Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 33

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 33
GENÍALITET! — GUÐLAST? FRÉTTIR - KOM INN! heitir nýr einþáttungur eftir hinn nafnkunna norska rithöfund Helge Krog og hef- ur vakið mikla athygli og umtal á Norðurlönd- um að undanförnu. Eftir frumsýningu í Drama- ten í Stokkhólmi í ársbyrjun 1950 taldi einn sænskur leikgagnrýnir, Ebbe Linde KOM INN! „tvímælalaust meðal hátindanna í norrænum leikbókmenntum.“ Síðar var leikurinn fluttur í útvarp í Svíþjóð við góðan orðstír. Nú í haust fengu landar höfundarins að heyra leikinn í útvarp, og þá skipti mjög í tvö horn um orðstírinn. „Dagbladet“ í Osló birtir 12. okt. mjög lofsamlegan dóm eftir Finn Hourevold. En á sömu síðu segir frá „kristnum andmælum“, sem leitt geti til guðlastsákæru á hendur höfundi — og útvarpinu. Hin „kristnu andmæli" koma frá „Várt land“, málgagni kristilega þjóðflokksins, og er höfundur þeirra fasteignasali, sem leggur til að komið verði á fót „kristnu ritskoðunarráði“, svo að þessu líkt ókristilegt athæfi endurtaki sig ekki. Leikhússtjóri norska ríkisútvarpsins hafði, þegar síðast fréttist, góða samvizku af málinu og var allsendis ósmeykur. HANS EGEDE HANS EGEDE (1686—1758), norskur prestur oig trúboði, brautryðjandi evangelíska trúboðsins á Grænlandi. Egede hóf starf sitt á Grænlandi 1721 í sambandi við verzlunarfyrirtæki, sem hann átti frumkvæði að, „Det Bergenske Compagnie“, í því skyni að stofna nýlendur og reka trúboð. Trúboðsstarfið var miklum ei'fiðleikum bundið í fyrstu, bæði vegna tortryggni landsmanna og hinnar vandlærðu tungu þeirra. Smám saman tókst Egede þó að mynda dálítinn kristinn söfn- uð, og með víðtækum ferðalögum lærðist honum að þekkja þjóðina til hlítar og ávinna sér traust hennar. Árið 1736 yfirgaf hann Grænland til þess að takast á hendur forstöðu grænlenzks kennara- skóla í Kaupmannahöfn. Hann varð þó eftir sem áður yfirmaður trúboðsstarfsins. Starfsemi Hans Egede markar ótvírætt merkileg tímamót í sögu Grænlands. Hann skrifaði talsvert um Græn- landsmál og var óþreytandi við að bæta hag grænlenzku þjóðarinnar, jafnt andlega sem efna- lega, og var þá ekki ævinlega sammála valda- mönnum í kóngsins Kaupinhafn. DARSKAPENS HUS HASSE EKMAN kvikmyndaleikstjóri (sonur Gösta Ekman) er í alvarlegri klípu um þessar mundir. Hann réðst í það glannalega fyrirtæki að gera nýja mynd, „Dárskapens hus“, á þann hátt að klippa kafla úr myndum, sem hann hafði áður stjórnað töku á, og skeyta saman í eina. Nokkrir þekktir kvikmyndaleikarar, þeirra á meðal Lars Hanson, Inga Tidblad og Sonja Wi- gert, hafa verið látnir leika í „Dárskapens hus“ að þeim forspurðum og þykjast hafa verið gerðir hlægilegir og notaðir á niðurlægjandi hátt án eyris endurgjalds fyrir þessa ófrjálsu þátttöku í leiknum. Þetta athæfi Ekmans mælist mjög illa fyrir í Svíþjóð, og búizt er við að leikhúsasam- bandið hefji málsókn á hendur honum og krefjist skaðabóta fyrir brot á lögum um verndun hug- verka. — „Ekki eru allar ferðir til fjár“, eins og kerlingin sagði! LÍF og LIST 33

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.