Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 14

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 14
menn, conceptmenn og videomenn, og maður hefur heyrt um hliöargreinar eins og mail art og stamp art. Að nokkru leyti eru þetta bara ný orð, sem hafa orðið til vegna þarfa listmarkaðarins. En aö hinu leytinu hefur sviðið stækkað og auögast meö sériðkun þessara greina og auknum fjölda manna, sem fást við þessa marg- víslegu list. Og þar meö greinist hugsun og tilfinning á þrengri brautir og mótast og skilgreinist skarpar, — og endurnýjast. Annars veit ég lítið um þessar hræringar og það er kannski allavega erfitt aö gera sér grein fyrir því tímabili, sem er að líða, en það er gaman að grufla í þessu. Fyrir utan það, að ég var störfum hlaðinn á þessu tímabili, er annað, sem gerði að ég setti lítið frá mér. Mér fannst ég ekki geta rifið mig frá þessu mynd- formi, sem ég hafði unnið í, en það vildi ég endilega gera. Þótt ég færi svo aftur að vinna með gifs, var það með breyttu viðhorfi. Þetta er nú sjálfsagt þvæla og óskhyggja. Það er stíf pressa á mönnum að gera alltaf eitthvað nýtt. Þannig er nútíminn. Ef menn geta ekki losað sig undan þessu oki, mega þeir sjálfum sér um kenna. Róttækar viðhorfs- breytingar gerast ekki svo glatt á skömmum tíma. Ég er t. d. að skrifa núna nokkurn veginn það sama og ég hefði gert fyrir 10 árum. Ekki er nú glæsibragurinn meiri. St. Viltu útskýra þessi viðhorf, sem þú varst að segja okkur frá? K. Þú varst að reyna að færa hugtök eins og t. d. ást eða lygi í fast efni. Lúðurhljómur í skókassa 1976 glbs St. Já, rúmið sem negatívu af hlut. M. Já, rúmið sem negatívu af mannverum og hlutum, ekki satt. Já, það var nú það. Eða öfugt. Mér fannst það segja eitthvað um pósitívan og negatívan sannleika. Það er um það, að ef ein full- yrðing er sönn þá er andstæð fullyrðing jafnsönn, ekki satt. Ég var víst að setja þetta svona fram, að færa þetta yfir í efni og mynd, kannski ekki til að það sannaði neinar heimspekikenningar, en mér fannst að það illústreraði þessa hugsun. St. Að allur sannleikur eigi sér andstæður, sem séu jafnréttháar? M. Já, því enginn hlutur er til nema andstæðan sé til um leið. Nú er ekki þar með sagt, að þetta sé fyrir mér einhver algild speki. En ég er tortrygginn gagnvart hvers konar pósitívisma. Loftmengun er sögð mjög slæm. En hún læknar í mér augnveiki, svo mér er fremur hlýtt til hennar. K. En Magnús, hvort leggur þú meiri áherslu á heimspekina í þessum hlutum eða formfræði? M. Ég legg ekkert upp úr formfræði hlutarins, ekki neitt nema að því marki sem maður getur sagt að pósitívt og negatívt form sé formfræði. Ég kann heldur ekkert í formfræði. Mér finnst ekkert eitt form betra en eitthvert annaö form. St. Á síðasta ári heldur þú sýningu í SÚM þar sem þú sýnir hluti með þessu nýja viðhorfi. M. Já, þar sem ég er að reyna aö gera þetta einhvern veginn skiljanlegt á myndrænan hátt. Síóan hélt ég dálítið áfram með þetta en held ég sé nú kominn að endimörkum með það í bili. Þegar frá líður kemur endurtekningin og ég fer að segja það sama upp á nýtt í dálítið breyttri mynd. K. En er þetta bara ekki það sama og lista- menn yfirleitt detta í? Að læra einhvern hlut? Steinþoka multiple 1977 piast og plexlgler 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.