Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 18

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 18
Hallgrímur Helgason A meðal Starn - bura Starn Twins: Kristur (teygður), I9H5 - '86, 28x142 ins, silfur - prent, (Stux - galleri, N. Y. og Boston) Doug og Mike Starn eða „Thc Starn Twins“ eru fæddir í Atlantic City í New Jersey-ríki Bandankjanna árið 1961 og hófu þegar á unglingsárum sínum að taka ljósmyndir, framkalla þær og stækka. Síðar lá leið þeirra í Museum - skólann í Boston þar sem þeir stunduðu nám á árunum 1981-1985 og luku með mikilli viðurkenningu. Það sama haust (85) héldu þeir sína fyrstu einkasýningu í Stux-galleríinu í Boston og aðra vorið 1986 í nýopnuðu útibúi þessíNew York. Hlaut sú sýning verðskuldaða athygli, umtal og lof gagnrýnenda. „Hlaupið! Gangið ekki! Missið ekki af henni!“ Sagði Gary Indiana í Village Voice. Bræðurnir ramba því nú á barmi frægð- arinnar. Eg hitti þessa lágvöxnu en um leið prúðhærðu tvíbura í vinnustofu sinni sem jafnframt mun hýsa hið nýja gallerí þeirra ,,Confusion/Order“ sem að sögn þeirra á að verða það besta á austur- ströndinni. Það er 17. júní og það er 88 gráður og það er Boston: Eruð þið ekki samt nokkuð evrópsku- legir? Jú við höfum alltaf fundið fyrir ein- hverskonar skyldleika án þess að ég viti Starn Twins: Tvöfaldað og snúið Stark por- trett, 1985 - '86, 84x84 ins, tónað silfur - prent með skosku límbandi. (Stux - galleri N. Y. og Boston) nákvæmlega hvernig hann sé til kominn. Kannski eru það þessir köldu vetur sem geysa hér í Boston og gera hana ev- rópskari en aðrar borgir Bandaríkjanna. Pið fóruð til Parísar? Já en þó verk okkar hafi verið jafn , ,evrópuleg“ áður held ég að sú ferð hafi haft talsverð áhrif á okkur. T.d. það hvernig við hengjum myndirnar á sýn- ingum, en sú aðferð er fengin beint úr Louvre-safninu. Hún þótti mér einmitt nokkuð nýstár- leg? Já nútímastíllinn á upphengingum er orðinn nokkuð úreltur. Stóru verkin hér og litlu myndirnar þar og allt grúppað eftir temum og beinum línum. En þann- ig er einmitt verið að gera upp á milli verkanna. Hjá okkur var það ein megin- hugmyndin að litlu verkin væru alveg jafn mikilvæg og þau stóru. Þá er okkur líka mjög illa við þessa yfir-lýsingu sem er alltof algeng á sýningum nú til dags og þess vegna reynum við að kontrólera hana. 16

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.