Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 16

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 16
Kjaftshögg á hversdagsleikann Skafti Þ. Halldórsson Þessi grein var upphaflega hluti af B.A.-ritgerð höfundar, sem var athugun á kvæðaheimi Megasar. Skafti hefur endur- bætt og umskrifað þennan hluta sérstak- lega fyrir Svart á hvítu. Árió 1955 gaf ungur sveinn út Ijóðabók sem bar nafn hans á silfurvængjum inn í hjarta sérhvers Ijóðelsks og þjóðelsks manns. Pilturinn hét Hannes Pétursson og heitir enn og bókin bar hið yfirlætis- lausa nafn, Kvæðabók. Þegar mátti greina í fari hins unga höfundar þá drætti sem síðar áttu eftir að verða þjóðvinum dýrðarauki í kröppum sjó tímans. Og hvílíka ættjarðarást og trú á framtíö íslenskrar þjóöar mátti ekki enn þá finna í þjóðhátíðarljóði Hannesar 19 árum síðar. Þar verður ekki séð að hugsjónaeldurinn hafi kulnaó: Til landnáms hið innra — unz eindrægni, þor og bróðurþel, jöfnuður er blómgun frelsis. (Óður um ísland, bls. 7) Sannarlega verður líf manns, lands og þjóðar ekki heldur skilið í sundur í Ijóðum Kvæðabókar. Þar hljóma lofsöngvar til heimabyggöarinnar og ætt- jaröarinnar eins og sálmar þeirra sálna er bíða við dyr himnaríkis. Það er verðugt umhugsunarefni hvílíkur sá veruleiki er sem framkallar ákall á borö við þessar línur úr kvæðinu Bláir eru dalir þínir: Sæl verði gleymskan undir grasi þínu byggð mín í norðrinu því sælt er að gleyma í fangi þess maður elskar. (Kvæðabók, bls. 10) Unun er þaö óneitanlega að geta gleymt þjóð- félagsmeinum og köldu stríöi í skauti heitrar ídealskrar ættjarðarástar: Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu. Það má teljast einkennileg byrjun á kafla, sem einkum er ætlað að fjalla um notkun Megasar á sjónartiorni og útskýra mótun kveðskaparmáls hans, að ræða um fjarskylt en virt þjóðskáld. Samt er það ekki út í hött. Því hefur nefnilega verið fleygt að skáld hafi þá náttúru að vera eins konar fram- hald forvera sinna í sömu iðn. Og kannski bera fá afsprengi jafn sérkennilegt vitni um misjafnan uppruna sinn og einmitt Megas. Þó dylst þetta mörgum því að hann er eiginlega brotinn spé- spegill margra annarra skálda og mannlegs lífs. Og þar aö auki á hann það jafnan til aö sýna neikvæði eða andstæðu þeirra sem speglast í honum. Svo virðist sem áhrif þau sem Megas verður fyrir frá öðrum skáldum séu að mestu komin til undir traustu eftirliti hans sjálfs. Hver tilvísun eigi rétt á sér, hvert ,,stolið“ orð sé vandlega yfirvegað. Hann notar eldri skáldskap til að gæða persónur sínar og þá einkum sögumenn sérstæðum eiginleikum, gerir þær ef til vill ýktari og ótrúverðugri en ella, en nær samt meö þessu móti að gefa þeim sjálfstætt líf. Að sjálfsögðu birtist þetta gleggst í málfari per- sónanna, enda leggur Megas jafnvel rónum og strætismönnum í munn heitustu lummur góð- skáldanna. En Megas á það einnig til að nálgast góðskáldin enn frekar með því að taka til umræðu vandamál þeirra eða hugðarefni. Þá nálgast hann þessi umræðuefni frá öðru og annarlegra sjónar- horni en forverar hans, svo aó niðurstöðurnar verða oft kostulegar. Þegar Megas hyggst í kvæðiskorni sem birtist á breiðskífunni ,,Á bleikum náttkjólum" og nefnist heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu fjalla um þjóófélagsmál í svipuðum dúr og Hannes Pétursson geröi á sínum tíma í Kvæðabók og gera upp vió stöðu sína í því sama þjóðfélagi og þjóð- skáldiö fór áður um blessandi höndum, rekur hann sig á það fljótlega að hann á enga bláa dali í norðri. Ólíkur uppruni hans og önnur þjóðfélagsstaða gefa allt aðrar niöurstööur. Andstætt þjóðskáldinu er 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.