Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 50

Teningur - 01.01.1989, Blaðsíða 50
DOUWE JAN BAKKER Hollenski listamaðurinn Douwe Jan Bakker ætti að vera vel kunnur íslenskum listamönnum. Hann hefur margsinnis heimsótt ísland og haft mikið samneyti við íslenska listamenn bæði hér og í Hollandi. Hann kom hingað fyrst árið 1971 og sýndi þá í Gallerí Súm. 1981 sýndi hann í Gall- erí Suðurgötu 7 og 1985 í Nýlista- safninu, en safnið á fjölda verka eftir Douwe. Það var einmitt þá sem reynt var að taka viðtal við Douwe fyrir Tening, en það tókst ekki. Síðar voru honum sendar spurningar sem enn er ósvarað. Þær fljóta hér með. Þó má kannski líta á það efni sem Douwe hefur nú sent Teningi sem nokkurs konar svör við spurningunum eða spurningarnar sem svör við myndun- um. Douwe er fæddur í bænum Heem- stede rétt utan við Haarlem árið 1943. Hann nam við listaskólana I Eind- hoven og Den Bosch. Hann hefur búið og starfað í Haarlem frá 1968. Verk Douwe eru oftast á einhvern hátt tengd tungli og merkingu. Þau eru rannsóknir á menningu og tungumáli. Douwe vinnur með ýmis efni, verkin eru skúlptúrar, umhverfisverk og Ijós- myndir, einnig er margt af því sem Douwe hefur unnið tengt arkítektúr. Douwe hefur frá 1969 haldið fjölda sýninga í Hollandi og víðar I Evrópu. Hann hefur að auki átt verk á farand- sýningum á hollenskri list. Fyrstu tvær sýningar Douwe í Haarlem og Amsterdam voru umhverfisverk. Það voru verk af seinni sýningunni sem hann sýndi hér í Gallerí Súm 1971. Verkin á sýn- ingunni voru ýmis konartæki og bún- ingar og hún bar heitið: „A Portrait of the Cultural Inventor as a Young Art- ist.“ Douwe hefur aðallega helgað sig langtíma viðfangsefnum. Á sama ári og hann sýndi í Gallerí Súm hóf hann að vinna að langtíma verkefni sem hann nefndi: „Yfir 500 tungumáls- verk“. Því verkefni er enn ólokið. Nokkur tungumálsverkanna voru hér á sýningu Súm á Listahátíð 1972. Tungumálsverkin eru einskonar hlutir sem sýna hlutverk tungumáls, hugs- unar og atferlis. Þau ganga þó lengra og fara yfir á það svæði sem stendur utan við orðaforða okkar. Verkin forma það sem ekki er hægt að tjá með tungunni. Þau hafa sýnilega vísun til hluta sem við þekkjum úr okkar daglega umhverfi, en eru okkur þó fullkomlega ný og hafa gildi sem er okkur áður óþekkt. Eitt tungumálsverkanna er verkið „236 Pronounceables" (236 að- kvæður). Að því vann Douwe á árunum 1972 - ’74. Það saman- stendur af 23 viðartöskum. ( hverri tösku eru um 10 tréhlutir, um það bil 6x6 sm að stærð. Aftan á hlutunum er trépinni sem stinga má í munn. Á þann hátt er hluturinn „sagður”. Hlið- arspor út frá einum kassanum er verkið „Sentences on the Relative Autonomy of Yellow and Grey“ (Setningar um hlutfallslegt sjálfstæði guls og grás), unnið á árunum 1974 - ’76. Verkið skiptist í tvo aðalhópa: „Glugga” og „Nafnlaust”, síðan er undirflokkur sem nefnist, „Athuga- semdir”. í nóvember/desember hefti arkí- tektúr tímaritsins Forum 1975 var birt verkið „Um hið sérstaka framlag íslands og íslensks samfélags til sögu byggingarlistarinnar”. Ljósmyndaröð af íslenskum sveitabæjum og lands- lagi. Verkið sýnir rannsókn á tengslum byggingarforms sveitar- bæja og útihúsa við íslenskt landslag. verKiö var tyrst sýnt á islandi í Gallerí Suðurgötu 7, 1981. Næst á eftir er verkið. „A Vocabul- ary Sculpture in the lcelandic Lands- cape”. Hugmyndin að verkinu er frá 1975. Ljósmyndirnar voru teknar hér á landi sumarið 1976. í lok ársins 1977 var verkið loks fullfrágengið. Verkið er samansafn 72 Ijósmynda af atriðum í íslensku landslagi og til- heyrandi heitum. Hvert Ijósmyndabrot sýnir form þess heitis sem var Ijós- myndað. Það er ekki ólíkt og í verkinu „236 Pronounceables” þar sem form þess sem „sagt” er verður sýnilegt. í stað tungumáls kemur mynd, (image) en tungumál mynda má aftur þýða til tungumáls orða. Röð Ijósmyndanna í verkinu gefur hugmynd um rými. Ef verkið er skoðað í lestrarátt, færast myndirnar sífellt ofar innan rammans, frá láglendi til fjallstoppa. Verkið var fyrst sýnt á íslandi á sýningu Douwe í Nýlistasafninu 1985. Eftir „A Voca- bulary Sculpture” varð hlé á „Tungu- málsverkunum.” Á árunum 1979 - ’82 vann Douwe þrjú verk sem tengj- ast innbyrðis: „Proceedings” (Fram- vinda), „Preceedings” (Undanfari) og 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.