Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 32

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 32
Keld Gall Jörgensen Göfgar hláturinn manninn? Þeir sem taka spaugið spaug og alvöruna eins aðeins lifa yfirborð en aldrei kjarna neins PIET HEIN Pessi grein fjallar að mestu leyti um gaman en einnig um alvöru. Frá sjónar- horni fyndninnar yrði hún þakklætisvott- ur minn til Péturs Gunnarssonar fyrir þær fjórar skáldsögur sem hann hefur skrifað um Andra Haraldsson. í alvöru talað er þessi grein kannski frekar kynn- ing (og kynning eingöngu) á nokkrum kenningum um eðli fyndninnar með ein- stökum dæmum úr bókum Péturs. Gaman og alvara eru órjúfanlega tengd líkt og ljós og skuggi eins og Piet Hein segir í ljóði sínu hér að framan. En það má einnig segja að merking og merkingarleysa séu tengd á sama hátt og ljós og skuggi. Oft segjum við um gam- anyrði að þau megi alls ekki taka alvar- lega. Við segjum eitthvað í gríni og neit- um samstundis að þar liggi eitthvað að baki: ég sagði þetta bara í gríni, ég meinti ekkert með þessu. Gamanyrði er eitt- hvað sem við segjum án þess að meina það en samt meinum við eitthvað með því. Mótsagnakennt ekki satt? Mót- sagnakennt en þó satt. Fyndni Iítur þannig út fyrir að vera andstæða greiningar og vísinda. Þegar við hugsum byggjum við smátt og smátt upp ákveðna skoðun, við röðum skoð- unum upp á skynsamlegan og skipuleg- an hátt í samræmi við ytri aðstæður og sú uppröðun er að því er okkur virðist rök- rétt. Með fyndninni brjótum við skipu- lagið nánast niður, hið óskynsamlega og órökrétta verður ríkjandi. í einstökum augnablikum hverfur rökhugsunin og við komum auga á nýja vídd. Pað eru sér í lagi stuttar skrítlur sem opna okkur þetta nýja sjónarhorn: „Hefurðu heyrt að í Hafnarfirði er hafin framleiðsla á fölsuðum hundraðköllum? Þeir strika bara yfir síðasta núllið í þúsundköllun- um!“ Hláturinn eða brosið léttir af okkur þeirri tilfinningu að það sem við álítum staðfastan skilning á umheiminum er að- eins tilviljanakennd menningarleg sam- þykkt sem auðveldlega má hrekja með einu pennastriki. Greining á fyndni nálgast einmitt þá spurningu hvar mörkin á milli meiningar og engrar meiningar liggi. Hvað er það sem gerir eitthvað merkingarbært og annað merkingarlaust? Fræðimaðurinn og húmoristinn nálgast þessa spurningu frá mjög svo ólíku sjónarhorni og senni- lega eru til fleiri grínistar en fræðimenn sem halda því fram að vitneskja okkar sé ef til vill ekki eins óhrekjanleg og við viljum vera láta. Ætli maður sér að skilgreina fyndni sem slíka er það eiginlega það sama og ætla sér að kveikja ljós til þess að skoða myrkrið. En kveiki maður nógu snöggt ætti manni að lánast að sjá heil ósköp áður en myrkrið víkur fyrir ljósgeislan- um. Skáldsögur Péturs Gunnarssonar Punktur punktur kotnma strik (1976) Eg um mig frá mér til mín (1978) Persónur og leikendur (1982) og Sagan öll (1985) eru dæmi um hvernig gaman og alvara mætast án nokkurrar innbyrðis sam- keppni. Þar fléttast þessi tvö sjónarhom saman í leit að svörum við spumingum eins og: hver erum við? hvað vitum við? hvað getum við mögulega vitað? Það hefur oft verið sagt um sögur Pét- urs Gunnarssonar að þær séu fagmann- lega unnar, þess virði að lesa og mynd- rænar en að þar ,,vanti“ oft dýpt og al- vöru. Að mínu mati er þetta alls ekki rétt. Ástæðan fyrir þessum misskilningi er að öllum líkindum sú að menn gleyma að líta á sögurnar í heildarsamhengi. Leiðin að hinu einfalda er ekki nauð- synlega greiðari en leiðin að hinu flókna. í eftirfarandi greinargerð ætla ég reynd- ar að sýna fram á að það yfirborð ein- faldleika og einfeldningsháttar sem ein- kennir sögur Péturs Gunnarssonar hafa orðið til eftir langt ferðalag um hið flókna. 30

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.