Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 61

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 61
Undantekning væri ef maður tæki nöfnin ekki sem heiti á þessum fyrirbærum, heldur fyrirbæri útaf fyrir sig og eyðilegði þar meö hina föstu merkingu Þessara orða. Ég hef engan áhuga á því sem rit- höfundur að sýna raunveruleikann eöa ná valdi á honum, heldur reyni ég að sýna minn eigin veru- leika (án þess þó að ná valdi á honum). Ég læt vísindunum eftir að rannsaka og ná valdi á veru- ieikanum (sem ég veit alls ekki hvað er). Þau geta raunar með upplýsingum sínum og aðferðum (félagsfræöilegum, læknisfræóilegum, sálfræði- 'egum, lögfræöilegum) fært mér efniviö í minn e'gin veruleika. Ég kæri mig kollóttan um orða- gjálfur sem það, að eitt Ijóö segi meira um veru- leikann (eða hvað sem er) en „margur þykkur vísindadoðranturinn“. Af Kaspar-Hauser-ljóðinu eftir Georg Trakl læröi ég ekkert, af skýrslu lög- fræóingsins Anselm von Feuerbach hins vegar heilmikið, ekki bara hlutlægar staðreyndir heldur einnig fyrir minn eigin veruleika. Hvaö veruleikann, sem ég hrærist í, snertir þá vil ég ekki nefna hluti hans með nafni en ég vildi stuöla að því að þeir væru hugleiddir. Ég vildi gera þá þekkjanlega meó eðferðinni sem ég beiti. Þess vegna kæri ég mig ekki um neina hugsmíð, neina sögu (ekki heldur neinn söguþráö sem gefið hefur verið á kjaftinn), vegna þess að aöferð sögunnar, hugarflugsins, finnst mér vera eitthvaö notalegt, eitthvað skipu- 'egt, eitthvað óviðeigandi þægilegt. Aðferð sögunnar er að mínu áliti einungis nothæf sem yfirveguð afneitun sjálfrar sín: saga sögunni til háðungar. Forskriftarkenning um bókmenntir kallar reyndar þá, sem forðast það aö segja sögur, sem leita að nýjum aðferðum til þess að túlka heiminn og reyna þær á heiminum sjálfum, fallegum nöfnum eins og ,,íbúa fílabeinsturnsins", „formalista" eða „fagur- kera". Því vil ég gjarnan vera nefndur íbúi fíla- beinsturnsins, vegna þess að ég tel mig leita að aðferðum, fyrirmyndum fyrir bókmenntir, sem á morgun (eöa hinn) veröa kallaðar raunsæjar. Nefnilega þegar þessar aðferðir eru ekki lengur nothæfar heldur orónar að stílhefð, sem aðeins á yfirborðinu virðist náttúruleg, eins og hugsmíðin virðist ennþá á yfirboröinu vera náttúruleg sem tæki til þess aö lýsa veruleikanum. (Það er rétt að geta þess í framhjáhlaupi, aö kvikmyndagagnrýnin hér á landi er mun lengra komin en bókmennta- gagnrýnin). Aftur er ég orðinn mjög sértækur. Ég hef látið hjá líöa aö nefna þær aðferðir sem ég nota (ég get einungis talað um mínar aðferðir). í fyrsta lagi er það aðferðin sjálf sem skiptir mig máli. Ég hef engin ákveðin efni, sem mig langar til að skrifa um. Ég hef einungis eitt þema: að gera mér Ijósa, Ijósari grein fyrir sjálfum mér, að þekkja sjálfan mig eða þekkja ekki sjálfan mig, að læra hvað ég geri rangt, hvað ég hugsa rangt, hvað ég hugsa umhugsunarlaust, 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.