Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 17
RÖKKURBRUGG LJÓÐ EFTIR ÓSICAR JÓN Vciztu, hvers þtl lcitar, er þú leitar? Veiztu, hver.t jni horfir, jtegar juí horfir? Veiztu, hvað jn! syngur, j>egar j>ú syngur? Veiztu, hvað jng langar, þegar j>ig langar? Veiztu, hvaS j>ú étur, þegar þú étur? Veiztu, hvern þú drepur, þegar þú ilrcpur? Veiztu, hverjum þú hölvar, þegar þú hölvar? Veiztu, hvaS þú yrkir, þegar þú yrkir? Augtt full af brennivtni, eyru full'af ákavtti, augnakarlar fullir af bruggi, móSa á gleraugum sálarinnar. Lappir vinu minnar elskulegrar stiga inn i morgunbirtuna. I garSinum bak viS húsiS vex rabarbari. Nœturdrukknar sólir eru rattSar i myrkrinu. Opinn munnur ungrar vinu minnar er alveg botnlaus, fttllur af vini brennandi naulnar. Veiztu, hvers þú leitar, Jónki? aq. t (Ath.: Þetta gamanljóð barst Lífi og list skömmu eftir að kvæðið NÆTURVÍN eftir Jón Óskar birtist í júní- heftinu, enda ort í tilefni af því). á fjöllum benda til þess, að þeir, sem gáfu nöfnin, liafi haft sterka tilfinningu fyrir lögun þeirra, t. d. Súlur, Skjaldbreiður, Hengill. Málarinn finnur sér þar stöðugt viðfangsefni, myndhöggvarinn hefur engu við að bæta. ÞEGAR YFIRLITSSÝNING íslenzkrar mynd- listar var haldin eftir nýjár í Þjóðminjasafnshús- inu, var tákn sýningarinnar stytta eftir Ásmund Sveinsson, við inngöngudyr. Inni voru alls um 30 höggmyndir. Sýndu þessi verk, að við eigum góða listamenn á því sviði. Þar voru tréskurð'ur, gibs- myndir, grágrýtismyndir, marmari, brons eftir Asinund Sveirisson, Tove og Sigurjón Ólafsson, Magniis Árnason, Gest Þorgrímsson og RíJcarð Jónsson. Myndir tveggja ungra myndhöggvara komu ekki nógu snemma til iandsins til að vera með á sýningunni. Ásmundur hafði fullgjört tvær myndir úr eik fyrir sýninguna og voru báðar undrafögur verk. Hann leikur sér að hrynjandi línanna. Listamað- urinn fer hamförum og beinir allri orku, sem hann hefur ]agt í húsasmíð'ar, járnbeygingar og stækk- un eigin mynda á undanförnum árum að þessum tveim síðustu listaverkum: Helreiðinni og Tónum Jiafsins. Malarínn, sem er úr bronsi, er kaldari mynd, en þar má sjá sama spretthraða línanna. A þessari sýningu kom Ásmundur með svo fjöl- breytt sýnishorn af mvndlist sinni, að furðulegt var, hversu lítið hans var getið í umsögnum um sýninguna strax á eftir. Það var gamla sagan um myndhöggvarana, sem gleymast. Það er líka alltaf nýstárlegt að sjá, hvað skap- ast úr gráum steini í Laugarnesi hjá Tove og Sigurjóni. Sú listsköpun verður til í þráa við allt og spyr engan leyfis, en hlýtur að verða til. Sigurjón ber enga blómarósafegurð á borð, held- ur fegurð steinsins grás og kalds. Listaverkið á sér engan tíma, það gæti eins vel verið grafið úr jörð frá Tnkum, en er samt algjörlega 20. aldarinnar. Kona með Jcött er ein slík mynd. Tækni hans er tröllsleg. Stundum vekur hann of mikla furðu, en oftar talar hann til manna og er þá aftur komið að myndinni ICona með kött. Tove hefur líka sína miklu tækni og sterka, sjálfstæða persönu. Það er sérstæður innileiki í myndum hennar. Efniviðurinn, sem hún glímir við, ætti að vera kvenmönnum ofvaxinn. Hún á sér fáa jafningja á Norðurlöndum ef ekki í Evrópu. Grjóti hefur verið rutt óþyrmilega úr vegi, hús verið byggð úr því og þakin torfi, mosi og skófir hafa leitazt við að hylja það, þótt það taki aldir. En meitillinn berar nekt þess, til að grjótlandið megi bera sinn rétta ávöxt. Oscar Wilde og franskur leikari ræddust við: — Hvað er siðmenning, herra Wilde? — Fegurðarást. — Og hvað er fegurð? — Það, sem borgaralegu fólki finnst ljótt. — Og hvað er það, sem borgurunum þykir fallegt? — Það er ekki til! _____________________________________j LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.