Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 18
Glæst sýniitg Sverris Haroldssonar OVERRIR HARALDSSON hélt fyrir nokkru ^ sýning í Listamannaskálanum á allmörgum myndum, sem hann hefur unnið að síðastliðin fjög- ur ár. Á þessari sýningu gaetti mikillar fjölbreytni, viðfangsefni sitt úr hverri áttinni, hugmyndir og tæknilegar tilraunir og nýjungar djarfar og hnit- miðaðar. Það, sem einkanlega vekur eftirtekt, ef litið er á vinnubrögð málarans í heild, er fastá- kveðin formbygging og fersk, en gagnhugsuð lita- komposition. Sverrir er drátthagur par excellence, líklega einn af okkar fimustu teiknurum, og að upp- lagi hefur hinn ungi málari efalaust ómælilega hæfi- leika á málarabrautinni, að því viðbættu, að hon- um er runnin í merg og blóð sú alvara, sú sjálfs- rýni og samvizkusemi, sem styrkir mann í trúnni á stóra sigra hans í framtíðinni. Hér verður að sinni ekki rætt um einstök verk, heldur stiklað á hinu helzta, sem virðist sérkenna málarann: Sverrir virðist í fljótu bragði hafa numið af Paul Klee og Feininger og greinilega af Juan GRIS (hann segist sjálfur þó hafa aðeins séð eina endurprent- un af málverki eftir hinn síðastgreinda, sem birt- ist á forsíðu í einhverju tímaritskorni, og hefur Gris auðsjáanlega reynzt Sverri holl fyrirmynd, enda ekki leiðum að líkjast). Myndirnar sumar eru keimlíkar verkum Klees, án þess að málarinn bíði við það tjón á persónulegum einkennum sín sjálfs, án þess að útþynna bæði sjálfan sig og Klee, eins og mörgum málurum hættir til, sem fetað hafa í sömu fótspor. Sverrir þræðir að mestu leyti hið abstraktkennda form, án þess að myndir hans verði fyrir þá sök hið minnsta kaldar og vél- rænar: Náttúran, hafið, sjórinn og loftið og menn- irnir eru rauði þráðurinn í allri túlkun hans og hinn algildi aflvaki á bak við aðferðina eins og títt er um flesta sanna listamenn. Það er manneskja á bak við myndirnar, enda þótt fáir sjáist á þeim hausarnir. Viðfangsefni sín hefur Sverrir meðal annars sótt til bernskustöðva sinna, Vest- mannaeyja, sum málverkanna eru semí- abstrakt og önnur eru sliemmtilega súr- realistisk, ef svo mætti að orði komast, gædd draumþýðri ljóðrænu og þokka og frumstæðu, villtu lífi. Byggð annað- hvort með litlum, tiglóttum flötum, fín- gerðri og margslunginni litagjöf, og yfir þeim hvílir léttur, ævintýralegur blær — æskugleði mætti kalla það — ellegar í einföldum og stórum flataeiningum og rökkurmjúkum dumblitum, og í þeim myndum virðist málaranum lagin sú list að kalla fram hárfína stemmning, þó sneydda sælukennd og sætrómantík. Heili og hjarta listamannsins virðast slá í takt, þegar honum tekst bezt upp, og nægir að benda hér á myndina GATA , sem birtist hér með þessum greinarstúf. Stundum hættir Sverri til LÍF og LIST 18

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.