. Dagskráin samanstendur af íslenskum kórperlum og erlendum verk- um frá ýmsum tímabilum tón- listarsögunnar og koma sum þessara verka frá ólíkum stöð- um á jarðkringlunni. Kórinn heldur nú í annað skiptið til útlanda en á síðasta ári var Sankti Pétursborg, hið gamla aðsetur Rússakeisara, heimsótt. Kórinn kom þaðan heim með fyrstu verðlaun í flokki blandaðra kóra. Aðgangur er ókeypis, en hægt er að styrja kór- inn með frjálsum framlögum. Tónleikar Flensborgarkórinn heldur tónleika Hafnarfjarð- arkirkja Valdir kaflar úr bókinni Óvina- fagnaði eftir Einar Kárason verða leiklesnir á sunnudaginn í verksmiðjunni á Hjalteyri. Lesið verður upp úr nýrri leik- gerð þessarar mögnuðu sögu þar sem skyggnst er inn í hug- arheim Þórðar kakala, Kol- beins unga og annarra þjóð- þekktra persóna á Sturlungaöld. Skúli Gautason vann leikgerðina og leikstýrir. Valdir Kaflar úr verkinu verða fluttir á sunnudag, en verkið verður flutt í heild sinni í haust. Það er frekar kalt í verksmiðjunni þannig að gestum er bent á að vera vel búnir. Sýningin er um 40 mín- útna löng og aðgangur er ókeypis. Leiklestur Óvinafagnaður á Hjalteyri Verksmiðjan á Hjalteyri. Sumarsýningar 2011 í Gerðar- safni í Kópavogi verða opnaðar í dag klukkan 15:00. Í vestursal verða til sýnis verk úr einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Þar á meðal eru verk eftir Ás- grím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Í Austursal verða til sýnis verk sem Lista- og menning- arsjóður Kópavogsbæjar hefur fest kaup á frá stofnun hans. Þar eru meðal annars verk eftir Karl Kvaran og Guðmundu Andrésdóttur. Á neðri hæð safnsins verða svo til sýnis verk eftir Gerði Helga- dóttur, en safnið er nefnt eftir henni. Listir Sumarsýningar 2011 í Gerðarsafni Gerður Helgadótt- ir myndhöggvari. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nú um helgina verður haldið málþing í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi: Önnur sjónarmið, í tengslum við sýn- ingu sem nú stendur yfir í safninu, Sjónarmið – á mótum myndlistar og heimspeki. Sérstakur gestur á mál- þinginu verður Nicolas Bourriaud, rithöfundur og fyrrum safnstjóri Palais de Tokyo. Bourriaud er þekkt- ur innan myndlistarheimsins fyrir rit sín, einkum bókina Relational Aesthe- tics og hugmyndir sínar um venslalist eða „relational art“ upp á enskuna. Er þar átt við „myndlist sem miðast við fræðilegan sjóndeildarhring á sviði mannlegra samskipta og í félagslegu samhengi, fremur en á grundvelli framsetningar á óháðu og einstöku táknrænu rými,“ eins og það er orðað á vef Listasafns Reykjavíkur. Á mál- þinginu verður varpað fram spurn- ingum á borð við hvert sé samhengið milli myndlistar og heimspeki, hvort samtímalistin kalli á nýja hugsun í heimspeki og hvernig listheim- spekileg umræða hafi þróast und- anfarin ár. Bourriaud heldur fyr- irlestur í dag kl. 15 og verða umræður í kjölfarið. Listin út frá heimspeki Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, er einn sýning- arstjóra Sjónarmiða – á mótum myndlistar. Blaðamaður sló á þráðinn til hans í fyrradag og spurði hann út í hinn merka gest. „Ástæðan fyrir því að við fáum hann hingað er engin til- viljun. Þessi sýning er tilraun í heim- speki og sýningarstjórnun, það eru átta sýningarstjórar saman sem vinna að þessu, allir með framhalds- menntun í heimspeki og hafa unnið mjög náið með listamönnum sem sýn- ingarstjórar og listgagnrýnendur og svoleiðis. Það sem er eiginlega dálítið lykillinn að þessari sýningu er að þetta er tilraun til þess að gera heim- speki fagurfræðilega pælingu beint í ljósi listaverkanna sjálfra, að hjálpa öðrum að skilja hvað er að gerast í þessum listaverkum í gegnum heim- speki, fremur en annað. Við erum ekki að reyna að svara þessum stóru spurningum, hvert sé eðli listarinnar o.s.frv. sem er oft gert mjög abstrakt og úr tengslum við listasöguna. Það var þess vegna sem við fengum sýn- ingarstjóra sem er stöðugt að reyna að skilja stóru hugtökin og heim- spekina í listinni. Bækur hans eru heimspekilegar en mjög nátengdar ákveðnum listamönnum og listaverk- um. Hann er alltaf að reyna að skilja það sem hann sér og þessar bækur eru unnar í tengslum við sýningar. Hann er í raun að vinna sem heim- spekingur í gegnum sýningarnar,“ segir Hafþór Altermodern ,,Þetta er ansi merkilegur, fransk- ur sýningarstjóri. Á afrekaskrá hans er m.a. að hann og annar stofnuðu Palais de Tokyo í París sem er eitt helsta samtímalistasafn Parísar og hélt þar margar sýningar, gerði þá stofnun dálítið leiðandi fyrir samtíma- listasöfn með því hvernig umhverfið var skapað og sýningar settar upp. Hann tók allt aðra átt en á þessa hefð- bundnu, hvítu kassa sem söfnin höfðu upp á að bjóða sem umhverfi, breytti því mjög gagngert. Síðan fór hann til Tate Britain í Englandi og var þar með triennial (þríæring), hélt þar mjög merkilega sýningu árið 2009 sem hét Altermodern. Hann er líka mjög þekktur fyrir skrif sín, lang- þekktasta bókin er Relational Aesthe- tics sem er ein af þessum bókum sem hefur breytt því hvernig fólk hugsar um samtímalist, hann setti það á ann- an kúrs,“ segir Hafþór um Bourriaud. „Hann er stöðugt að koma upp með hugmyndir og ný orð og leiðir til þess að reyna að skilja hvað er að gerast í samtímanum, ekki bara í myndlist heldur líka í þjóðfélaginu vegna þess að myndlistin er aldrei afmörkuð og fyrir utan það sem er að gerast, hún er frekar það sem opnar hugann og skilning okkar á því hvað er að gerast í samtímanum. Þessi konsept hans, altermodern og radikant, eru til- raunir til þess að skilja hvað er að gerast á 21. öldinni. Hann segir að póstmódernisminn sé búinn, hann lýsi ekki raunveruleikanum eins og hann er í dag og hann er að reyna að finna aðrar leiðir og önnur hugtök til þess að skilja hvað er að gerast núna. Al- termodern er sett upp á móti póst- módernismanum og fjölmenning- arhyggjunni sem hefur verið svo mikið til umræðu sl. 20-30 ár.“ Fluga Eitt verkanna á sýningunni sem nú stendur yfir í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki í Hafn- arhúsi, Fluga / Fly eftir Þóru Sigurðardóttur frá árinu 2006. Póstmódernisma lokið  Rithöfundurinn og sýningarstjórinn Nicolas Bourriaud situr málþing í Lista- safni Reykjavíkur  Höfundur hugtaks sem taka á við af póstmódernismanum Nicolas Bourriaud Dagskrá málþingsins má finna á vef Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. Hafþór Yngvason Í dag, laugardaginn 13. ágúst, verður haldið málþing í fé- lagsheilinu Ketilási í Fljótum. Á málþinginu, sem hefst kl. 13.30, verða verk Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi og annarra skagfirskra sagnaskálda krufin. Svandís Svavarsdóttir, starfandi mennta- málaráðherra, mun setja mál- þingið, en fyrirlesarar verða Baldur Hafstað, Hallgrímur Helgason og Álfdís Þorleifsdóttir. Í tengslum við málþingið verð- ur haldið landsmót leshópa og einnig verður fluttur leikþáttur eftir Ingibjörgu Hjartardóttur en leikþátturinn er brot úr degi Guðrúnar frá Lundi. Um kvöldið verður haldin spurningakeppnin Flettu betur þar sem spurt verður út í bók- menntir og sér Hallgrímur Helgason um að semja spurn- ingar. Að spurningakeppni lok- inni verður svo slegið upp harm- ónikkudansleik í félagsheimilinu Ketilási. Það er ekki tilviljun að málþing um Guðrúnu frá Lundi er haldið í Fljótum því Fljótin voru hennar fæðingarsveit þótt hún færi það- an barn að aldri. Í fyrra var þar haldið málþing undir yfirskrift- inni Er líf í Hrútadal? Það var gríðarvel sótt, talið er að um 300 manns hafi mætt og almenn ánægja þeirra sem stóðu að þinginu sem og gesta. Það er líf í Hrútadal Málþing um skáldið Guðrúnu frá Lundi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skáld Í dag verður haldið málþing um skáldið Guðrúnu frá Lundi. En hvernig kom það til að hann ákvað að fara út í sólóið? „Bara til að gera eitthvað,“ segir Kjartan og hlær. 46 » Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 28 ungmenni á aldrinum 13-19 ára, nemar í myndlist, leiklist og arkitekt- úr, hafa frá mánudeginum sl. sótt list- búðir á vegum Myndlistaskólans í Reykjavík sem bera yfirskriftina Bet- ween Reality and Possible Fiction. Nemarnir koma frá finnskum arki- tektúrskóla fyrir ungmenni, ARKKI, Myndlistaskóla Reykjavíkur og þýska listaskólanum Kunst & Musikschule Remscheid. Í gær voru nemendur staddir í Gróttu að vinna að innsetningum í vit- anum en þeir hafa komið víða við, m.a. í Valhúsaskóla, á Þingvöllum og í Reykjadal, og unnið að ólíkum verk- um. Í listbúðunum fást nemarnir við það hvernig umhverfi hafi áhrif á til- finningar og líðan fólks og hvernig það upplifi líkamann í umhverfinu. Ólíkum listgreinum er fléttað saman og not- aðar vinnuaðferðir myndlistar, bygg- ingarlistar og sviðslista, með áherslu á samvinnu og tilraunir, eins og segir á vef Myndlistaskólans í Reykjavík. Nýir heimar opnast Hildur Steinþórsdóttir arkitekt er annar af tveimur íslenskum kenn- urum námskeiðsins en hinn er Mar- grét Blöndal myndlistarmaður. Auk þeirra eru tveir erlendir kennarar frá finnska og þýska skólanum. „Ég held að margir hafi upplifað alls konar nýja hluti og það hafa opn- ast nýir heimar um það hvernig rými og hreyfing hafa áhrif hvort á annað. Margir hafa kynnst leiklistinni og aðr- ir myndlistinni og öfugt. Þessi verk- efni eru öll unnin saman, við erum að vinna með hreyfingu og svo förum við að vinna hreyfanlega skúlptúra og lík- ama út frá hreyfingunum,“ sagði Hild- ur í gær um listbúðirnar, stödd úti í Gróttu. Hildur segir listbúðirnar hafa verið afar skemmtilegar og mikla upp- lifun fyrir ungmennin. Listbúðirnar eru styrktar af Evrópu unga fólksins. Líkaminn í umhverfinu Morgunblaðið/Eggert Listsköpun Nemendur í listbúðum að störfum í vitanum í Gróttu í gær.  Íslensk, þýsk og finnsk ungmenni sækja evrópskar listbúðir á vegum Myndlistaskólans í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.