Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 15

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 15
vettvang listarinnar, heldur leita þeir sér, í byrjun, efniviðar einhversstaðar að, hvort sem það er úr samtímanum eða klassískri list. Gerist þetta bæði meðvit- að og ómeðvitað. Eitt leiðir af öðru, enginn hlutur verður til úr engu. Ahrifin sem ég minntist á og er ekki einn um að sjá, þurfa því alls ekki að vera af hinu illa, heldur geta þau orð- ið uppspretta persónulegri myndgerðar og meiri átaka. Áhrifavaldana tel ég ef einhver nöfn skal nefna: Georg Baselitz, Helmut Middendorf, Rainer Fetting og yngri þýska listamenn sem hafa unnið út frá áhrifum þessara listamanna. Lit- prentaðar myndir af verkum þeirra má sjá í tímaritum eins og Flash Art, Kunst- formum, Artformum og hundruðum annara listatímarita. Kristinn Guðbrandur Harðarson Gunnar Hersveinn Sigursteinsson HEIMKOMAN Þr jú högg og dyrnar opnast inní myrkrið. í hvítum strigaskóm veður hún sígarettureyk með olíuljós við hönd. ígrá peysa og gallabuxur falla á gólfið og dyrnar ljúkast aftur. Ljósið hverfur og eitthvað gerist í myrkrinu. STYTTA Á fjallinu stendur hún sem stytta og starir uppí himininn. Ég kasta fyrsta steininum og gifsið brotnar af henni. Vatnið fossar útum augun niður nakinn líkamann og hún stingur sér í straumharða ána sem ber hana í burtu. Steinrunnin hverfum við sjónum hennar. GÆGJUGATIÐ Gluggatjöldin eru dregin fyrir og dagurinn brýst ekki inn en í gegnum gægjugatið sérðu silkifiðrildið flögra í silfurstofunni og konuna undir hvíta lakinu sofa við kertaljós og efþú kiprar augað sérðu kannski mig vaka yfir henni 13

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.